Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Sunna Sæmundsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 25. september 2023 21:01 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir, kallar eftir reglugerð um notkun fylliefna. vísir/Vilhelm Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. Fegrunarmeðferðir sem felast í að fylliefnum er sprautað í andlit eða varir njóta sívaxandi vinsælda. Læknir sem lagfærir reglulega mistök sem hafa verið gerð við meðferðina bendir á að fylliefnið sé verksmiðjuframleitt gel sem geti verið mjög varasamt. „Ef þú setur þetta gel inn í slagæð óvart, sem getur getur alltaf komið fyrir hjá hvaða aðila sem er, hversu fær sem hann er eða þjálfaður að þá geturðu lokað fyrir blóðflæði inn til húðarinnar á þeim stað sem sú slagæð nærir og þá verður náttúrulega bara drep í þeim vef,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Þrátt fyrir þetta gilda engar reglur um notkunina og er meðferðin ýmist í boði hjá læknum sem eru undir eftirliti landlæknis, hjá ófaglærðu fólki á snyrtistofum - og jafnvel í heimahúsum. „Í nágrannalöndum sem við viljum nú oft bera okkur saman við, það eru Svíþjóð, Noregur og Danmörk, þar eru strangar reglugerðir um það hverjir mega sprauta. Það er þá þannig að það eru læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem mega sprauta og hjúkrunarfræðingar verða að vera með lækni með sér. Eru einhver viðurlög við þessu? Það er sjö ára fangelsi til dæmis í Svíþjóð ef þú brýtur þessa reglugerð.“ Hýalúronídasi er undanþágulyf sem einungis læknar mega nota. Það er samt sem áður víða í notkun á snyrtistofum og hjá ófaglærðu fólki.vísir Fólk að missa hluta af andlitinu Stór ástæða þess að strangar reglur hafa sums staðar verið settar er sú að grípa þarf tafarlaust inn í þegar þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá er notað efni sem heitir Hýalúrónídasi til leysa upp fyllinguna en það er undanþágulyf sem eingunis læknar mega nota. Þrátt fyrir þetta er efnið víða í dreifingu og notað af fóki sem hefur enga heimild til þess - líkt og símtöl, sem er nánar greint frá í Kompás, sýna fram á. Ef ekkert er gert? Gætum við séð dauðsfall? Hversu langt getur þetta gengið? ,,Já að sjálfsögðu. Ef við tökum Bretland sem dæmi þar sem er algjört stjórnleysi, hver sem er getur sprautað, fylgikvillarnir sem þeir eru að eiga við þarna. Það eru aðilar að koma til læknis og búnir að missa hluta af andlitinu. Drep komið af því þeir eru í sambandi við ófaglærða aðila og þeir segja þeim bara að bíða og bíða þar til að vefurinn dettur af þeim. Að við þurfum að bíða eftir að eitthvað svona alvarlegt gerist er náttúrulega fáranlegt,“ segir Jenna. Í Kompás er fjallað um fylliefnabransann á Íslandi þar sem ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki - og rætt við Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kompás var sýndur að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld og verður aðgengilegur á Vísi í fyrramálið. Kompás Lýtalækningar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Fegrunarmeðferðir sem felast í að fylliefnum er sprautað í andlit eða varir njóta sívaxandi vinsælda. Læknir sem lagfærir reglulega mistök sem hafa verið gerð við meðferðina bendir á að fylliefnið sé verksmiðjuframleitt gel sem geti verið mjög varasamt. „Ef þú setur þetta gel inn í slagæð óvart, sem getur getur alltaf komið fyrir hjá hvaða aðila sem er, hversu fær sem hann er eða þjálfaður að þá geturðu lokað fyrir blóðflæði inn til húðarinnar á þeim stað sem sú slagæð nærir og þá verður náttúrulega bara drep í þeim vef,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Þrátt fyrir þetta gilda engar reglur um notkunina og er meðferðin ýmist í boði hjá læknum sem eru undir eftirliti landlæknis, hjá ófaglærðu fólki á snyrtistofum - og jafnvel í heimahúsum. „Í nágrannalöndum sem við viljum nú oft bera okkur saman við, það eru Svíþjóð, Noregur og Danmörk, þar eru strangar reglugerðir um það hverjir mega sprauta. Það er þá þannig að það eru læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem mega sprauta og hjúkrunarfræðingar verða að vera með lækni með sér. Eru einhver viðurlög við þessu? Það er sjö ára fangelsi til dæmis í Svíþjóð ef þú brýtur þessa reglugerð.“ Hýalúronídasi er undanþágulyf sem einungis læknar mega nota. Það er samt sem áður víða í notkun á snyrtistofum og hjá ófaglærðu fólki.vísir Fólk að missa hluta af andlitinu Stór ástæða þess að strangar reglur hafa sums staðar verið settar er sú að grípa þarf tafarlaust inn í þegar þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá er notað efni sem heitir Hýalúrónídasi til leysa upp fyllinguna en það er undanþágulyf sem eingunis læknar mega nota. Þrátt fyrir þetta er efnið víða í dreifingu og notað af fóki sem hefur enga heimild til þess - líkt og símtöl, sem er nánar greint frá í Kompás, sýna fram á. Ef ekkert er gert? Gætum við séð dauðsfall? Hversu langt getur þetta gengið? ,,Já að sjálfsögðu. Ef við tökum Bretland sem dæmi þar sem er algjört stjórnleysi, hver sem er getur sprautað, fylgikvillarnir sem þeir eru að eiga við þarna. Það eru aðilar að koma til læknis og búnir að missa hluta af andlitinu. Drep komið af því þeir eru í sambandi við ófaglærða aðila og þeir segja þeim bara að bíða og bíða þar til að vefurinn dettur af þeim. Að við þurfum að bíða eftir að eitthvað svona alvarlegt gerist er náttúrulega fáranlegt,“ segir Jenna. Í Kompás er fjallað um fylliefnabransann á Íslandi þar sem ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki - og rætt við Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kompás var sýndur að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld og verður aðgengilegur á Vísi í fyrramálið.
Kompás Lýtalækningar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira