Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2023 09:52 Nýtt fangelsi verður byggt á Litla-Hrauni sem á að koma í staðinn fyrir núverandi fangelsi. Vísir/Vilhelm Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. Á blaðamannafundinum var greint frá því að að ítarleg skoðun og greining á aðstöðunni á Litla-Hrauni væri nú að baki. Niðurstaðan væri sú að nauðsynlegt væri að ráðast í byggingu nýs fangelsis sem eigi að koma í staðinn fyrir aðstöðuna sem nú er á Litla Hrauni. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við eldra húsnæðið en frelsissviptir verða hið minnsta ekki vistaðir þar. Áherslu á að leggja á bætt öryggi fanga og starfsfólks fangelsa en jafnframt bættan aðbúnað heimsóknargesta, þar sem gætt verður sérstaklega að þörfum barna. Áætlaður kostnaður við byggingu nýs fangelsis er um sjö milljarðar króna og undirbúningur verður strax hafinn.l Við uppbygginguna á að leggja sérstaka áherslu á nútímaþekkingu á sviði betrunar og öryggismála, að því er fram kom í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í morgun. Hagkvæmara að byggja frá grunni Guðrún segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki svarað kostnaði að gera endurbætur á núverandi húsnæði. „Ríkisstjórnin var búin að ákveða það að setja rúma tvo milljarða í endurbætur hér á Litla-Hrauni. Framkvæmdasýsla ríkisins er búin að vera með það verkefni undanfarna mánuði. Það er niðurstaðan að húsakostur hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur. Litla-Hraun hefur verið byggt á mismunandi tíma. Fyrsta húsið var byggt árið 1929 og þá ekki einu sinni sem fangelsi, heldur sem sjúkrahús. Allar götur síðan höfum við verið að byggja hér við og hnýta saman mismunandi byggingar. Það hefur aldrei verið farið í heildræna uppbyggingu hér á fangelsi með öllum þeim þörfum sem það inniheldur,“ segir Guðrún. „Þannig að það er niðurstaða okkar að það svari ekki kostnaði að setja svona mikið fé í endurbætur heldur er það niðurstaðan að byggja nýtt fangelsi frá grunni.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni.vísir/Margrét Björk Þá á að fjölga opnum rýmum í fangelsinu á Sogni og verða fjórtán ný rými tekin í notkun á næstu mánuðum. Þar eru fyrir 21 rými og er því um töluverða stækkun að ræða. Kostnaður við þá uppbyggingu er sögð nema um 350 milljónum króna. Með þessu á meðal annars að bregðast við ábendingum frá Umboðsmanni Alþingis varðandi stöðu kvenna í fangelsum en í nýlegri skýrslu kom fram að hún væri lakari en staða karla. Með þessu á að auka möguleika kvenna á að taka út vistun sína í viðeigandi aðstæðum, að því er fram kom á fundinum í morgun. Áhersla á betrun Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins á að endurskoða lög um fullnustu refsinga með áherslu á betrun og nútímalega nálgun. Endurskoðunin er sögð tímabær í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslna eftirlitsstofnana þingsins og alþjóðlegra eftirlitsstofnana. Fangelsismál Árborg Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Á blaðamannafundinum var greint frá því að að ítarleg skoðun og greining á aðstöðunni á Litla-Hrauni væri nú að baki. Niðurstaðan væri sú að nauðsynlegt væri að ráðast í byggingu nýs fangelsis sem eigi að koma í staðinn fyrir aðstöðuna sem nú er á Litla Hrauni. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við eldra húsnæðið en frelsissviptir verða hið minnsta ekki vistaðir þar. Áherslu á að leggja á bætt öryggi fanga og starfsfólks fangelsa en jafnframt bættan aðbúnað heimsóknargesta, þar sem gætt verður sérstaklega að þörfum barna. Áætlaður kostnaður við byggingu nýs fangelsis er um sjö milljarðar króna og undirbúningur verður strax hafinn.l Við uppbygginguna á að leggja sérstaka áherslu á nútímaþekkingu á sviði betrunar og öryggismála, að því er fram kom í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í morgun. Hagkvæmara að byggja frá grunni Guðrún segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki svarað kostnaði að gera endurbætur á núverandi húsnæði. „Ríkisstjórnin var búin að ákveða það að setja rúma tvo milljarða í endurbætur hér á Litla-Hrauni. Framkvæmdasýsla ríkisins er búin að vera með það verkefni undanfarna mánuði. Það er niðurstaðan að húsakostur hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur. Litla-Hraun hefur verið byggt á mismunandi tíma. Fyrsta húsið var byggt árið 1929 og þá ekki einu sinni sem fangelsi, heldur sem sjúkrahús. Allar götur síðan höfum við verið að byggja hér við og hnýta saman mismunandi byggingar. Það hefur aldrei verið farið í heildræna uppbyggingu hér á fangelsi með öllum þeim þörfum sem það inniheldur,“ segir Guðrún. „Þannig að það er niðurstaða okkar að það svari ekki kostnaði að setja svona mikið fé í endurbætur heldur er það niðurstaðan að byggja nýtt fangelsi frá grunni.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni.vísir/Margrét Björk Þá á að fjölga opnum rýmum í fangelsinu á Sogni og verða fjórtán ný rými tekin í notkun á næstu mánuðum. Þar eru fyrir 21 rými og er því um töluverða stækkun að ræða. Kostnaður við þá uppbyggingu er sögð nema um 350 milljónum króna. Með þessu á meðal annars að bregðast við ábendingum frá Umboðsmanni Alþingis varðandi stöðu kvenna í fangelsum en í nýlegri skýrslu kom fram að hún væri lakari en staða karla. Með þessu á að auka möguleika kvenna á að taka út vistun sína í viðeigandi aðstæðum, að því er fram kom á fundinum í morgun. Áhersla á betrun Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins á að endurskoða lög um fullnustu refsinga með áherslu á betrun og nútímalega nálgun. Endurskoðunin er sögð tímabær í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslna eftirlitsstofnana þingsins og alþjóðlegra eftirlitsstofnana.
Fangelsismál Árborg Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira