Innlent

Henti jógúrti í hús og aðrir reyktu kanna­bis í rusla­geymslu

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum í nótt.
Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum í nótt. Vísir/Vilhelm

Gærkvöldið og nóttin voru nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í miðbænum.Meðal annarra verkefna voru útköll vegna manns sem henti jógúrti í hús og annarra sem reyktu kannabis í ruslageymslu. 

Flestum verkefnum sinnti Stöð 1, sem þjónustar Miðborg, Austur-og Vesturbæ auk Seltjarnarness. Ökumaður rafmagnshlaupahjóls var fluttur slasaður á slysadeild eftir fall, og þá ók annar ökumaður á umferðarskilti. Sá lét sig hverfa áður en lögregla kom á vettvang.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í miðbænum en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar varðandi það mál.

Þá sinnti lögreglan hefðbundnum verkefnum sem tengdust fíkniefna- og ölvunarakstri, þjófnaði og útköllum vegna samkvæmishávaða.

Stöð 3 sem tilheyrir Kópavogi og Breiðholti barst tilkynning um að þrír aðilar hefðu ráðist á einn mann. Lögregla fór á vettvang en gerendur voru farnir á brott. Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega í annarlegu ástandi. Hann afþakkaði aðstoð lögreglu þegar farþeginn fór loks út úr bifreiðinni.

Ekki var margt annað fréttnæmt í dagbók lögreglu fyrir utan að Stöð 4 sinnti útkalli þar sem tilkynnt var um aðila henda jógúrti í hús og öðru þar sem tilkynnt var um þrjá aðila reykja kannabis í ruslageymslu, en þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.