Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2023 09:52 Nýtt fangelsi verður byggt á Litla-Hrauni sem á að koma í staðinn fyrir núverandi fangelsi. Vísir/Vilhelm Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. Á blaðamannafundinum var greint frá því að að ítarleg skoðun og greining á aðstöðunni á Litla-Hrauni væri nú að baki. Niðurstaðan væri sú að nauðsynlegt væri að ráðast í byggingu nýs fangelsis sem eigi að koma í staðinn fyrir aðstöðuna sem nú er á Litla Hrauni. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við eldra húsnæðið en frelsissviptir verða hið minnsta ekki vistaðir þar. Áherslu á að leggja á bætt öryggi fanga og starfsfólks fangelsa en jafnframt bættan aðbúnað heimsóknargesta, þar sem gætt verður sérstaklega að þörfum barna. Áætlaður kostnaður við byggingu nýs fangelsis er um sjö milljarðar króna og undirbúningur verður strax hafinn.l Við uppbygginguna á að leggja sérstaka áherslu á nútímaþekkingu á sviði betrunar og öryggismála, að því er fram kom í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í morgun. Hagkvæmara að byggja frá grunni Guðrún segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki svarað kostnaði að gera endurbætur á núverandi húsnæði. „Ríkisstjórnin var búin að ákveða það að setja rúma tvo milljarða í endurbætur hér á Litla-Hrauni. Framkvæmdasýsla ríkisins er búin að vera með það verkefni undanfarna mánuði. Það er niðurstaðan að húsakostur hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur. Litla-Hraun hefur verið byggt á mismunandi tíma. Fyrsta húsið var byggt árið 1929 og þá ekki einu sinni sem fangelsi, heldur sem sjúkrahús. Allar götur síðan höfum við verið að byggja hér við og hnýta saman mismunandi byggingar. Það hefur aldrei verið farið í heildræna uppbyggingu hér á fangelsi með öllum þeim þörfum sem það inniheldur,“ segir Guðrún. „Þannig að það er niðurstaða okkar að það svari ekki kostnaði að setja svona mikið fé í endurbætur heldur er það niðurstaðan að byggja nýtt fangelsi frá grunni.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni.vísir/Margrét Björk Þá á að fjölga opnum rýmum í fangelsinu á Sogni og verða fjórtán ný rými tekin í notkun á næstu mánuðum. Þar eru fyrir 21 rými og er því um töluverða stækkun að ræða. Kostnaður við þá uppbyggingu er sögð nema um 350 milljónum króna. Með þessu á meðal annars að bregðast við ábendingum frá Umboðsmanni Alþingis varðandi stöðu kvenna í fangelsum en í nýlegri skýrslu kom fram að hún væri lakari en staða karla. Með þessu á að auka möguleika kvenna á að taka út vistun sína í viðeigandi aðstæðum, að því er fram kom á fundinum í morgun. Áhersla á betrun Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins á að endurskoða lög um fullnustu refsinga með áherslu á betrun og nútímalega nálgun. Endurskoðunin er sögð tímabær í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslna eftirlitsstofnana þingsins og alþjóðlegra eftirlitsstofnana. Fangelsismál Árborg Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Á blaðamannafundinum var greint frá því að að ítarleg skoðun og greining á aðstöðunni á Litla-Hrauni væri nú að baki. Niðurstaðan væri sú að nauðsynlegt væri að ráðast í byggingu nýs fangelsis sem eigi að koma í staðinn fyrir aðstöðuna sem nú er á Litla Hrauni. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við eldra húsnæðið en frelsissviptir verða hið minnsta ekki vistaðir þar. Áherslu á að leggja á bætt öryggi fanga og starfsfólks fangelsa en jafnframt bættan aðbúnað heimsóknargesta, þar sem gætt verður sérstaklega að þörfum barna. Áætlaður kostnaður við byggingu nýs fangelsis er um sjö milljarðar króna og undirbúningur verður strax hafinn.l Við uppbygginguna á að leggja sérstaka áherslu á nútímaþekkingu á sviði betrunar og öryggismála, að því er fram kom í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í morgun. Hagkvæmara að byggja frá grunni Guðrún segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki svarað kostnaði að gera endurbætur á núverandi húsnæði. „Ríkisstjórnin var búin að ákveða það að setja rúma tvo milljarða í endurbætur hér á Litla-Hrauni. Framkvæmdasýsla ríkisins er búin að vera með það verkefni undanfarna mánuði. Það er niðurstaðan að húsakostur hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur. Litla-Hraun hefur verið byggt á mismunandi tíma. Fyrsta húsið var byggt árið 1929 og þá ekki einu sinni sem fangelsi, heldur sem sjúkrahús. Allar götur síðan höfum við verið að byggja hér við og hnýta saman mismunandi byggingar. Það hefur aldrei verið farið í heildræna uppbyggingu hér á fangelsi með öllum þeim þörfum sem það inniheldur,“ segir Guðrún. „Þannig að það er niðurstaða okkar að það svari ekki kostnaði að setja svona mikið fé í endurbætur heldur er það niðurstaðan að byggja nýtt fangelsi frá grunni.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni.vísir/Margrét Björk Þá á að fjölga opnum rýmum í fangelsinu á Sogni og verða fjórtán ný rými tekin í notkun á næstu mánuðum. Þar eru fyrir 21 rými og er því um töluverða stækkun að ræða. Kostnaður við þá uppbyggingu er sögð nema um 350 milljónum króna. Með þessu á meðal annars að bregðast við ábendingum frá Umboðsmanni Alþingis varðandi stöðu kvenna í fangelsum en í nýlegri skýrslu kom fram að hún væri lakari en staða karla. Með þessu á að auka möguleika kvenna á að taka út vistun sína í viðeigandi aðstæðum, að því er fram kom á fundinum í morgun. Áhersla á betrun Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins á að endurskoða lög um fullnustu refsinga með áherslu á betrun og nútímalega nálgun. Endurskoðunin er sögð tímabær í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslna eftirlitsstofnana þingsins og alþjóðlegra eftirlitsstofnana.
Fangelsismál Árborg Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent