Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 15:45 Kristrún Frostadóttir segir að markmiðin endurspegli raunhæfar væntingar fólks um gerlegar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. „Þetta er tveggja kjörtímabila vegferð – fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt. Áherslurnar eru sóttar til almennings — á hátt í fjörutíu opnum fundum um land allt. Og svo höfum við átt annað eins af fundum á vinnustöðum, með fólkinu af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðismál. Þetta veitir okkur styrk og fullvissu,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, í tilkynningu frá flokknum. „Útspilið endurspeglar raunhæfar væntingar fólksins í landinu og breytingar sem eru gerlegar á tveimur kjörtímabilum. Það er hægt að gera þetta — með pólitískri forystu og samstöðu þjóðar um fjármögnun. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða höfuðáhersla Samfylkingar í næstu kosningum til Alþingis.“ segir hún. Líkt og áður segir er um fimm markmið að ræða. Hægt er að kynna sér þau hér. Það fyrsta er að allir Íslendingar fái heimilislækni og heimilisteymi. Um markmiðið segir að tíu ár þyrfti til að koma því í gegn, en á fyrsta kjörtímabili yrði fólk yfir sextugt sett í forgang Annað markmiðið er „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í tilkynningu frá Samfylkingunni er því haldið fram að setja þurfi viðkvæmasta hóp þjóðfélagsins í forgang, og jafnframt þurfi að viðurkenna að slíkt kosti peninga. Þriðja markmið Samfylkingarinnar er að sjá til þess að það sé öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land. „Fólk vill öryggi óháð búsetu. Samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi og verið á kostnað heimila í dreifðum byggðum.“ segir í tilkynningunni um þetta markmið. Fjórða markmiðið er: „Meiri tími með sjúklingnum“. Bent er á að tími heilbrigðisstarfsfólks fari að miklu leiti í skriffinsku. Bent er á að læknir á heilsugæslu verji að jafnaði um helmingi af tíma sínum með sjúklingum. Fimmta og síðasta markmiðið snýst um að taka ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. „Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi. En flest sem fer úrskeiðis í kerfinu lendir í fangi sjúkrahúsa. Því er lykilatriði að ákvarðanir um útvistun til einkarekstrar veiki ekki getu sjúkrahúsa til að veita bráðaþjónustu eða aðra flókna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fjármögnun á þessum markmiðum segir Samfylkingin að hægt væri að koma þessum markmiðum í gegn með því að auka framlög til heilbrigðis- og öldrunarmála um eitt, og upp í eitt og hálft prósent, af landsframleiðslu á ársgrundvelli miðað við núverandi fjárlög. „Slíkt viðbótarfjármagn mun skipta sköpum til að nýta betur það fjármagn sem nú þegar er veitt til málaflokksins.“ segir í tilkynningu flokksins. Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Þetta er tveggja kjörtímabila vegferð – fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt. Áherslurnar eru sóttar til almennings — á hátt í fjörutíu opnum fundum um land allt. Og svo höfum við átt annað eins af fundum á vinnustöðum, með fólkinu af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðismál. Þetta veitir okkur styrk og fullvissu,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, í tilkynningu frá flokknum. „Útspilið endurspeglar raunhæfar væntingar fólksins í landinu og breytingar sem eru gerlegar á tveimur kjörtímabilum. Það er hægt að gera þetta — með pólitískri forystu og samstöðu þjóðar um fjármögnun. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða höfuðáhersla Samfylkingar í næstu kosningum til Alþingis.“ segir hún. Líkt og áður segir er um fimm markmið að ræða. Hægt er að kynna sér þau hér. Það fyrsta er að allir Íslendingar fái heimilislækni og heimilisteymi. Um markmiðið segir að tíu ár þyrfti til að koma því í gegn, en á fyrsta kjörtímabili yrði fólk yfir sextugt sett í forgang Annað markmiðið er „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í tilkynningu frá Samfylkingunni er því haldið fram að setja þurfi viðkvæmasta hóp þjóðfélagsins í forgang, og jafnframt þurfi að viðurkenna að slíkt kosti peninga. Þriðja markmið Samfylkingarinnar er að sjá til þess að það sé öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land. „Fólk vill öryggi óháð búsetu. Samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi og verið á kostnað heimila í dreifðum byggðum.“ segir í tilkynningunni um þetta markmið. Fjórða markmiðið er: „Meiri tími með sjúklingnum“. Bent er á að tími heilbrigðisstarfsfólks fari að miklu leiti í skriffinsku. Bent er á að læknir á heilsugæslu verji að jafnaði um helmingi af tíma sínum með sjúklingum. Fimmta og síðasta markmiðið snýst um að taka ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. „Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi. En flest sem fer úrskeiðis í kerfinu lendir í fangi sjúkrahúsa. Því er lykilatriði að ákvarðanir um útvistun til einkarekstrar veiki ekki getu sjúkrahúsa til að veita bráðaþjónustu eða aðra flókna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fjármögnun á þessum markmiðum segir Samfylkingin að hægt væri að koma þessum markmiðum í gegn með því að auka framlög til heilbrigðis- og öldrunarmála um eitt, og upp í eitt og hálft prósent, af landsframleiðslu á ársgrundvelli miðað við núverandi fjárlög. „Slíkt viðbótarfjármagn mun skipta sköpum til að nýta betur það fjármagn sem nú þegar er veitt til málaflokksins.“ segir í tilkynningu flokksins.
Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira