Eltir gamlan draum og lætur skallann ekki stoppa sig Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. september 2023 20:00 Ási skráði sig í hárgreiðslunám og lét gamlan draum verða að veruleika. Ásgrímur Geir Logason, leikari og hlaðvarpsstjórnandi Betri Helmingsins, lét gamlan draum rætast þegar hann skráði sig í hárgreiðslunám hjá Hárakademíunni í september. „Þetta hefur alltaf blundað svolítið í mér frá því maður var að velja sér framhaldsskóla hérna í denn en ákvað þá að fara hefðbundnu leiðina í stúdentinn,“ segir Ási eins og hann er iðulega kallaður. Hann segir námið leggjast vel í sig. Námið fer vel af stað að sögn Ása.Ási „Þetta er bara búið að vera mánuður en mér finnst allt mjög skemmtilegt. Ég hélt að ég myndi frekar vera í herraklippingunum en er ansi lunkinn í skvísuklippingunum líka. Við höfum nú þegar verið að rótarlita og læra að fade-a,“ segir Ási. Hann útskýrir að fade er klipping á stuttu hári þar sem gætt er að því að láta hárið verða jafnt en ekki í stalli. Ási er leikari að mennt og hefur starfað sem slíkur ásamt því að halda úti leik- og sönglistarnámskeiðum fyrir börn. Hann fór með hlutverk í hinu geysivinsæla barnaleikriti Langelstur að eilífu, eftir samnefndri bók Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í fyrra. Gamall félagi innsblástur Að sögn Ása ákvað hann að elta drauminn þegar hann gat stjórnað eigin vinnutíma. „Ég stjórna tímanum mínum sjálfur og get unnið eftir fjögur og þannig. Námið er mikil skuldbinding vegna viðveru þar sem við erum í ákveðnu hraðferðsnámi,“ segir Ási sem er þegar kominn á fullt skrið í vettvangsnám á stofu. Ási ásamt frænda sínum Jonna.Ási „Ég er hjá Herramönnum í Hamraborg þar sem gamall félagi minn starfar. Hann tók sömu u-beygju og ég í lífinu og má segja að hann hafi verið mér ákveðinn innblástur að stökkva út í djúpu laugina eftir að hafa sagt skilið við viðskiptageirann. Spurður hvort hárgreiðslan hafi áhrif á traust fólks segir Ási hann ekki hafa áhyggjur af því. Ánægðir með afraksturinn.Ási „Ég nota allan minn sannfæringarmátt þegar fólk sest í stólinn hjá sköllóttum hárgreiðslumanni,“ segir hann og hlær: „Eins og einhver sagði: Byrjið að fá þá sem elska ykkur mest, þau fyrirgefa ykkur mistökin,“ segir Ási léttur í lokin. Tímamót Hár og förðun Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Þetta hefur alltaf blundað svolítið í mér frá því maður var að velja sér framhaldsskóla hérna í denn en ákvað þá að fara hefðbundnu leiðina í stúdentinn,“ segir Ási eins og hann er iðulega kallaður. Hann segir námið leggjast vel í sig. Námið fer vel af stað að sögn Ása.Ási „Þetta er bara búið að vera mánuður en mér finnst allt mjög skemmtilegt. Ég hélt að ég myndi frekar vera í herraklippingunum en er ansi lunkinn í skvísuklippingunum líka. Við höfum nú þegar verið að rótarlita og læra að fade-a,“ segir Ási. Hann útskýrir að fade er klipping á stuttu hári þar sem gætt er að því að láta hárið verða jafnt en ekki í stalli. Ási er leikari að mennt og hefur starfað sem slíkur ásamt því að halda úti leik- og sönglistarnámskeiðum fyrir börn. Hann fór með hlutverk í hinu geysivinsæla barnaleikriti Langelstur að eilífu, eftir samnefndri bók Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í fyrra. Gamall félagi innsblástur Að sögn Ása ákvað hann að elta drauminn þegar hann gat stjórnað eigin vinnutíma. „Ég stjórna tímanum mínum sjálfur og get unnið eftir fjögur og þannig. Námið er mikil skuldbinding vegna viðveru þar sem við erum í ákveðnu hraðferðsnámi,“ segir Ási sem er þegar kominn á fullt skrið í vettvangsnám á stofu. Ási ásamt frænda sínum Jonna.Ási „Ég er hjá Herramönnum í Hamraborg þar sem gamall félagi minn starfar. Hann tók sömu u-beygju og ég í lífinu og má segja að hann hafi verið mér ákveðinn innblástur að stökkva út í djúpu laugina eftir að hafa sagt skilið við viðskiptageirann. Spurður hvort hárgreiðslan hafi áhrif á traust fólks segir Ási hann ekki hafa áhyggjur af því. Ánægðir með afraksturinn.Ási „Ég nota allan minn sannfæringarmátt þegar fólk sest í stólinn hjá sköllóttum hárgreiðslumanni,“ segir hann og hlær: „Eins og einhver sagði: Byrjið að fá þá sem elska ykkur mest, þau fyrirgefa ykkur mistökin,“ segir Ási léttur í lokin.
Tímamót Hár og förðun Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira