Íhuga að birta myndefni af árásarmönnunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. september 2023 14:28 Sá sem varð fyrir árásinni á þriðjudagskvöld var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvaldi yfir nótt. Hann hlaut talsvert mikla áverka, meðal annars brotnuðu tennur. Vísir/Vilhelm Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Árásin átti sér stað á þriðjudagskvöld. Maður sem staddur var hér á landi til að sækja ráðstefnu á vegum Samtakanna '78 var á gangi upp á hótel eftir kvöldverð, þegar hann tók eftir tveimur mönnum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Skömmu síðar komu mennirnir aftan að honum og veittust að honum með höggum og spörkum. Maðurinn hlaut talsvert mikla áverka við árásina og dvaldi á sjúkrahúsi yfir nótt. Íhuga að lýsa eftir árásarmönnunum Árásin er nú komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spurður um hvort það sé algengt að sú deild rannsaki líkamsrárásir segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi, að miðlæg deild rannsaki alvarlegar líkamsárásir en einnig hatursglæpi. Hann segir að það sé ekki búið að staðfesta endanlega að um hatursglæp sé að ræða í þessu tilfelli en „þeim möguleika sé haldið opnum.“ Við erum að skoða hver ástæða þessarar árásar er. Hvort hún hafi tengst kynhneigð eða kynvitund mannsins. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Eiríkur segir lögregluna ekki vita hverjir hafi verið að verki. „Það er allt í rannsókn. Við erum ekki kominn með neinn grunaðan en erum að fara yfir allt myndefni og reyna að vinna úr þessu.“ Eiríkur vill ekki gefa upp hvort árásin hafi náðst á myndband. Það komi til greina að lýsa eftir mönnunum ef lögreglu takist ekki að finna út hverjir hafi verið að verki. Veistu eitthvað um líðan þess sem varð fyrir árásinni? „Þetta voru talsverðir áverkar, engir þó beinlínis hættulegir. Hann hefur glímt við einhver eftirköst eftir þetta.“ Mikið hefur verið rætt um bakslag í réttindabaráttu Hinsseginsamfélagsins og aðilar innan þess hafa lýst óöruggi og jafnvel hræðslu við að fara út á meðal fólks. Eiríkur segir lögregluna hlusta á allar slíkar áhyggjuraddir og bregðast við eftir því sem þurfa þyki. Sem betur fer séu ekki mörg dæmi um að veist hafi verið að hinsegin fólki en dæmin séu þó of mörg. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Árásin átti sér stað á þriðjudagskvöld. Maður sem staddur var hér á landi til að sækja ráðstefnu á vegum Samtakanna '78 var á gangi upp á hótel eftir kvöldverð, þegar hann tók eftir tveimur mönnum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Skömmu síðar komu mennirnir aftan að honum og veittust að honum með höggum og spörkum. Maðurinn hlaut talsvert mikla áverka við árásina og dvaldi á sjúkrahúsi yfir nótt. Íhuga að lýsa eftir árásarmönnunum Árásin er nú komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spurður um hvort það sé algengt að sú deild rannsaki líkamsrárásir segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi, að miðlæg deild rannsaki alvarlegar líkamsárásir en einnig hatursglæpi. Hann segir að það sé ekki búið að staðfesta endanlega að um hatursglæp sé að ræða í þessu tilfelli en „þeim möguleika sé haldið opnum.“ Við erum að skoða hver ástæða þessarar árásar er. Hvort hún hafi tengst kynhneigð eða kynvitund mannsins. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Eiríkur segir lögregluna ekki vita hverjir hafi verið að verki. „Það er allt í rannsókn. Við erum ekki kominn með neinn grunaðan en erum að fara yfir allt myndefni og reyna að vinna úr þessu.“ Eiríkur vill ekki gefa upp hvort árásin hafi náðst á myndband. Það komi til greina að lýsa eftir mönnunum ef lögreglu takist ekki að finna út hverjir hafi verið að verki. Veistu eitthvað um líðan þess sem varð fyrir árásinni? „Þetta voru talsverðir áverkar, engir þó beinlínis hættulegir. Hann hefur glímt við einhver eftirköst eftir þetta.“ Mikið hefur verið rætt um bakslag í réttindabaráttu Hinsseginsamfélagsins og aðilar innan þess hafa lýst óöruggi og jafnvel hræðslu við að fara út á meðal fólks. Eiríkur segir lögregluna hlusta á allar slíkar áhyggjuraddir og bregðast við eftir því sem þurfa þyki. Sem betur fer séu ekki mörg dæmi um að veist hafi verið að hinsegin fólki en dæmin séu þó of mörg.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59