Innlent

Gekk blóðugur frá raf­hlaupa­hjóli og fannst hvergi

Árni Sæberg skrifar
Blóðpollur var við rafhlaupahjólið.
Blóðpollur var við rafhlaupahjólið. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um blóðugan mann ganga frá rafhlaupahjóli í gærkvöldi eða í nótt. Þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn hvergi sjáanlegur en sjá mátti rafhlaupahjólið á hlið og blóðpoll í kringum hjólið.

Þetta segir í dagbók lögreglu fyrir tímabilið frá klukkan 17 í gær til klukkan 05 í morgun.

Þar segir einnig að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem heldur uppi lögum og reglu í Breiðholti og Kópavogi. Lögregla hafi farið á vettvang og rætt við þann sem fyrir árásinni varð. Málið sé í rannsókn.

Þá hafi verið tilkynnt um slagsmál á svipuðum slóðum og lögregla farið á vettvang. 

Vísir greindi í gær frá miklum viðbúnaði lögreglu í Kópavogi. Þá gaf lögreglumaður þær skýringar að um „einkamál“ hefi verið að ræða. Einhver ágreiningur hafi verið milli manna á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×