Kálfurinn dreginn úr móðurkviði nánast fullvaxta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. september 2023 14:18 Samtökin Hvalavinir biðja eftirlitsaðila, Matvælastofnun og Fiskistofu auk matvælaráðherra að stöðva veiðar Hvals hf. á meðan atvikið er rannsakað. Arne Feuerhahn / Hard to Port Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar. Arne Feuerhahn var á vettvangi í Hvalfirði í gær á vegum sjávarverndarsamtakanna Hard to Port og tók myndir af hvalaverkuninni. Í samtali við Heimildina segir hann að skorið hafi verið þvert yfir maga langreyðarinnar og út hafi runnið kálfur. Hann hafi oft séð starfsmenn Hvals draga fóstur úr móðurkviði en þetta hafi verið öðruvísi. Sér hafi nánast liðið eins og kálfurinn væri enn á lífi. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort kýr séu kelfdar áður en þær eru skotnar.Arne Feuerhahn / Hard to Port Edda Elísabet Magnúsdóttir, doktor í líffræði, segir í samtali við fréttastofu að kálfurinn virðist hafa verið um 3,5 til 4 metrar á lengd. Hún telur að langreyðurin hafi verið langt gengin, enda séu fullvaxta kálfar um sex metrar á lengd. Þeir vaxi mjög hratt síðustu mánuðina og megi því ætla að um einn eða tveir mánuðir væru eftir af meðgöngunni. „Þetta er auðvitað sláandi, það er sárt að sjá þetta og við viljum þetta ekkert. Maður er ekki tilfinningalaus. En auðvitað er þetta stundum nauðsyn en þá erum við komin að spurningunni um hversu nauðsynlegar þessar veiðar eru,“ segir Edda Elísabet. Ekki nokkur leið að greina kyn Hún segir nánast enga leið að sjá hvort kýrnar séu þungaðar. „Það er möguleiki að sjá það með drónamyndum, þá er hægt að fá vísbendingu um það ef þær eru langt gengnar. Það er væri mögulega eina leiðin til þess að sjá hvort þú sért með þungaða kýr eða ekki. En eins og þetta er gert, þar sem þú sérð bak dýrsins upp úr sjónum svona skáhallt að dýrinu, þá er ekki nokkur leið að greina kyn eða hvort að dýrið sé þungað. Það eina sem við getum gert er að hætta að veiða hvali til þess að hætta að veiða nánast fullburða kálfa.“ Taka tvöfalt með því að veiða þungað dýr Edda Elísabet segir að á þessum tíma árs aukist líkur á því að kýrnar séu fullburða. Á haustin og fram á veturna séu þær yfirleitt lengra komnar. „Ef að við skoðum þungun þeirra almennt, þá eru þær að ganga í tólf mánuði og það eru alltaf líkur á því að þær séu ýmist nýorðnar þungaðar eða eitthvað gengnar. Þannig að þegar kvendýr eru veidd, og sérstaklega þegar kvendýr eru um fimmtíu prósent af veiðinni eða jafnvel meiri, þá er næstum því hægt að segja að það séu allar líkur á að það fylgi með kálfur sem er ófæddur. Við náttúrulega tökum tvöfalt með því að veiða þungað dýr. Henni er alveg að fara að ljúka meðgöngunni þannig að við erum að taka tvöfalt í hverju skoti.“ Engar reglur brotnar Í nýrri reglugerð ráðherra segir að ganga skuli úr skugga um að ekki fylgi kálfur í grennd við hvalinn þegar til stendur að skjóta hann. Ekki megi veiða hvali sem kálfar fylgja. Það er hins vegar ekki fjallað um fylfullar kýr í reglugerðinni og því ekkert sem bannar slíkar veiðar með beinum hætti. Dýraverndunarsinnar hafa þó haldið því fram að veiðarnar gætu verið brot á lögum um velferð dýra. RÚV greinir frá því að engar reglur hafi verið brotnar við veiðarnar og haldi Hvalur því uppteknum hætti áfram. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Hrönn Ólínu Jörunsdóttur, forstjóra Matvælastofnunar, sem tekur fram að ómögulegt sé að kyngreina dýrin, rétt eins og Edda Elísabet líffræðingur nefnir. Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 22. september 2023 16:10 Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. 22. september 2023 13:35 Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Arne Feuerhahn var á vettvangi í Hvalfirði í gær á vegum sjávarverndarsamtakanna Hard to Port og tók myndir af hvalaverkuninni. Í samtali við Heimildina segir hann að skorið hafi verið þvert yfir maga langreyðarinnar og út hafi runnið kálfur. Hann hafi oft séð starfsmenn Hvals draga fóstur úr móðurkviði en þetta hafi verið öðruvísi. Sér hafi nánast liðið eins og kálfurinn væri enn á lífi. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort kýr séu kelfdar áður en þær eru skotnar.Arne Feuerhahn / Hard to Port Edda Elísabet Magnúsdóttir, doktor í líffræði, segir í samtali við fréttastofu að kálfurinn virðist hafa verið um 3,5 til 4 metrar á lengd. Hún telur að langreyðurin hafi verið langt gengin, enda séu fullvaxta kálfar um sex metrar á lengd. Þeir vaxi mjög hratt síðustu mánuðina og megi því ætla að um einn eða tveir mánuðir væru eftir af meðgöngunni. „Þetta er auðvitað sláandi, það er sárt að sjá þetta og við viljum þetta ekkert. Maður er ekki tilfinningalaus. En auðvitað er þetta stundum nauðsyn en þá erum við komin að spurningunni um hversu nauðsynlegar þessar veiðar eru,“ segir Edda Elísabet. Ekki nokkur leið að greina kyn Hún segir nánast enga leið að sjá hvort kýrnar séu þungaðar. „Það er möguleiki að sjá það með drónamyndum, þá er hægt að fá vísbendingu um það ef þær eru langt gengnar. Það er væri mögulega eina leiðin til þess að sjá hvort þú sért með þungaða kýr eða ekki. En eins og þetta er gert, þar sem þú sérð bak dýrsins upp úr sjónum svona skáhallt að dýrinu, þá er ekki nokkur leið að greina kyn eða hvort að dýrið sé þungað. Það eina sem við getum gert er að hætta að veiða hvali til þess að hætta að veiða nánast fullburða kálfa.“ Taka tvöfalt með því að veiða þungað dýr Edda Elísabet segir að á þessum tíma árs aukist líkur á því að kýrnar séu fullburða. Á haustin og fram á veturna séu þær yfirleitt lengra komnar. „Ef að við skoðum þungun þeirra almennt, þá eru þær að ganga í tólf mánuði og það eru alltaf líkur á því að þær séu ýmist nýorðnar þungaðar eða eitthvað gengnar. Þannig að þegar kvendýr eru veidd, og sérstaklega þegar kvendýr eru um fimmtíu prósent af veiðinni eða jafnvel meiri, þá er næstum því hægt að segja að það séu allar líkur á að það fylgi með kálfur sem er ófæddur. Við náttúrulega tökum tvöfalt með því að veiða þungað dýr. Henni er alveg að fara að ljúka meðgöngunni þannig að við erum að taka tvöfalt í hverju skoti.“ Engar reglur brotnar Í nýrri reglugerð ráðherra segir að ganga skuli úr skugga um að ekki fylgi kálfur í grennd við hvalinn þegar til stendur að skjóta hann. Ekki megi veiða hvali sem kálfar fylgja. Það er hins vegar ekki fjallað um fylfullar kýr í reglugerðinni og því ekkert sem bannar slíkar veiðar með beinum hætti. Dýraverndunarsinnar hafa þó haldið því fram að veiðarnar gætu verið brot á lögum um velferð dýra. RÚV greinir frá því að engar reglur hafi verið brotnar við veiðarnar og haldi Hvalur því uppteknum hætti áfram. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Hrönn Ólínu Jörunsdóttur, forstjóra Matvælastofnunar, sem tekur fram að ómögulegt sé að kyngreina dýrin, rétt eins og Edda Elísabet líffræðingur nefnir.
Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 22. september 2023 16:10 Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. 22. september 2023 13:35 Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
„Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 22. september 2023 16:10
Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. 22. september 2023 13:35
Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02