Fékk nóg eftir að hafa nauðungarmatað einstakling Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. október 2023 09:25 Flosi Þorgeirsson hefur bæði reynslu af því að starfa á geðdeild á Íslandi og í Danmörk auk þess sem hann hefur sjálfur leitað sér þar aðstoðar. Flosi Þorgeirsson, sjúkraliði, sagnfræðingur og tónlistarmaður segir mikinn mun vera á rétti sjúklinga á geðdeildum á Íslandi og í Danmörku þar sem hann hefur starfað. Flosi er fyrsti viðmælandi Landssamtaka Geðhjálpar í októbermánuði þar sem samtökin standa fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. „Ef það var eitthvað inngrip, ef við vorum til dæmis að óla sjúkling sem var hættulegur öðrum eða sjálfum sér, óla hann við rúmið, þá var það ekki gert með hangandi hendi. Það var tekið mjög alvarlega, af því að þetta voru inngrip inn í persónulega frelsi þess einstaklings,“ segir Flosi um tímann sem hann starfaði sem sjúkraliði á geðdeild í Danmörku. Hann hefur reynslu af því að starfa sem ófaglærður á geðdeild hér á landi en einnig sem faglærður í Danmörku og á Íslandi. Flosi hefur jafnframt notendareynslu en hann hefur talað opinskátt um baráttu sína við þunglyndi. Í viðtalinu segir hann frá dæmum sem benda til þess að hér á landi sé ekki verið að gera hlutina nógu vel og þar kemur einnig fram að brotið sé á mannréttindum fólks í geðheilbrigðiskerfinu. Hvetja almenning til að taka þátt Markmið átaks Landssamtaka Geðhjálpar er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á því hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður. Í tilkynningu Geðhjálpar segir að á þann hátt gefist fólki kostur á að hlusta á reynslu og sjónarmið þessara einstaklinga og hefja umræður um þessi mál sem hafa því miður verið aftarlega í forgangsröðinni þegar kemur að heilbrigðis- og lýðheilsumálum. „Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á www.geðheilbrigdi.is og koma þar á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi.“ Sjúklingar beittir ofbeldi á Íslandi Flosi segir að það sé gríðarlegur munur á því hvernig sjúklingar séu meðhöndlaðir á geðdeildum á Íslandi og í Danmörku. Í Danmörku hafi strangar reglur gilt um slíkt. „Um leið og læknirinn tilkynnti honum að ástandið væri nú bara þannig að við verðum að grípa til þessara neyðarráðstafana en þú átt rétt á að tala við patientfortaler, sem er umboðsmaður sjúklinga og kæra þetta, ef þú ert ósáttur við þetta,“ segir Flosi. „Þetta var allt öðruvísi hér á Íslandi. Þar beittum við alveg ofbeldi og inngripi og það var enginn spurður um neitt. Þetta hafði greinilega alltaf verið gert svona og það var bara talið nauðsynlegt. Sérstaklega man ég eftir því að hafa nauðungarbaðað einstakling bæði í Danmörku og á Íslandi og munurinn var bara eins mikill og hann getur framast orðið.“ Upplifir mikla goggunarröð meðal heilbrigðisstarfsfólks Flosi lýsir því að í Danmörku hafi hann sem sjúkraliði á geðdeild verið gert að vera tengiliður eins sjúklings. Þannig hafi hann fengið aðgang að sjúkraskrá sjúklingsins. „Ég kynni mér sjúkrasögu hans, fæ að lesa hana, sem sjúkraliðar hér á landi fá alls ekki. Kynni mér hvaða lyfjum hann er á, sem sjúkraliðar hér á Íslandi hafa engan aðgang að og ekki ætlast til að þeir viti neitt um slíkt. Þannig að sjúkraliðar hér vita oft ekkert, það gleymist kannski að segja þeim, ég upplifði það, ef að sjúklingur er með lifrabólgu eða aids. Það gleymdist að segja okkur það.“ Flosi segir að í Danmörku hafi verið lögð áhersla á það að starfað væri í teymi. Hann segir að það sé sín upplifun að á Íslandi sé mikil goggunarröð meðal heilbrigðisstarfsmanna. Læknar hafi verið efstir, hjúkrunarfræðingar svo og sjúkraliðar á eftir þeim. „Okkur var treyst til að skipta á rúmum en það var ekkert mikið meira en það. Ég var svona fyrsta árið alltaf að bera saman Ísland og Danmörku og svo held ég að ég hafi orðið meira og meira samdauna því hvernig þetta var gert á Íslandi.“ Fékk nóg Flosi lýsir því að það hafi komið að því þegar hann var að vinna á geðdeild hér á landi að starfsmönnum hafi verið skipað að nauðungarmata einstakling. Læknir hafði samþykkt það og hjúkrunarfræðingar stjórnuðu þeirri aðgerð. „Þetta voru svona miðaldaaðferðir.Ég hélt þarna einum handlegg og annar starfsmaður hélt öðrum handlegg og það var líka haldið um höfuð hennar og fætur. Svo var manneskja með skeið að reyna að koma skeiðinni, þessi sjúklingur var lystarstolsjúklingur og ákveðin í því að fá ekki mat í sig, þannig að þetta náttúrulega endaði með því að hún var bara blóðug um munnvikin.“ Flosi segir að þarna þegar hann hafi verið í þessu þá hafi sér fundist eins og hann hafi vaknað. Hann hafi ekki getað haldið áfram störfum. „Eftir þetta ákvað ég bara að ég gæti ekkert verið í þessu lengur. Munurinn var of mikill. Það var of erfitt að fara frá því að vinna í Danmörku og á Íslandi. Ég verð eiginlega bara að vera hreinskilinn.“ Ófaglærðir fá ekki starf á geðdeild í Danmörku Hann segir það ekki breyta því að hann hafi unnið með mörgu frábæru starfsfólki. Flosi hóf sjálfur störf á geðdeild hér á landi ófaglærður en fékk það ekki í Danmörku. Því gerðist hann sjúkraliði. „Breytir því samt ekki að ég vann með mörgu frábæru starfsfólki. Margir af þessu ófaglærðu starfsmönnum vildu mjög vel og yfirleitt var þetta fólk sem hafði áhuga á geðdeildunum líka en skorti nauðsynlegan bakgrunn og það var mikil starfsmannavelta og því miður lenti ég í því að vinna með starfsfólki sem aldrei hefði átt að fá starf hérna á Íslandi. Fólk sem var alls ekki í stakk búið til þess að takast á við þetta.“ Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Ef það var eitthvað inngrip, ef við vorum til dæmis að óla sjúkling sem var hættulegur öðrum eða sjálfum sér, óla hann við rúmið, þá var það ekki gert með hangandi hendi. Það var tekið mjög alvarlega, af því að þetta voru inngrip inn í persónulega frelsi þess einstaklings,“ segir Flosi um tímann sem hann starfaði sem sjúkraliði á geðdeild í Danmörku. Hann hefur reynslu af því að starfa sem ófaglærður á geðdeild hér á landi en einnig sem faglærður í Danmörku og á Íslandi. Flosi hefur jafnframt notendareynslu en hann hefur talað opinskátt um baráttu sína við þunglyndi. Í viðtalinu segir hann frá dæmum sem benda til þess að hér á landi sé ekki verið að gera hlutina nógu vel og þar kemur einnig fram að brotið sé á mannréttindum fólks í geðheilbrigðiskerfinu. Hvetja almenning til að taka þátt Markmið átaks Landssamtaka Geðhjálpar er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á því hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður. Í tilkynningu Geðhjálpar segir að á þann hátt gefist fólki kostur á að hlusta á reynslu og sjónarmið þessara einstaklinga og hefja umræður um þessi mál sem hafa því miður verið aftarlega í forgangsröðinni þegar kemur að heilbrigðis- og lýðheilsumálum. „Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á www.geðheilbrigdi.is og koma þar á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi.“ Sjúklingar beittir ofbeldi á Íslandi Flosi segir að það sé gríðarlegur munur á því hvernig sjúklingar séu meðhöndlaðir á geðdeildum á Íslandi og í Danmörku. Í Danmörku hafi strangar reglur gilt um slíkt. „Um leið og læknirinn tilkynnti honum að ástandið væri nú bara þannig að við verðum að grípa til þessara neyðarráðstafana en þú átt rétt á að tala við patientfortaler, sem er umboðsmaður sjúklinga og kæra þetta, ef þú ert ósáttur við þetta,“ segir Flosi. „Þetta var allt öðruvísi hér á Íslandi. Þar beittum við alveg ofbeldi og inngripi og það var enginn spurður um neitt. Þetta hafði greinilega alltaf verið gert svona og það var bara talið nauðsynlegt. Sérstaklega man ég eftir því að hafa nauðungarbaðað einstakling bæði í Danmörku og á Íslandi og munurinn var bara eins mikill og hann getur framast orðið.“ Upplifir mikla goggunarröð meðal heilbrigðisstarfsfólks Flosi lýsir því að í Danmörku hafi hann sem sjúkraliði á geðdeild verið gert að vera tengiliður eins sjúklings. Þannig hafi hann fengið aðgang að sjúkraskrá sjúklingsins. „Ég kynni mér sjúkrasögu hans, fæ að lesa hana, sem sjúkraliðar hér á landi fá alls ekki. Kynni mér hvaða lyfjum hann er á, sem sjúkraliðar hér á Íslandi hafa engan aðgang að og ekki ætlast til að þeir viti neitt um slíkt. Þannig að sjúkraliðar hér vita oft ekkert, það gleymist kannski að segja þeim, ég upplifði það, ef að sjúklingur er með lifrabólgu eða aids. Það gleymdist að segja okkur það.“ Flosi segir að í Danmörku hafi verið lögð áhersla á það að starfað væri í teymi. Hann segir að það sé sín upplifun að á Íslandi sé mikil goggunarröð meðal heilbrigðisstarfsmanna. Læknar hafi verið efstir, hjúkrunarfræðingar svo og sjúkraliðar á eftir þeim. „Okkur var treyst til að skipta á rúmum en það var ekkert mikið meira en það. Ég var svona fyrsta árið alltaf að bera saman Ísland og Danmörku og svo held ég að ég hafi orðið meira og meira samdauna því hvernig þetta var gert á Íslandi.“ Fékk nóg Flosi lýsir því að það hafi komið að því þegar hann var að vinna á geðdeild hér á landi að starfsmönnum hafi verið skipað að nauðungarmata einstakling. Læknir hafði samþykkt það og hjúkrunarfræðingar stjórnuðu þeirri aðgerð. „Þetta voru svona miðaldaaðferðir.Ég hélt þarna einum handlegg og annar starfsmaður hélt öðrum handlegg og það var líka haldið um höfuð hennar og fætur. Svo var manneskja með skeið að reyna að koma skeiðinni, þessi sjúklingur var lystarstolsjúklingur og ákveðin í því að fá ekki mat í sig, þannig að þetta náttúrulega endaði með því að hún var bara blóðug um munnvikin.“ Flosi segir að þarna þegar hann hafi verið í þessu þá hafi sér fundist eins og hann hafi vaknað. Hann hafi ekki getað haldið áfram störfum. „Eftir þetta ákvað ég bara að ég gæti ekkert verið í þessu lengur. Munurinn var of mikill. Það var of erfitt að fara frá því að vinna í Danmörku og á Íslandi. Ég verð eiginlega bara að vera hreinskilinn.“ Ófaglærðir fá ekki starf á geðdeild í Danmörku Hann segir það ekki breyta því að hann hafi unnið með mörgu frábæru starfsfólki. Flosi hóf sjálfur störf á geðdeild hér á landi ófaglærður en fékk það ekki í Danmörku. Því gerðist hann sjúkraliði. „Breytir því samt ekki að ég vann með mörgu frábæru starfsfólki. Margir af þessu ófaglærðu starfsmönnum vildu mjög vel og yfirleitt var þetta fólk sem hafði áhuga á geðdeildunum líka en skorti nauðsynlegan bakgrunn og það var mikil starfsmannavelta og því miður lenti ég í því að vinna með starfsfólki sem aldrei hefði átt að fá starf hérna á Íslandi. Fólk sem var alls ekki í stakk búið til þess að takast á við þetta.“
Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira