Waldorfskólinn braut lög og slegið á fingur Kópavogsbæjar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 10:22 Waldorfskólinn í Lækjarbotnum starfar á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Waldorfskólinn Waldorfskólinn í Lækjarbotnum braut lög er umsóknum þriggja barna um skólavist var hafnað. Kópavogsbær sinnti ekki eftirlitsskyldu sinni í málinu. Þetta er niðurstaða í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Komst málið inn á borð ráðuneytisins í maí á síðasta ári eftir að umsókn barnanna þriggja um skólavist hafði verið hafnað. Kærandi í málinu er foreldri barnanna en hafði það áður starfað í öðrum skóla sem rekinn er í nánu samstarfi við Waldorfskólann. Ekkert traust Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna kom fram að skólastjóri hafi metið aðstæður þannig að ekki lægi fyrir það traust milli aðila sem þarf til. Var hluti af þeirri ástæðu að skólinn taldi að koma foreldri barnanna inn í skólastarfið myndi hafa áhrif á innra starf leikskólans og grunnskólans. Var foreldrinu bent á að hafa samband við fræðslusvið Kópavogsbæjar ef það væri ósátt við úrvinnslu eða niðurstöðu málsins. Starfar skólinn á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Svaraði bærinn foreldrinu þannig að skólinn sé einkarekinn grunnskóli sem heyri ekki undir sveitarfélaginu. Það hafi hvorki boðvald yfir skólanum né stjórn á innritun inn í skólann. Skólinn annast innritun Í niðurstöðum ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt þjónustusamningnum annast skólinn sjálfur innritun nemenda og setur skólinn sér sjálfur innritunarreglur. Hluta úr þeim má lesa hér fyrir neðan. að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum. Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna er ekki vísað til þeirra skilyrða sem finna má í reglunum. Með því að fara ekki eftir eigin innritunarreglum er það því niðurstaða ráðuneytisins að synjunin hafi ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi Kópavogsbær einnig ekki sinnt sínum skyldum þegar bærinn sagðist skorta heimildir til þess að bregðast við erindinu. Er skólinn með lögbundna eftirlitsskyldu með sjálfstætt reknum grunnskólum sem gerðir hafa verið þjónustusamningar við. Leggur ráðuneytið fyrir sveitarfélaginu að hafa eftirlitshlutverk sitt í huga vegna starfsemi sjálfstætt rekna grunnskóla. Er ákvörðun Waldorfskóla í Lækjarbotnum um synjun á umsóknum barnanna um skólavist því felld úr gildi. Skóla - og menntamál Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Þetta er niðurstaða í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Komst málið inn á borð ráðuneytisins í maí á síðasta ári eftir að umsókn barnanna þriggja um skólavist hafði verið hafnað. Kærandi í málinu er foreldri barnanna en hafði það áður starfað í öðrum skóla sem rekinn er í nánu samstarfi við Waldorfskólann. Ekkert traust Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna kom fram að skólastjóri hafi metið aðstæður þannig að ekki lægi fyrir það traust milli aðila sem þarf til. Var hluti af þeirri ástæðu að skólinn taldi að koma foreldri barnanna inn í skólastarfið myndi hafa áhrif á innra starf leikskólans og grunnskólans. Var foreldrinu bent á að hafa samband við fræðslusvið Kópavogsbæjar ef það væri ósátt við úrvinnslu eða niðurstöðu málsins. Starfar skólinn á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Svaraði bærinn foreldrinu þannig að skólinn sé einkarekinn grunnskóli sem heyri ekki undir sveitarfélaginu. Það hafi hvorki boðvald yfir skólanum né stjórn á innritun inn í skólann. Skólinn annast innritun Í niðurstöðum ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt þjónustusamningnum annast skólinn sjálfur innritun nemenda og setur skólinn sér sjálfur innritunarreglur. Hluta úr þeim má lesa hér fyrir neðan. að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum. Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna er ekki vísað til þeirra skilyrða sem finna má í reglunum. Með því að fara ekki eftir eigin innritunarreglum er það því niðurstaða ráðuneytisins að synjunin hafi ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi Kópavogsbær einnig ekki sinnt sínum skyldum þegar bærinn sagðist skorta heimildir til þess að bregðast við erindinu. Er skólinn með lögbundna eftirlitsskyldu með sjálfstætt reknum grunnskólum sem gerðir hafa verið þjónustusamningar við. Leggur ráðuneytið fyrir sveitarfélaginu að hafa eftirlitshlutverk sitt í huga vegna starfsemi sjálfstætt rekna grunnskóla. Er ákvörðun Waldorfskóla í Lækjarbotnum um synjun á umsóknum barnanna um skólavist því felld úr gildi.
að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum.
Skóla - og menntamál Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira