Eltir gamlan draum og lætur skallann ekki stoppa sig Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. september 2023 20:00 Ási skráði sig í hárgreiðslunám og lét gamlan draum verða að veruleika. Ásgrímur Geir Logason, leikari og hlaðvarpsstjórnandi Betri Helmingsins, lét gamlan draum rætast þegar hann skráði sig í hárgreiðslunám hjá Hárakademíunni í september. „Þetta hefur alltaf blundað svolítið í mér frá því maður var að velja sér framhaldsskóla hérna í denn en ákvað þá að fara hefðbundnu leiðina í stúdentinn,“ segir Ási eins og hann er iðulega kallaður. Hann segir námið leggjast vel í sig. Námið fer vel af stað að sögn Ása.Ási „Þetta er bara búið að vera mánuður en mér finnst allt mjög skemmtilegt. Ég hélt að ég myndi frekar vera í herraklippingunum en er ansi lunkinn í skvísuklippingunum líka. Við höfum nú þegar verið að rótarlita og læra að fade-a,“ segir Ási. Hann útskýrir að fade er klipping á stuttu hári þar sem gætt er að því að láta hárið verða jafnt en ekki í stalli. Ási er leikari að mennt og hefur starfað sem slíkur ásamt því að halda úti leik- og sönglistarnámskeiðum fyrir börn. Hann fór með hlutverk í hinu geysivinsæla barnaleikriti Langelstur að eilífu, eftir samnefndri bók Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í fyrra. Gamall félagi innsblástur Að sögn Ása ákvað hann að elta drauminn þegar hann gat stjórnað eigin vinnutíma. „Ég stjórna tímanum mínum sjálfur og get unnið eftir fjögur og þannig. Námið er mikil skuldbinding vegna viðveru þar sem við erum í ákveðnu hraðferðsnámi,“ segir Ási sem er þegar kominn á fullt skrið í vettvangsnám á stofu. Ási ásamt frænda sínum Jonna.Ási „Ég er hjá Herramönnum í Hamraborg þar sem gamall félagi minn starfar. Hann tók sömu u-beygju og ég í lífinu og má segja að hann hafi verið mér ákveðinn innblástur að stökkva út í djúpu laugina eftir að hafa sagt skilið við viðskiptageirann. Spurður hvort hárgreiðslan hafi áhrif á traust fólks segir Ási hann ekki hafa áhyggjur af því. Ánægðir með afraksturinn.Ási „Ég nota allan minn sannfæringarmátt þegar fólk sest í stólinn hjá sköllóttum hárgreiðslumanni,“ segir hann og hlær: „Eins og einhver sagði: Byrjið að fá þá sem elska ykkur mest, þau fyrirgefa ykkur mistökin,“ segir Ási léttur í lokin. Tímamót Hár og förðun Mest lesið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Menning Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Lífið „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Lífið Að hætta kvöld- og næturvafrinu Áskorun „Sorgleg þróun“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Kanye og Censori séu við það að skilja Lífið Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn Lífið Fleiri fréttir Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Sjá meira
„Þetta hefur alltaf blundað svolítið í mér frá því maður var að velja sér framhaldsskóla hérna í denn en ákvað þá að fara hefðbundnu leiðina í stúdentinn,“ segir Ási eins og hann er iðulega kallaður. Hann segir námið leggjast vel í sig. Námið fer vel af stað að sögn Ása.Ási „Þetta er bara búið að vera mánuður en mér finnst allt mjög skemmtilegt. Ég hélt að ég myndi frekar vera í herraklippingunum en er ansi lunkinn í skvísuklippingunum líka. Við höfum nú þegar verið að rótarlita og læra að fade-a,“ segir Ási. Hann útskýrir að fade er klipping á stuttu hári þar sem gætt er að því að láta hárið verða jafnt en ekki í stalli. Ási er leikari að mennt og hefur starfað sem slíkur ásamt því að halda úti leik- og sönglistarnámskeiðum fyrir börn. Hann fór með hlutverk í hinu geysivinsæla barnaleikriti Langelstur að eilífu, eftir samnefndri bók Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í fyrra. Gamall félagi innsblástur Að sögn Ása ákvað hann að elta drauminn þegar hann gat stjórnað eigin vinnutíma. „Ég stjórna tímanum mínum sjálfur og get unnið eftir fjögur og þannig. Námið er mikil skuldbinding vegna viðveru þar sem við erum í ákveðnu hraðferðsnámi,“ segir Ási sem er þegar kominn á fullt skrið í vettvangsnám á stofu. Ási ásamt frænda sínum Jonna.Ási „Ég er hjá Herramönnum í Hamraborg þar sem gamall félagi minn starfar. Hann tók sömu u-beygju og ég í lífinu og má segja að hann hafi verið mér ákveðinn innblástur að stökkva út í djúpu laugina eftir að hafa sagt skilið við viðskiptageirann. Spurður hvort hárgreiðslan hafi áhrif á traust fólks segir Ási hann ekki hafa áhyggjur af því. Ánægðir með afraksturinn.Ási „Ég nota allan minn sannfæringarmátt þegar fólk sest í stólinn hjá sköllóttum hárgreiðslumanni,“ segir hann og hlær: „Eins og einhver sagði: Byrjið að fá þá sem elska ykkur mest, þau fyrirgefa ykkur mistökin,“ segir Ási léttur í lokin.
Tímamót Hár og förðun Mest lesið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Menning Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Lífið „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Lífið Að hætta kvöld- og næturvafrinu Áskorun „Sorgleg þróun“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Kanye og Censori séu við það að skilja Lífið Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn Lífið Fleiri fréttir Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Sjá meira