Sport

Kim og Beck­ham sögð vera að stinga saman nefjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lífið virðist leika við Odell Beckham Jr. innan vallar sem utan.
Lífið virðist leika við Odell Beckham Jr. innan vallar sem utan. Rob Carr/Getty Images

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og Odell Beckham Jr., leikmaður Baltimore Ravens í NFL-deildinni, eru sögð vera stinga saman nefjum.

Hinn þrítugi Odell Beckham Jr. samdi við Ravens fyrir núverandi leiktíð en hann hafði verið samningslaus síðan samningur hans við Los Angeles Rams rann út árið 2021 en hann sigraði Ofurskálina með Rams sama ár. Þar áður spilaði hann með New York Giants og Cleveland Browns.

Í frétt The People segir þó að ekkert alvarlegt sé í gangi og þau tvö séu aðeins að „slaka á“ saman. Kim hefur ekki verið í opinberu sambandi síðan hún var að hitta grínistann Pete Davidson á meðan Beckham er nýhættur með Lauren Wood, kærustu sinni til langs tíma. Saman eiga þau einn son.

Baltimore hefur farið vel af stað í ár en liðið hóf tímabilið á öruggum 25-9 sigri á Houston Texans og fylgdi því eftir með 27-24 háspennusigri á Cincinnati Bengals. Beckham á þó enn eftir að skora sitt fyrsta snertimark á leiktíðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.