Hönnunarparadís í Hafnarfirði Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. september 2023 16:31 Húsið var endurhannað að innan af Sæju innanhúshönnuði árið 2017. Eignamiðlun Í miðbæ Hafnarfjarðar er einstakt hönnunarhús til sölu. Húsið var byggt árið 1948 teiknað af Kjartani Sveinssyni og endurhannað af einum þekktasta innanhúshönnuði landsins, Sæbjörgu Guðjónsdóttur eða Sæju, árið 2017. Ásett verð fyrir eignina eru 189 milljónir. Húsið er 325,5 fermetrar að stærð á þremur hæðum staðsett á stórri og skjólsælli lóð þar sem langt er í næstu hús. Húsið er við Mánastíg í Hafnarfirði.Eignamiðlun Gengið er upp tröppur að aðalinngangi og miðhæð hússins sem samanstendur af eldhúsi, tveimur stofum með fallegum rennihurðum, baðherbergi og stórri hjónasvítu með fataherbergi. Þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Alls eru sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi í eigninni. Gengið er upp upphitaðar útitröppur að aðalinngangi á miðhæð.Eginamiðlun Hjónin og eigendur hússins eru Signý Jóna Tryggvadóttir, fræðslustjóri starfsmannasviðs Daga, og Einar Númi Sveinsson, fjármálaráðgjafi hjá SDG. Þau festu kaup á eigninni árið 2016 og fengu Sæju til liðs við sig með það að markmiði að sameina ólíkan smekk hjónanna í innanhússtíl. „Ég vil hafa allt ótrúlega dökkt, helst svart á svart, en hann er svolítið skandinavískur, vill hafa allt ljóst og stílhreint,“ segir Signý Jóna í þættinum Heimsókn hjá Sindra Sindrasyni í febrúar 2019. „Það var ótrúlega góð lending að fá hana til að hjálpa okkur.“ Dökkur viður og ljósir veggir Heimilið er stílhreint en hlýlegt þar sem ljósir veggir, dökkur viður og bláir litatónar mynda stórglæsilega heildarmynd en viðheldur tengingunni við upprunanlegan stíl hússins. Eldhús er með fallegri innréttingu og borðplötum úr marmara sem einnig er sætisaðstaða við.Eignamiðlun Í eldhúsi er dökk innrétting úr svarbæsuðum ask og hvítur marmari á borðum. Á gólfum er merbau parket í herringbone mynstri bæsað í dökkum lit. Baðherbergi miðhæðarinnar er sannkallaður draumur með innréttingu úr marmara, tveimur sturtum og flísum hólf í gólf. Formfagur stigi með svartlökkuðu handriði og franskir gluggar leiða upp í ris hússins sem samsanstendur af sjónvarpsstofu, baðherbergi og svefnherbergi. Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis. Opið er á milli stofu og borðstofu.Eignamiðlun Stofurnar eru tvær og hægt er að loka á milli með fallegum rennihurðum.Eignamiðlun Stofan er björt og opin með fallegu dökku parketi.Eignamiðlun Rúmgóðar svalir.Eignamiðlun Baðherbergi er einkar glæsilegt með tveimur sturtuhausum.Eignamiðlun Hjónaherbergi er á aðalhæðinni.Eignamiðlun Stórt og glæsilegt hjónaherberbergi með samtengdu fataherbergi og útgengi út á svalir.Eignamiðlun Gengið er upp einstaklega fallegan tréstiga upp í risið.Eignamiðlun Á efri hæðinni er parketlagt sjónvarpsrými, tvö parketlögð svefnherbergi og baðherbergi með salerni og vask.Eignamiðlun Sex svefnherbergi eru í húsinu.Eignamiðlun Skrifstofan er innréttuð á smekklegan hátt með bláum lit á veggjum.Eignamiðlun Á neðri hæð hússins er flísalagt baðherbergi með sturtu og saunu, þar inn af er rúmgott þvottahús.Eignamiðlun Fasteignamarkaður Hafnarfjörður Tíska og hönnun Arkitektúr Tengdar fréttir Signý Jóna opnar dyrnar að fallegu heimili sínu í Hafnarfirði Þættirnir Heimsókn með Sindra Sindrasyni hófu göngu sína fyrir sjö árum síðar og eru þættirnir í dag orðnir yfir 130. 18. febrúar 2019 10:30 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Húsið er 325,5 fermetrar að stærð á þremur hæðum staðsett á stórri og skjólsælli lóð þar sem langt er í næstu hús. Húsið er við Mánastíg í Hafnarfirði.Eignamiðlun Gengið er upp tröppur að aðalinngangi og miðhæð hússins sem samanstendur af eldhúsi, tveimur stofum með fallegum rennihurðum, baðherbergi og stórri hjónasvítu með fataherbergi. Þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Alls eru sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi í eigninni. Gengið er upp upphitaðar útitröppur að aðalinngangi á miðhæð.Eginamiðlun Hjónin og eigendur hússins eru Signý Jóna Tryggvadóttir, fræðslustjóri starfsmannasviðs Daga, og Einar Númi Sveinsson, fjármálaráðgjafi hjá SDG. Þau festu kaup á eigninni árið 2016 og fengu Sæju til liðs við sig með það að markmiði að sameina ólíkan smekk hjónanna í innanhússtíl. „Ég vil hafa allt ótrúlega dökkt, helst svart á svart, en hann er svolítið skandinavískur, vill hafa allt ljóst og stílhreint,“ segir Signý Jóna í þættinum Heimsókn hjá Sindra Sindrasyni í febrúar 2019. „Það var ótrúlega góð lending að fá hana til að hjálpa okkur.“ Dökkur viður og ljósir veggir Heimilið er stílhreint en hlýlegt þar sem ljósir veggir, dökkur viður og bláir litatónar mynda stórglæsilega heildarmynd en viðheldur tengingunni við upprunanlegan stíl hússins. Eldhús er með fallegri innréttingu og borðplötum úr marmara sem einnig er sætisaðstaða við.Eignamiðlun Í eldhúsi er dökk innrétting úr svarbæsuðum ask og hvítur marmari á borðum. Á gólfum er merbau parket í herringbone mynstri bæsað í dökkum lit. Baðherbergi miðhæðarinnar er sannkallaður draumur með innréttingu úr marmara, tveimur sturtum og flísum hólf í gólf. Formfagur stigi með svartlökkuðu handriði og franskir gluggar leiða upp í ris hússins sem samsanstendur af sjónvarpsstofu, baðherbergi og svefnherbergi. Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis. Opið er á milli stofu og borðstofu.Eignamiðlun Stofurnar eru tvær og hægt er að loka á milli með fallegum rennihurðum.Eignamiðlun Stofan er björt og opin með fallegu dökku parketi.Eignamiðlun Rúmgóðar svalir.Eignamiðlun Baðherbergi er einkar glæsilegt með tveimur sturtuhausum.Eignamiðlun Hjónaherbergi er á aðalhæðinni.Eignamiðlun Stórt og glæsilegt hjónaherberbergi með samtengdu fataherbergi og útgengi út á svalir.Eignamiðlun Gengið er upp einstaklega fallegan tréstiga upp í risið.Eignamiðlun Á efri hæðinni er parketlagt sjónvarpsrými, tvö parketlögð svefnherbergi og baðherbergi með salerni og vask.Eignamiðlun Sex svefnherbergi eru í húsinu.Eignamiðlun Skrifstofan er innréttuð á smekklegan hátt með bláum lit á veggjum.Eignamiðlun Á neðri hæð hússins er flísalagt baðherbergi með sturtu og saunu, þar inn af er rúmgott þvottahús.Eignamiðlun
Fasteignamarkaður Hafnarfjörður Tíska og hönnun Arkitektúr Tengdar fréttir Signý Jóna opnar dyrnar að fallegu heimili sínu í Hafnarfirði Þættirnir Heimsókn með Sindra Sindrasyni hófu göngu sína fyrir sjö árum síðar og eru þættirnir í dag orðnir yfir 130. 18. febrúar 2019 10:30 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Signý Jóna opnar dyrnar að fallegu heimili sínu í Hafnarfirði Þættirnir Heimsókn með Sindra Sindrasyni hófu göngu sína fyrir sjö árum síðar og eru þættirnir í dag orðnir yfir 130. 18. febrúar 2019 10:30