Íhuga að birta myndefni af árásarmönnunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. september 2023 14:28 Sá sem varð fyrir árásinni á þriðjudagskvöld var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvaldi yfir nótt. Hann hlaut talsvert mikla áverka, meðal annars brotnuðu tennur. Vísir/Vilhelm Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Árásin átti sér stað á þriðjudagskvöld. Maður sem staddur var hér á landi til að sækja ráðstefnu á vegum Samtakanna '78 var á gangi upp á hótel eftir kvöldverð, þegar hann tók eftir tveimur mönnum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Skömmu síðar komu mennirnir aftan að honum og veittust að honum með höggum og spörkum. Maðurinn hlaut talsvert mikla áverka við árásina og dvaldi á sjúkrahúsi yfir nótt. Íhuga að lýsa eftir árásarmönnunum Árásin er nú komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spurður um hvort það sé algengt að sú deild rannsaki líkamsrárásir segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi, að miðlæg deild rannsaki alvarlegar líkamsárásir en einnig hatursglæpi. Hann segir að það sé ekki búið að staðfesta endanlega að um hatursglæp sé að ræða í þessu tilfelli en „þeim möguleika sé haldið opnum.“ Við erum að skoða hver ástæða þessarar árásar er. Hvort hún hafi tengst kynhneigð eða kynvitund mannsins. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Eiríkur segir lögregluna ekki vita hverjir hafi verið að verki. „Það er allt í rannsókn. Við erum ekki kominn með neinn grunaðan en erum að fara yfir allt myndefni og reyna að vinna úr þessu.“ Eiríkur vill ekki gefa upp hvort árásin hafi náðst á myndband. Það komi til greina að lýsa eftir mönnunum ef lögreglu takist ekki að finna út hverjir hafi verið að verki. Veistu eitthvað um líðan þess sem varð fyrir árásinni? „Þetta voru talsverðir áverkar, engir þó beinlínis hættulegir. Hann hefur glímt við einhver eftirköst eftir þetta.“ Mikið hefur verið rætt um bakslag í réttindabaráttu Hinsseginsamfélagsins og aðilar innan þess hafa lýst óöruggi og jafnvel hræðslu við að fara út á meðal fólks. Eiríkur segir lögregluna hlusta á allar slíkar áhyggjuraddir og bregðast við eftir því sem þurfa þyki. Sem betur fer séu ekki mörg dæmi um að veist hafi verið að hinsegin fólki en dæmin séu þó of mörg. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Árásin átti sér stað á þriðjudagskvöld. Maður sem staddur var hér á landi til að sækja ráðstefnu á vegum Samtakanna '78 var á gangi upp á hótel eftir kvöldverð, þegar hann tók eftir tveimur mönnum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Skömmu síðar komu mennirnir aftan að honum og veittust að honum með höggum og spörkum. Maðurinn hlaut talsvert mikla áverka við árásina og dvaldi á sjúkrahúsi yfir nótt. Íhuga að lýsa eftir árásarmönnunum Árásin er nú komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spurður um hvort það sé algengt að sú deild rannsaki líkamsrárásir segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi, að miðlæg deild rannsaki alvarlegar líkamsárásir en einnig hatursglæpi. Hann segir að það sé ekki búið að staðfesta endanlega að um hatursglæp sé að ræða í þessu tilfelli en „þeim möguleika sé haldið opnum.“ Við erum að skoða hver ástæða þessarar árásar er. Hvort hún hafi tengst kynhneigð eða kynvitund mannsins. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Eiríkur segir lögregluna ekki vita hverjir hafi verið að verki. „Það er allt í rannsókn. Við erum ekki kominn með neinn grunaðan en erum að fara yfir allt myndefni og reyna að vinna úr þessu.“ Eiríkur vill ekki gefa upp hvort árásin hafi náðst á myndband. Það komi til greina að lýsa eftir mönnunum ef lögreglu takist ekki að finna út hverjir hafi verið að verki. Veistu eitthvað um líðan þess sem varð fyrir árásinni? „Þetta voru talsverðir áverkar, engir þó beinlínis hættulegir. Hann hefur glímt við einhver eftirköst eftir þetta.“ Mikið hefur verið rætt um bakslag í réttindabaráttu Hinsseginsamfélagsins og aðilar innan þess hafa lýst óöruggi og jafnvel hræðslu við að fara út á meðal fólks. Eiríkur segir lögregluna hlusta á allar slíkar áhyggjuraddir og bregðast við eftir því sem þurfa þyki. Sem betur fer séu ekki mörg dæmi um að veist hafi verið að hinsegin fólki en dæmin séu þó of mörg.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59