Samkvæmt upplýsingum frá Breka Logasyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, var um að ræða háspennubilun.
Hann sagði ómögulegt að segja til um hve lengi sú viðgerð muni taka. Viðgerðin tók rúma klukkustund og komst rafmagn aftur á klukkan 19:10.
Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2 og Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva í rekstri Sýn. Tafir hafa orðið á útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysisins.
Fréttin hefur verið uppfærð þar sem rafmagn er aftur komið á.