Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2023 14:11 Það er soðið uppúr hjá Vilhjálmi, hann hellir sér yfir Seðlabankann og segir hann fyrst og síðast hugsa um hag fjármálakerfisins - skítt með heimilin. vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. „Eins og flestir vita mun 650 milljarða snjóhengja skella á skuldsettum heimilum á næstu mánuðum þegar endurskoðun á föstum vöxtum mun koma til framkvæmda en algengt er að vaxtabyrði heimilanna muni hækka um allt að 165% þegar það gerist. Það blasir við að flest heimili munu ekki getað tekið á sig jafnvel tugi ef ekki hundruð þúsund króna hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði,“ skrifar Vilhjálmur. Óhætt er að segja að nú gusti um Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra en í morgun hæddist Ólafur Margeirsson hagfræðingur að honum fyrir ráðleggingar hans til handa heimilunum. Vilhjálmur segir þau hjá Seðlabankanum nú búin að átta sig á því að þessar „sturluðu stýrivaxtahækkanir sem áttu að vera í þágu launafólks og heimila muni slátra þeim. Það var því grátbroslegt að heyra fulltrúa Seðlabankans beina því til skuldsettra heimila að tala við sína viðskiptabanka og óska m.a. eftir því að fara aftur yfir í verðtryggð lán.“ Vilhjálmur segir rök Seðlabankans ekki halda vatni enda tali bankinn út og suður í ráðleggingum sínum til heimilanna nú þegar þessir „glæpsamlegu okurvextir“ eru að ganga að heimilunum dauðum. Mat Vilhjálms er einfalt; Seðlabankinn horfir einungis á stöðugleika fjármálakerfisins en er skítsama um fjármálastöðugleika heimilanna. „Fyrirgefið þetta orðbragð en núna er Seðlabankinn búinn að átta sig á að hann er búinn að skíta algerlega í buxurnar og talar því út og suður sem enginn skilur og mér er það til efs að fulltrúar bankans skilji sjálfa sig!“ Seðlabankinn Verðlag Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21. september 2023 10:30 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
„Eins og flestir vita mun 650 milljarða snjóhengja skella á skuldsettum heimilum á næstu mánuðum þegar endurskoðun á föstum vöxtum mun koma til framkvæmda en algengt er að vaxtabyrði heimilanna muni hækka um allt að 165% þegar það gerist. Það blasir við að flest heimili munu ekki getað tekið á sig jafnvel tugi ef ekki hundruð þúsund króna hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði,“ skrifar Vilhjálmur. Óhætt er að segja að nú gusti um Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra en í morgun hæddist Ólafur Margeirsson hagfræðingur að honum fyrir ráðleggingar hans til handa heimilunum. Vilhjálmur segir þau hjá Seðlabankanum nú búin að átta sig á því að þessar „sturluðu stýrivaxtahækkanir sem áttu að vera í þágu launafólks og heimila muni slátra þeim. Það var því grátbroslegt að heyra fulltrúa Seðlabankans beina því til skuldsettra heimila að tala við sína viðskiptabanka og óska m.a. eftir því að fara aftur yfir í verðtryggð lán.“ Vilhjálmur segir rök Seðlabankans ekki halda vatni enda tali bankinn út og suður í ráðleggingum sínum til heimilanna nú þegar þessir „glæpsamlegu okurvextir“ eru að ganga að heimilunum dauðum. Mat Vilhjálms er einfalt; Seðlabankinn horfir einungis á stöðugleika fjármálakerfisins en er skítsama um fjármálastöðugleika heimilanna. „Fyrirgefið þetta orðbragð en núna er Seðlabankinn búinn að átta sig á að hann er búinn að skíta algerlega í buxurnar og talar því út og suður sem enginn skilur og mér er það til efs að fulltrúar bankans skilji sjálfa sig!“
Seðlabankinn Verðlag Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21. september 2023 10:30 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21. september 2023 10:30