Innlent

Sektunum fjölgar á sunnu­daginn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þetta stæði er P4 og verður enn ókeypis að leggja þar.
Þetta stæði er P4 og verður enn ókeypis að leggja þar. Vísir/Vilhelm

Tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum P1 og P2 hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur gjaldskyldutími verið lengdur á bæði virkum dögum og sunnudögum. 

Yfirlit yfir breytingarnar má sjá hér fyrir neðan.

  • Gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verður lengdur til klukkan 21, bæði á virkum dögum og á laugardögum.
  • Að auki verður tekin upp gjaldskylda á gjaldsvæðum P1 og P2 á milli klukkan 10 og 21 á sunnudögum.
  • Gjaldskyldutími á gjaldsvæði 3 verður 9-18 virka daga.

Handhafar stæðiskorts hreyfihamlaðra leggja gjaldfrjálst í bílastæði hvort sem þau eru merkt hreyfihömluðum eða ekki og gildir hámarkstími á gjaldsvæði P1 ekki fyrir þá.

Verið er að vinna að því að breyta tæplega þrjú hundruð skiltum í borginni þar sem upplýsingar um stæðisgjöld koma fram.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.