Ekki í stuði til að lýsa íþróttum eftir að hafa fengið fregnirnar Jón Þór Stefánsson skrifar 21. september 2023 19:00 Jafnvel þó Sigurbjörn Árni hafi verið að glíma við krabbamein þá átti hann samt erfitt með að stríða ekki lækni. Vísir/Vilhelm Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, hefur glímt við sortuæxli síðastliðin ár. Sjálfur telur hann sig ekki gott dæmi um krabbameinssjúkling, vegna þess að hann hefur aldrei upplifað sig neitt sérstaklega veikan. Sigurbjörn ræddi um baráttu sína við krabbamein á Málþingi í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna í dag. Saga Sigurbjarnar byrjaði árið 2013 þegar hann tók eftir skrýtnum fæðingarbletti á handleggnum sínum. Hann segist hafa hugsað með sér að það væri gott að skoða hann og leitaði upplýsinga á netinu sem bentu til þess að hann þyrfti ekki að óttast. Síðan lýsir hann því að hann hafi hitt húðsjúkdómalækni í heldur óvenjulegum aðstæðum. „Svo er ég að dæma blakleik og sé húðsjúkdómalækni uppi í stúku. Þannig á milli hrina stökk ég upp í stúku og settist niður hjá honum og reif upp ermina á upphandleggnum á mér og bað hann að kíkja á þetta. Hann sagði „Þetta er örugglega ekki neitt, en það er best að þú komir og við skulum taka og skoða þetta,“.“ Sigurbjörn segir að hann hafi mætt í skoðun og læknirinn tekið blettinn. Læknirinn var á sömu skoðun og internetið, hann hélt að það væri ekkert að óttast, en ákvað samt að skoða málið aðeins betur. „Svo hringir hann í mig nokkrum dögum síðar og segir að þetta sé sortuæxli.“ Ekki spenntur að lýsa Reykjavíkurleikunum Hann lýsir í stuttu máli því sem tók við, en segist hafa að mestu leiti ekki hafa fundið fyrir miklu fyrr en í upphafi árs 2021. „Svo vakna ég við það einn morguninn að það hafði sprottið eitthvað út á kviðnum á mér. Og ég hélt að þetta væru bara kviðslit,“ segir Sigurbjörn, sem útskýrir að vegna skipulagserfiðleika hafi hann átt í erfiðleikum með að hitta lækni, og hann hafi því ekki komist til hans fyrr en fjórum vikum síðar. „Hann sendir mig í einhvern skanna á Akureyri og hringir svo í mig á föstudegi klukkan þrjú. Það var frábært inn í helgina,“ segir hann og fer svo með skilaboðin frá lækninum: „Heyrðu þú ert uppfullur af krabbameini og við skoðum þig betur á mánudaginn.“ Sigurbjörn, sem er þekktur fyrir íþróttalýsingar sínar, segist ekki hafa verið neitt sérstaklega spenntur fyrir því að fjalla um frjálsar íþróttir þá helgina. „Ég náttúrulega hrindi í Rúvarana. Ég var fann það að ég var ekki alveg í stuði til að fara að lýsa einhverjum Reykjavíkurleikum.“ Hrekkti næstum því unglækni Þegar Sigurbjörn mætti til læknisins þurfti að taka sýni úr fyrirbærinu á kviðnum á honum. Með í för var unglæknir sem framkvæmdi sýnatökuna, og hún deyfði hann og sá til þess að hann myndi ekki finna fyrir neinu. „Svo kom hún með hnífinn og mig langaði svo að öskra um leið og hún myndi snerta þetta. Bara til að sjá hvernig henni brygði við. En ég hætti við vegna þess að ef að hún kipptist við gæti ég fengið hnífinn í mig einhvers staðar annar. Það yrði ekki alveg eins gott,“ útskýrir Sigurbjörn með bros á vör. „Ég alveg sat á mér því þetta var svo frábært tækifæri til að hrekkja hana aðeins.“ Betra að vera lifandi en dáinn Þá fjallar Sigurbjörn um sortuæxlið. „Ég var með fimm borðtenniskúlur inni í mér,“ segir hann og bendir á að þær hafi verið víða um líkamann. Hann segist hins vegar ekki hafa fundið neitt fyrir þeim. „Ég hljóp tíu kílómetra undir 35 mínútum þó ég væri með eitthvað í lungunum,“ segir hann. Síðan hefur Sigurbjörn farið í meðferð með góðum árangri, og er nú hættur í henni. Hann er í stöðugu eftirliti. Æxlin gætu verið dauð, en þau gætu líka komið upp aftur. Sigurbjörn segist hafa fundið fyrir litlum aukaverkunum af lyfjameðferðinni. Hann hafi fengið eyrnabólgu og verið tiltölulega orkulítill, en ekki meira en það. Hann þakkar lyfjagjöfinni fyrir það að hann sé á lífi, og virðist efast um að uppskurður hefði getað bjargað honum. „Það er ofboðslega gott að vera lifandi, og örugglega skárra en að vera dáinn.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Frjálsar íþróttir Fjölmiðlar Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
Sigurbjörn ræddi um baráttu sína við krabbamein á Málþingi í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna í dag. Saga Sigurbjarnar byrjaði árið 2013 þegar hann tók eftir skrýtnum fæðingarbletti á handleggnum sínum. Hann segist hafa hugsað með sér að það væri gott að skoða hann og leitaði upplýsinga á netinu sem bentu til þess að hann þyrfti ekki að óttast. Síðan lýsir hann því að hann hafi hitt húðsjúkdómalækni í heldur óvenjulegum aðstæðum. „Svo er ég að dæma blakleik og sé húðsjúkdómalækni uppi í stúku. Þannig á milli hrina stökk ég upp í stúku og settist niður hjá honum og reif upp ermina á upphandleggnum á mér og bað hann að kíkja á þetta. Hann sagði „Þetta er örugglega ekki neitt, en það er best að þú komir og við skulum taka og skoða þetta,“.“ Sigurbjörn segir að hann hafi mætt í skoðun og læknirinn tekið blettinn. Læknirinn var á sömu skoðun og internetið, hann hélt að það væri ekkert að óttast, en ákvað samt að skoða málið aðeins betur. „Svo hringir hann í mig nokkrum dögum síðar og segir að þetta sé sortuæxli.“ Ekki spenntur að lýsa Reykjavíkurleikunum Hann lýsir í stuttu máli því sem tók við, en segist hafa að mestu leiti ekki hafa fundið fyrir miklu fyrr en í upphafi árs 2021. „Svo vakna ég við það einn morguninn að það hafði sprottið eitthvað út á kviðnum á mér. Og ég hélt að þetta væru bara kviðslit,“ segir Sigurbjörn, sem útskýrir að vegna skipulagserfiðleika hafi hann átt í erfiðleikum með að hitta lækni, og hann hafi því ekki komist til hans fyrr en fjórum vikum síðar. „Hann sendir mig í einhvern skanna á Akureyri og hringir svo í mig á föstudegi klukkan þrjú. Það var frábært inn í helgina,“ segir hann og fer svo með skilaboðin frá lækninum: „Heyrðu þú ert uppfullur af krabbameini og við skoðum þig betur á mánudaginn.“ Sigurbjörn, sem er þekktur fyrir íþróttalýsingar sínar, segist ekki hafa verið neitt sérstaklega spenntur fyrir því að fjalla um frjálsar íþróttir þá helgina. „Ég náttúrulega hrindi í Rúvarana. Ég var fann það að ég var ekki alveg í stuði til að fara að lýsa einhverjum Reykjavíkurleikum.“ Hrekkti næstum því unglækni Þegar Sigurbjörn mætti til læknisins þurfti að taka sýni úr fyrirbærinu á kviðnum á honum. Með í för var unglæknir sem framkvæmdi sýnatökuna, og hún deyfði hann og sá til þess að hann myndi ekki finna fyrir neinu. „Svo kom hún með hnífinn og mig langaði svo að öskra um leið og hún myndi snerta þetta. Bara til að sjá hvernig henni brygði við. En ég hætti við vegna þess að ef að hún kipptist við gæti ég fengið hnífinn í mig einhvers staðar annar. Það yrði ekki alveg eins gott,“ útskýrir Sigurbjörn með bros á vör. „Ég alveg sat á mér því þetta var svo frábært tækifæri til að hrekkja hana aðeins.“ Betra að vera lifandi en dáinn Þá fjallar Sigurbjörn um sortuæxlið. „Ég var með fimm borðtenniskúlur inni í mér,“ segir hann og bendir á að þær hafi verið víða um líkamann. Hann segist hins vegar ekki hafa fundið neitt fyrir þeim. „Ég hljóp tíu kílómetra undir 35 mínútum þó ég væri með eitthvað í lungunum,“ segir hann. Síðan hefur Sigurbjörn farið í meðferð með góðum árangri, og er nú hættur í henni. Hann er í stöðugu eftirliti. Æxlin gætu verið dauð, en þau gætu líka komið upp aftur. Sigurbjörn segist hafa fundið fyrir litlum aukaverkunum af lyfjameðferðinni. Hann hafi fengið eyrnabólgu og verið tiltölulega orkulítill, en ekki meira en það. Hann þakkar lyfjagjöfinni fyrir það að hann sé á lífi, og virðist efast um að uppskurður hefði getað bjargað honum. „Það er ofboðslega gott að vera lifandi, og örugglega skárra en að vera dáinn.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Frjálsar íþróttir Fjölmiðlar Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira