Dæmdur fyrir árás sem einungis hann sjálfur gat lýst Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 18:31 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða, sem er til húsa á Ísafirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir líkamsárás gagnvart öðrum manni. Brotaþoli árásarinnar kvaðst ekki muna eftir henni og þá mat dómurinn framburð vitnis ótrúverðugan. Þar af leiðandi var framburður ákærða í raun eina lýsingin á árásinni frá einstaklingi sem var viðstaddur atburðarásina. Málið varðar atvik sem átti sér stað við veitingastað í september í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir að slá annan mann með hnefahöggi þannig að hann féll í jörðina, og síðan fyrir að veita honum að minnsta kosti tvö högg í viðbót eftir að hann féll. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi maðurinn hlotið þriggja sentímetra langan skurð fyrir ofan augabrún sem hafi þurft að sauma með fjórum sporum. Fyrir dóm sagði brotaþolinn muna að hann hafi verið á veitingastaðnum umrætt kvöld og kvaðst vera „drukkinn umfram það sem fólk sé þegar það sé á bar.“ „Hvísluleikur“ færðist yfir í átök Hann sagðist muna eftir því að hafa komið að tveimur mönnum og spurt þá „hvort það væri einhver hvísluleikur“. Hann sagðist þó ekki muna meira en það, nema eftir atvikum sem áttu sér stað eftir atburðarrásina sem málið varðar líkt og þegar hann var keyrður á sjúkrahús og þegar hann ræddi við lögreglu um málið. Brotaþolinn sagðist ekki átt neitt sökótt við árásarmanninn, í raun höfðu þeir ekki hist áður. Árásarmaðurinn lýsti því að hann og vinur sinn hafi staðið fyrir utan veitingastaðinn þegar brotaþolinn hafi komið að þeim og „verið með einhverja stæla“, og hann hafi sjálfur ekki „nennt þessu“. Hann hafi snúið sér frá brotaþolanum, en þá fengið högg í sig að aftan. Hann taldi að um spark væri að ræða, og sagðist hafa fallið við og skallað blómapott fyrir vikið. Hann hafi þá staðið upp og fengið högg í hnakkann frá brotaþola sem gerði sig líklegan til að ráðast á hann. Árásarmaðurinn segist þá hafa slegið brotaþola. Hann virtist ekki viss um hversu oft það var, en sagðist hafa hætt þegar brotaþolinn féll til jarðar. Hann sagðist síðan hafa yfirgefið staðinn í kjölfarið. Hann tók fram að hann hafi ekki átt upptökin að átökunum og gekk málsvörn hans út á að um neyðarvörn væri að ræða. Sagðist hafa logið Maðurinn sem var að ræða við árásarmanninn fyrir utan veitingastaðinn gaf jafnframt skýrslu fyrir dómi. Framburður hans passaði að miklu leiti við framburð árásarmannsins, en hann hélt því fram að hann hafi áður logið í skýrslutöku hjá lögreglu. Þar hafði hann sagt að árásarmaðurinn hafi slegið brotaþola tíu sinnum og á endanum hafi hann þurft að draga hinn ákærða af brotaþolanum. Hann sagði ástæðuna fyrir þessum framburði sínum vera að mikill pirringur hafi verið milli sín og árásarmannsins, en hann hafi síðan „fattað“ að hann þyrfti að segja satt og rétt frá. Dómurinn ákvað því að byggja ekki á framburði hans við úrvinnslu málsins. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn því eina vitnið af atburðunum sem málið varðar. Niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands byggði á því að viðbrögð árásarmannsins hafi verið mun hættulegri en atlaga brotaþola gaf tilefni til. Vegna áverka brotaþola þótti dómnum „sýnt að hnefahögg ákærða hafi verið veitt af verulegu afli“ og þá hafi hann ekki hætt fyrr en brotaþolinn lág í jörðinni. „Eru ekki efni til annars en að telja það hafið yfir vafa að brotaþoli hafi við þetta misst meðvitund,“ segir í dómnum. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð í annað sinn og þótti dómnum hæfilegt að dæma hann í fjögurra mánaða fangelsi. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 400 þúsund krónur, sem og málskostnað hans og málsvarnarlaun verjanda síns. Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Málið varðar atvik sem átti sér stað við veitingastað í september í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir að slá annan mann með hnefahöggi þannig að hann féll í jörðina, og síðan fyrir að veita honum að minnsta kosti tvö högg í viðbót eftir að hann féll. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi maðurinn hlotið þriggja sentímetra langan skurð fyrir ofan augabrún sem hafi þurft að sauma með fjórum sporum. Fyrir dóm sagði brotaþolinn muna að hann hafi verið á veitingastaðnum umrætt kvöld og kvaðst vera „drukkinn umfram það sem fólk sé þegar það sé á bar.“ „Hvísluleikur“ færðist yfir í átök Hann sagðist muna eftir því að hafa komið að tveimur mönnum og spurt þá „hvort það væri einhver hvísluleikur“. Hann sagðist þó ekki muna meira en það, nema eftir atvikum sem áttu sér stað eftir atburðarrásina sem málið varðar líkt og þegar hann var keyrður á sjúkrahús og þegar hann ræddi við lögreglu um málið. Brotaþolinn sagðist ekki átt neitt sökótt við árásarmanninn, í raun höfðu þeir ekki hist áður. Árásarmaðurinn lýsti því að hann og vinur sinn hafi staðið fyrir utan veitingastaðinn þegar brotaþolinn hafi komið að þeim og „verið með einhverja stæla“, og hann hafi sjálfur ekki „nennt þessu“. Hann hafi snúið sér frá brotaþolanum, en þá fengið högg í sig að aftan. Hann taldi að um spark væri að ræða, og sagðist hafa fallið við og skallað blómapott fyrir vikið. Hann hafi þá staðið upp og fengið högg í hnakkann frá brotaþola sem gerði sig líklegan til að ráðast á hann. Árásarmaðurinn segist þá hafa slegið brotaþola. Hann virtist ekki viss um hversu oft það var, en sagðist hafa hætt þegar brotaþolinn féll til jarðar. Hann sagðist síðan hafa yfirgefið staðinn í kjölfarið. Hann tók fram að hann hafi ekki átt upptökin að átökunum og gekk málsvörn hans út á að um neyðarvörn væri að ræða. Sagðist hafa logið Maðurinn sem var að ræða við árásarmanninn fyrir utan veitingastaðinn gaf jafnframt skýrslu fyrir dómi. Framburður hans passaði að miklu leiti við framburð árásarmannsins, en hann hélt því fram að hann hafi áður logið í skýrslutöku hjá lögreglu. Þar hafði hann sagt að árásarmaðurinn hafi slegið brotaþola tíu sinnum og á endanum hafi hann þurft að draga hinn ákærða af brotaþolanum. Hann sagði ástæðuna fyrir þessum framburði sínum vera að mikill pirringur hafi verið milli sín og árásarmannsins, en hann hafi síðan „fattað“ að hann þyrfti að segja satt og rétt frá. Dómurinn ákvað því að byggja ekki á framburði hans við úrvinnslu málsins. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn því eina vitnið af atburðunum sem málið varðar. Niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands byggði á því að viðbrögð árásarmannsins hafi verið mun hættulegri en atlaga brotaþola gaf tilefni til. Vegna áverka brotaþola þótti dómnum „sýnt að hnefahögg ákærða hafi verið veitt af verulegu afli“ og þá hafi hann ekki hætt fyrr en brotaþolinn lág í jörðinni. „Eru ekki efni til annars en að telja það hafið yfir vafa að brotaþoli hafi við þetta misst meðvitund,“ segir í dómnum. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð í annað sinn og þótti dómnum hæfilegt að dæma hann í fjögurra mánaða fangelsi. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 400 þúsund krónur, sem og málskostnað hans og málsvarnarlaun verjanda síns.
Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira