Svandís sé ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Oddur Ævar Gunnarsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 6. október 2023 11:23 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt hún ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafnaði viðtali við fréttastofu vegna málsins í morgun. Hún sagði Áslaugar að svara fyrir framkomu sína. Fréttastofa ræddi við Áslaugu að loknum ríkisstjórnarfundi. Hvað áttirðu við á þessum fundi? „Ég einfaldlega var þarna á degi sjávarútvegsins þar sem nýsköpun var sett á dagskrá en ég veit að það er mikil eftirspurn eftir því að ræða mál sem hafa verið í deiglunni og ég sagði það einfaldlega að ég ætlaði ekki að ræða þau mál heldur einbeita mér að menntakerfinu og nýsköpuninni sem mér finnst fá of lítið vægi og þar blasa við ýmsar áskoranir sem ég tel mikilvægt að við ræðum frekar og setti það þess vegna á dagskrá.“ Finnst þér eðlilegt að setja það upp á þann hátt sem þú gerðir? „Myndbirtingin skapaði kannski einhver hughrif sem ekki var ætlunin að gera. Ég svaraði þessu þannig, ég taldi þarna upp mál sem eru mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra en ég sagði það líka beint út við hópinn í staðinn fyrir að fara með það í einhverjar aðrar leiðir að ég ætlaði ekki að ræða þessi mál.“ Ummæli Áslaugar vöktu mikla athygli og voru meðal annars gagnrýnd af þingmönnunum Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ sagði Oddný meðal annars. Nú hafa ummæli þín verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum, finnst þér þetta réttmæt gagnrýni? „Mér finnst hafa verið gert of mikið úr þessu og ef að ræðan er skoðuð í samhengi og á hana er hlustað í heild sinni þá blasir við önnur mynd en upplifun fólks af þessum orðum.“ Áslaug segir öllum mega vera ljóst að hana og Svandísi greini á hugmyndafræðilega. Þær væru enda í ólíkum flokkum og reynt hafi á ýmislegt í ríkisstjórnarssamstarfinu. „Það eru engar fréttir í því að við séum ósammála um ýmis mál. Það sem ég var að gera er að benda á að það séu ýmis mál sem brenna á atvinnulífinu en heyra ekki undir mig og ég ætlaði að beina sjónum mínum að mínum málaflokkum sem heyra undir mig.“ Orðalagið, nafnbirtingin, hefðirðu getað gert þetta öðruvísi? „Það er alltaf hægt að gera betur.“ Sérðu eftir þessu? „Nei, ég var þarna með ræðu sem snerist um menntakerfið og af hverju við ættum að beina sjónum okkar að því og sagði frá því að ég ætlaði ekki að beina sjónum mínum að þeim málum sem hefðu verið mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra. Annað sagði ég ekki um þau mál eða tók afstöðu til þeirra.“ Hefurðu rætt við Svandísi eftir þetta? „Já.“ Hvað fór fram ykkar á milli? „Hún er eðli málsins ekki sátt. Enda hafa þessi mál verið mikið í umræðu og ég skil bara þau sjónarmið,“ segir Áslaug. „Ég held að við áttum okkur alveg á því að við séum ósammála um ýmis mál og þegar horft er á ræðuna í heild sinni að þá sést um hvað ég var að tala, en ekki það sem er kannski tekið út úr henni í einstaka fréttum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt hún ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafnaði viðtali við fréttastofu vegna málsins í morgun. Hún sagði Áslaugar að svara fyrir framkomu sína. Fréttastofa ræddi við Áslaugu að loknum ríkisstjórnarfundi. Hvað áttirðu við á þessum fundi? „Ég einfaldlega var þarna á degi sjávarútvegsins þar sem nýsköpun var sett á dagskrá en ég veit að það er mikil eftirspurn eftir því að ræða mál sem hafa verið í deiglunni og ég sagði það einfaldlega að ég ætlaði ekki að ræða þau mál heldur einbeita mér að menntakerfinu og nýsköpuninni sem mér finnst fá of lítið vægi og þar blasa við ýmsar áskoranir sem ég tel mikilvægt að við ræðum frekar og setti það þess vegna á dagskrá.“ Finnst þér eðlilegt að setja það upp á þann hátt sem þú gerðir? „Myndbirtingin skapaði kannski einhver hughrif sem ekki var ætlunin að gera. Ég svaraði þessu þannig, ég taldi þarna upp mál sem eru mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra en ég sagði það líka beint út við hópinn í staðinn fyrir að fara með það í einhverjar aðrar leiðir að ég ætlaði ekki að ræða þessi mál.“ Ummæli Áslaugar vöktu mikla athygli og voru meðal annars gagnrýnd af þingmönnunum Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ sagði Oddný meðal annars. Nú hafa ummæli þín verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum, finnst þér þetta réttmæt gagnrýni? „Mér finnst hafa verið gert of mikið úr þessu og ef að ræðan er skoðuð í samhengi og á hana er hlustað í heild sinni þá blasir við önnur mynd en upplifun fólks af þessum orðum.“ Áslaug segir öllum mega vera ljóst að hana og Svandísi greini á hugmyndafræðilega. Þær væru enda í ólíkum flokkum og reynt hafi á ýmislegt í ríkisstjórnarssamstarfinu. „Það eru engar fréttir í því að við séum ósammála um ýmis mál. Það sem ég var að gera er að benda á að það séu ýmis mál sem brenna á atvinnulífinu en heyra ekki undir mig og ég ætlaði að beina sjónum mínum að mínum málaflokkum sem heyra undir mig.“ Orðalagið, nafnbirtingin, hefðirðu getað gert þetta öðruvísi? „Það er alltaf hægt að gera betur.“ Sérðu eftir þessu? „Nei, ég var þarna með ræðu sem snerist um menntakerfið og af hverju við ættum að beina sjónum okkar að því og sagði frá því að ég ætlaði ekki að beina sjónum mínum að þeim málum sem hefðu verið mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra. Annað sagði ég ekki um þau mál eða tók afstöðu til þeirra.“ Hefurðu rætt við Svandísi eftir þetta? „Já.“ Hvað fór fram ykkar á milli? „Hún er eðli málsins ekki sátt. Enda hafa þessi mál verið mikið í umræðu og ég skil bara þau sjónarmið,“ segir Áslaug. „Ég held að við áttum okkur alveg á því að við séum ósammála um ýmis mál og þegar horft er á ræðuna í heild sinni að þá sést um hvað ég var að tala, en ekki það sem er kannski tekið út úr henni í einstaka fréttum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira