Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum ræðum við við Ingunni Björnsdóttur sem var stungin sextán sinnum af nemanda sínum í ofsafenginni hnífaárás í Noregi fyrir mánuði síðan. Hún segir skjót viðbrögð hafa bjargað lífi sínu og ber engan kala til árásarmannsins.

Við sýnum myndefni af Bandarísku geimfari sem lenti við mikinn fögnuð á jörðinni í dag. Sjö ár eru síðan hylkið var sent út í geim til að safna sýnum úr smástirni sem geta varpað ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist.

Rauði krossinn rekur stærsta söfnunarkerfi fyrir notaðan fatnað og textíl á Íslandi. Verkefnið var nýlega tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs en í ár er þema verðlaunanna líftími textíls.

Þá heyrum við í 95 ára Serba sem stundar klifur af kappi og ræðum við fjórtán ára kvikmyndagerðarmann í beinni útsendingu.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×