Lilja Hrönn kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 21:34 Lilja Hrönn var kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks í dag. Aðsent Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, 22 ára laganemi og nemi í sjávarútvegsfræði var kjörin forseti Ungs Jafnaðarfólks í dag. Hún tekur við af Arnóri Heiðari Benónýssyni, kennaranema, sem hefur gegnt embættinu undanfarið ár. Landsþing Ungs jafnaðarfólk var haldið í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, í dag. Kosið var um forseta Ungra Jafnaðarmann og í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn ungliðahreyfingarinnar. „Næstu misseri hjá Ungu jafnaðarfólki verða spennandi, bæði vegna ástandsins í stjórnmálum á Íslandi og aukins áhuga ungs fólks á jafnaðarstefnunni. Stjórnleysi ríkisstjórnarinnar, sem UJ hefur margoft bent á, eykur hvorki traust ungs fólks á stjórnmálum né skilar neinum árangri í átt að bættu samfélagi. Bakslagið í mannréttindabaráttu undanfarið er sláandi og mun ég einblína á að Ungt jafnaðarfólk haldi áfram að beita sér fyrir þessum kjarnamálum jafnaðarstefnunnar og að UJ sé aðhald við ríkjandi öfl og flokkinn okkar,“ sagði Lilja í tilefni kjörsins. Lilja Hrönn, nýkjörinn forseti UJ, ásamt Arnóri Ben, fráfarandi forseta.Aðsent Mikilvægt að hjartað gleymist ekki í pólitíkinni Á landsþinginu voru veitt félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks árið 2023 en Helga Vala Helgadóttir hlaut þau. Helga Vala sagði að sér þætti einstaklega vænt um að fá verðlaunin enda liti hún svo á að UJ væri samviska flokksins – „hjartað sem er svo mikilvægt að gleymist ekki í pólitíkinni“. Helga Vala hlaut félagshyggjuverðlaun UJ árið 2023.Aðsent Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sat fyrir svörum undir liðnum „Jói í hitasætinu“ þar sem hann var spurður krefjandi spurninga úr sal, meðal annars út í mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við mismunandi flokka og hvernig flokkurinn hyggst brjótast út úr bergmálshellinum. Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin: Ármann Leifsson; Brynjar Bragi Einarsson, framhaldsskólafulltrúi; Gunnar Örn Stephensen; Jóhannes Óli Sveinsson; Kolbrún Lára Kjartansdóttir; Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti; Soffía Svanhvít Árnadóttir og Una María Óðinsdóttir. Í miðstjórn UJ voru kjörin: Agla Arnars Katrínardóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Arnór Heiðar Benónýsson, Auður Brynjólfsdóttir, Elmar Atli Arnarsson, Gréta Dögg Þórisdóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson, Óli Valur Pétursson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sigurður Einarsson Mantyla, Stefán Pettersson og Þórhallur Valur Benónýsson. Samfylkingin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira
Landsþing Ungs jafnaðarfólk var haldið í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, í dag. Kosið var um forseta Ungra Jafnaðarmann og í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn ungliðahreyfingarinnar. „Næstu misseri hjá Ungu jafnaðarfólki verða spennandi, bæði vegna ástandsins í stjórnmálum á Íslandi og aukins áhuga ungs fólks á jafnaðarstefnunni. Stjórnleysi ríkisstjórnarinnar, sem UJ hefur margoft bent á, eykur hvorki traust ungs fólks á stjórnmálum né skilar neinum árangri í átt að bættu samfélagi. Bakslagið í mannréttindabaráttu undanfarið er sláandi og mun ég einblína á að Ungt jafnaðarfólk haldi áfram að beita sér fyrir þessum kjarnamálum jafnaðarstefnunnar og að UJ sé aðhald við ríkjandi öfl og flokkinn okkar,“ sagði Lilja í tilefni kjörsins. Lilja Hrönn, nýkjörinn forseti UJ, ásamt Arnóri Ben, fráfarandi forseta.Aðsent Mikilvægt að hjartað gleymist ekki í pólitíkinni Á landsþinginu voru veitt félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks árið 2023 en Helga Vala Helgadóttir hlaut þau. Helga Vala sagði að sér þætti einstaklega vænt um að fá verðlaunin enda liti hún svo á að UJ væri samviska flokksins – „hjartað sem er svo mikilvægt að gleymist ekki í pólitíkinni“. Helga Vala hlaut félagshyggjuverðlaun UJ árið 2023.Aðsent Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sat fyrir svörum undir liðnum „Jói í hitasætinu“ þar sem hann var spurður krefjandi spurninga úr sal, meðal annars út í mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við mismunandi flokka og hvernig flokkurinn hyggst brjótast út úr bergmálshellinum. Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin: Ármann Leifsson; Brynjar Bragi Einarsson, framhaldsskólafulltrúi; Gunnar Örn Stephensen; Jóhannes Óli Sveinsson; Kolbrún Lára Kjartansdóttir; Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti; Soffía Svanhvít Árnadóttir og Una María Óðinsdóttir. Í miðstjórn UJ voru kjörin: Agla Arnars Katrínardóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Arnór Heiðar Benónýsson, Auður Brynjólfsdóttir, Elmar Atli Arnarsson, Gréta Dögg Þórisdóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson, Óli Valur Pétursson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sigurður Einarsson Mantyla, Stefán Pettersson og Þórhallur Valur Benónýsson.
Samfylkingin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira