Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2023 14:11 Það er soðið uppúr hjá Vilhjálmi, hann hellir sér yfir Seðlabankann og segir hann fyrst og síðast hugsa um hag fjármálakerfisins - skítt með heimilin. vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. „Eins og flestir vita mun 650 milljarða snjóhengja skella á skuldsettum heimilum á næstu mánuðum þegar endurskoðun á föstum vöxtum mun koma til framkvæmda en algengt er að vaxtabyrði heimilanna muni hækka um allt að 165% þegar það gerist. Það blasir við að flest heimili munu ekki getað tekið á sig jafnvel tugi ef ekki hundruð þúsund króna hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði,“ skrifar Vilhjálmur. Óhætt er að segja að nú gusti um Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra en í morgun hæddist Ólafur Margeirsson hagfræðingur að honum fyrir ráðleggingar hans til handa heimilunum. Vilhjálmur segir þau hjá Seðlabankanum nú búin að átta sig á því að þessar „sturluðu stýrivaxtahækkanir sem áttu að vera í þágu launafólks og heimila muni slátra þeim. Það var því grátbroslegt að heyra fulltrúa Seðlabankans beina því til skuldsettra heimila að tala við sína viðskiptabanka og óska m.a. eftir því að fara aftur yfir í verðtryggð lán.“ Vilhjálmur segir rök Seðlabankans ekki halda vatni enda tali bankinn út og suður í ráðleggingum sínum til heimilanna nú þegar þessir „glæpsamlegu okurvextir“ eru að ganga að heimilunum dauðum. Mat Vilhjálms er einfalt; Seðlabankinn horfir einungis á stöðugleika fjármálakerfisins en er skítsama um fjármálastöðugleika heimilanna. „Fyrirgefið þetta orðbragð en núna er Seðlabankinn búinn að átta sig á að hann er búinn að skíta algerlega í buxurnar og talar því út og suður sem enginn skilur og mér er það til efs að fulltrúar bankans skilji sjálfa sig!“ Seðlabankinn Verðlag Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21. september 2023 10:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Eins og flestir vita mun 650 milljarða snjóhengja skella á skuldsettum heimilum á næstu mánuðum þegar endurskoðun á föstum vöxtum mun koma til framkvæmda en algengt er að vaxtabyrði heimilanna muni hækka um allt að 165% þegar það gerist. Það blasir við að flest heimili munu ekki getað tekið á sig jafnvel tugi ef ekki hundruð þúsund króna hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði,“ skrifar Vilhjálmur. Óhætt er að segja að nú gusti um Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra en í morgun hæddist Ólafur Margeirsson hagfræðingur að honum fyrir ráðleggingar hans til handa heimilunum. Vilhjálmur segir þau hjá Seðlabankanum nú búin að átta sig á því að þessar „sturluðu stýrivaxtahækkanir sem áttu að vera í þágu launafólks og heimila muni slátra þeim. Það var því grátbroslegt að heyra fulltrúa Seðlabankans beina því til skuldsettra heimila að tala við sína viðskiptabanka og óska m.a. eftir því að fara aftur yfir í verðtryggð lán.“ Vilhjálmur segir rök Seðlabankans ekki halda vatni enda tali bankinn út og suður í ráðleggingum sínum til heimilanna nú þegar þessir „glæpsamlegu okurvextir“ eru að ganga að heimilunum dauðum. Mat Vilhjálms er einfalt; Seðlabankinn horfir einungis á stöðugleika fjármálakerfisins en er skítsama um fjármálastöðugleika heimilanna. „Fyrirgefið þetta orðbragð en núna er Seðlabankinn búinn að átta sig á að hann er búinn að skíta algerlega í buxurnar og talar því út og suður sem enginn skilur og mér er það til efs að fulltrúar bankans skilji sjálfa sig!“
Seðlabankinn Verðlag Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21. september 2023 10:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21. september 2023 10:30