„Fæstir vissu hversu veik ég var“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2023 13:25 Bára sér lífið í allt öðru ljósi eftir mikil veikindi. Hin 36 ára Bára O‘Brien Ragnhildardóttir er alin upp í Hafnarfirði, kláraði Flensborg og náði sér svo í BS gráðu í fjármálaverkfræði. Þá tók hún verðbréfamiðlarann og að lokum master í verkefnastjórnun. Hún kynntist eiginmanninum sínum í háskóla. Eins og gengur og gerist voru börn á dagskránni sem komu árið 2015 og 2020. Í millitíðinni eða árið 2017 lendir Bára hins vegar í því að fá blöðrufóstur sem útskýrir sig þannig að líkaminn offramleiðir þungunarhormón, fóstrið er gallað og verður í raun aldrei að fóstri. „Líkaminn getur ekki losað sig við þetta sjálfur og ég þurfti að fara í tvö útsköf og þurfti síðan að fara á krabbameinslyf til að losna alveg við þetta,“ segir Bára. Næsta hálfa árið var hryllingur segir Bára. „Mér var flökurt í hálft ár af þessum krabbameinslyfjum. Þessi lyf eru ekki lengur notuð við krabbameini, þau eru notuð sem gigtarlyf núna.“ Bára segir að hún hafi tekið þá ákvörðun að koma sterkari út úr þessari reynslu og best væri að taka þetta á kassann. Þarna var hún í raun að fara í gegnum krabbameinsmeðferð án þess að vera með krabbamein. „Það sem ég gerði þarna var að draga mig svolítið í hlé. Ég var ekkert að segja fólkinu mínu hvað ég væri að ganga í gegnum. Fæstir vissu hversu mikið veik ég var. Munnurinn á mér var allur sár,“ segir Bára sem segist hafa komið sterkari út úr þessari reynslu, eftir allt saman. Ekki gott fyrir sjálfsmyndina „Ég sá lífið með öðrum augum og tek heilsuna alls ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Bára en þess má geta að Bára er fædd með hjartagalla sem hún var meðvituð um. „Ég var alltaf með skakkann brjóstkassa og í gegnum unglingsárin mín þá truflaði þetta mig og var ekki gott fyrir sjálfsmyndina mína. Ég ákvað því að fá mér púða í brjóstin og var með þá í þrettán ár. Það þjónaði sínum tilgangi á sínum tíma en svo þroskaðist ég og var tilbúin að elska líkamann eins hann er,“ segir Bára. „Síðan verð ég ólétt og fer í gegnum það ferli. Eftir meðgönguna fann ég hnút í brjóstinu en aldrei grunaði mér að þetta væri krabbamein. Ég var alltaf róleg og fór í skoðun. Ég var viss um að þetta væri ekkert alvarleg, en annað kom í ljós,“ segir Bára sem fer yfir ferlið í Íslandi í dag á Stöð 2. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni inni á Stöð + en brot úr þætti gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Fæstir vissu hversu mikið veik ég var Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Hætt saman en halda áfram samstarfi á OnlyFans Lífið Gylfi Sig og Alexandra tilkynna kynið Lífið Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ Áskorun Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Lífið Hart barist á hundruð milljóna jólamarkaði Lífið Krakkatía vikunnar: Trúðar, tungumál og landvættir Lífið „Vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi“ Lífið Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Tónlist Hvetja fleiri til að láta mála vegglistaverk Lífið Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Tónlist Fleiri fréttir Gylfi Sig og Alexandra tilkynna kynið Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Hætt saman en halda áfram samstarfi á OnlyFans Krakkatía vikunnar: Trúðar, tungumál og landvættir Hvetja fleiri til að láta mála vegglistaverk Hart barist á hundruð milljóna jólamarkaði „Vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi“ „Fullkomið frá upphafi til enda, svo ekki sé minna sagt“ Fréttatía vikunnar: Pólitík, glæpir og barnalán Lausir og liðugir í Hörpu um helgina Þetta eru liðin í Kviss Daniil fjarlægði topplagið af Spotify Fresta ákvörðun um þátttöku í Eurovision Sigvaldi og Nótt nefndu drenginn Hlýleiki og litagleði í miðbænum Tólf fermetra smáhúsið innréttað og tilbúið Gnitaheiði gata ársins í Kópavogi Nektarmyndum deilt á geysivinsæla Instagram-síðu Rich Homie Quan er allur „Gerir öll ferðalög skemmtilegri og lætur mig hlæja endalaust“ Klípur í rassinn á Sögu tvisvar á dag Fékk typpamyndir og áreiti þegar þeir héldu að hann væri stelpa Stjörnu-Sævarar leiddu saman hesta sína Hljómi eins og öskubakki Steinbergur selur Upplifi að þeir megi ekki segja nei við kynlífi Bergur Einar og Helga Margrét orðin foreldrar Örlagaríkur tölvupóstur opnaður á Facetime við mömmu og pabba Naglalökkuð Áslaug blæs á sér hárið Stefnir hærra Sjá meira
Þá tók hún verðbréfamiðlarann og að lokum master í verkefnastjórnun. Hún kynntist eiginmanninum sínum í háskóla. Eins og gengur og gerist voru börn á dagskránni sem komu árið 2015 og 2020. Í millitíðinni eða árið 2017 lendir Bára hins vegar í því að fá blöðrufóstur sem útskýrir sig þannig að líkaminn offramleiðir þungunarhormón, fóstrið er gallað og verður í raun aldrei að fóstri. „Líkaminn getur ekki losað sig við þetta sjálfur og ég þurfti að fara í tvö útsköf og þurfti síðan að fara á krabbameinslyf til að losna alveg við þetta,“ segir Bára. Næsta hálfa árið var hryllingur segir Bára. „Mér var flökurt í hálft ár af þessum krabbameinslyfjum. Þessi lyf eru ekki lengur notuð við krabbameini, þau eru notuð sem gigtarlyf núna.“ Bára segir að hún hafi tekið þá ákvörðun að koma sterkari út úr þessari reynslu og best væri að taka þetta á kassann. Þarna var hún í raun að fara í gegnum krabbameinsmeðferð án þess að vera með krabbamein. „Það sem ég gerði þarna var að draga mig svolítið í hlé. Ég var ekkert að segja fólkinu mínu hvað ég væri að ganga í gegnum. Fæstir vissu hversu mikið veik ég var. Munnurinn á mér var allur sár,“ segir Bára sem segist hafa komið sterkari út úr þessari reynslu, eftir allt saman. Ekki gott fyrir sjálfsmyndina „Ég sá lífið með öðrum augum og tek heilsuna alls ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Bára en þess má geta að Bára er fædd með hjartagalla sem hún var meðvituð um. „Ég var alltaf með skakkann brjóstkassa og í gegnum unglingsárin mín þá truflaði þetta mig og var ekki gott fyrir sjálfsmyndina mína. Ég ákvað því að fá mér púða í brjóstin og var með þá í þrettán ár. Það þjónaði sínum tilgangi á sínum tíma en svo þroskaðist ég og var tilbúin að elska líkamann eins hann er,“ segir Bára. „Síðan verð ég ólétt og fer í gegnum það ferli. Eftir meðgönguna fann ég hnút í brjóstinu en aldrei grunaði mér að þetta væri krabbamein. Ég var alltaf róleg og fór í skoðun. Ég var viss um að þetta væri ekkert alvarleg, en annað kom í ljós,“ segir Bára sem fer yfir ferlið í Íslandi í dag á Stöð 2. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni inni á Stöð + en brot úr þætti gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Fæstir vissu hversu mikið veik ég var
Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Hætt saman en halda áfram samstarfi á OnlyFans Lífið Gylfi Sig og Alexandra tilkynna kynið Lífið Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ Áskorun Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Lífið Hart barist á hundruð milljóna jólamarkaði Lífið Krakkatía vikunnar: Trúðar, tungumál og landvættir Lífið „Vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi“ Lífið Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Tónlist Hvetja fleiri til að láta mála vegglistaverk Lífið Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Tónlist Fleiri fréttir Gylfi Sig og Alexandra tilkynna kynið Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Hætt saman en halda áfram samstarfi á OnlyFans Krakkatía vikunnar: Trúðar, tungumál og landvættir Hvetja fleiri til að láta mála vegglistaverk Hart barist á hundruð milljóna jólamarkaði „Vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi“ „Fullkomið frá upphafi til enda, svo ekki sé minna sagt“ Fréttatía vikunnar: Pólitík, glæpir og barnalán Lausir og liðugir í Hörpu um helgina Þetta eru liðin í Kviss Daniil fjarlægði topplagið af Spotify Fresta ákvörðun um þátttöku í Eurovision Sigvaldi og Nótt nefndu drenginn Hlýleiki og litagleði í miðbænum Tólf fermetra smáhúsið innréttað og tilbúið Gnitaheiði gata ársins í Kópavogi Nektarmyndum deilt á geysivinsæla Instagram-síðu Rich Homie Quan er allur „Gerir öll ferðalög skemmtilegri og lætur mig hlæja endalaust“ Klípur í rassinn á Sögu tvisvar á dag Fékk typpamyndir og áreiti þegar þeir héldu að hann væri stelpa Stjörnu-Sævarar leiddu saman hesta sína Hljómi eins og öskubakki Steinbergur selur Upplifi að þeir megi ekki segja nei við kynlífi Bergur Einar og Helga Margrét orðin foreldrar Örlagaríkur tölvupóstur opnaður á Facetime við mömmu og pabba Naglalökkuð Áslaug blæs á sér hárið Stefnir hærra Sjá meira