Innlent

Sér­sveitin aftur með að­gerðir í Flúða­seli: Þrír hand­teknir

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Frá aðgerðum sérsveitar þann 5. september í Flúðaseli. Rétt eftir hádegi í dag voru þrír menn handteknir í sama húsi.
Frá aðgerðum sérsveitar þann 5. september í Flúðaseli. Rétt eftir hádegi í dag voru þrír menn handteknir í sama húsi. Aðsend

Þrír menn voru handteknir  í Flúðaseli í Breiðholti í aðgerðum lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra rétt eftir hádegi. Rúmar tvær vikur eru síðan handtaka átti sér stað í sama húsi. 

„Þetta var í sjálfu sér aðgerð sem var farið í á grundvelli upplýsinga sem bárust lögreglu,“ segir Ævar Pálmi Pálmason hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekki tjá sig nánar um í hverju ábendingin hefði falist. 

Mennirnir voru handteknir í sama húsi og lögregla handtók menn í fyrr í mánuðinum. Lögregla gaf út að sú handtaka tengdist ráni og ofbeldisbrotum. Ævar Pálmi vildi ekki segja til um hvort um sömu menn væri að ræða. Mennirnir þrír búa allir í húsinu. 

Aðspurður um hvort mönnunum yrði sleppt eða hvort hvort farið yrði fram á gæsluvarðhald segir Ævar það ekki liggja fyrir á þessari stundu. Verið sé að taka skýrslu af mönnunum og í kjölfarið verði framhaldið metið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.