Lífið

Hafa náð sátt í skilnaðar­máli sínu

Atli Ísleifsson skrifar
Christine Baumgartner og Kevin Costner á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022.
Christine Baumgartner og Kevin Costner á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022. EPA

Bandaríski leikarinn Kevin Costner og fyrrverandi eiginkona hans, Christine Baumgartner, hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu. Slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu en mikið hefur verið fjallað um mál þeirra Costner og Baumgartner síðustu vikur og mánuði.

Í fréttinni kemur fram að sáttin feli í sér að Coster muni reiða af hendi mánaðarlegar greiðslur til Baumgartner sem nema 63 þúsund bandaríkjadölum, um 8,5 milljónum íslenskra króna. Baumgartner hafði farið fram á 248 þúsund dala greiðslur á mánuði, um 34 milljónir króna. Fram kemur að dómari í málinu hafi hins vegar tekið undir með lögmönnum Costner og í kjölfarið náðust málsaðilar sátt.

Dómari úrskurðaði jafnframt að Baumgartner myndi þurfa að greiða málskostnað Costner í málinu, tæki hún þá ákvörðun að áfrýja málinu.

Þau Costner og Baumgartner gengu í hjónaband fyrir átján árum og eiga saman þrjú börn á táningsaldri. Hún sótti um skilnað fyrir fjórum mánuðum.

Costner tjáði sig í fyrsta sinn um skilnaðinn í samtali við Access Hollywood fyrr í mánuðinum þar sem hann sagði þetta agalega stöðu sem upp væri komin. Aðspurður um hvers hann vænti sagði hann allt málið vera mjög erfitt. „Við erum að tala um sú sem ég elska er þarna hinum megin við borðið,“ sagði Costner

Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996.

Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK.

Costner er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins.


Tengdar fréttir

Baumgartner þarf að yfir­gefa heimilið í mánuðinum

Dómari í Kaliforníufylki hefur úrskurðað að ákvæði í kaupmála leikarans Kevin Costner og fyrrverandi eiginkonu hans hönnuðarins Christine Baumgartner sé í fullu gildi. Þarf hún að yfirgefa heimili þeirra í síðasta lagi 31. júlí.

Segir Costner vísa börnunum á dyr

Christine Baumgartner, hönnuður og fyrrum eiginkona leikarans Kevin Costner, segir að Costner fari nú fram á að bæði hún og þrjú börn þeirra yfirgefi heimili þeirra við Santa Barbara í Kaliforníu.

Costner krefst þess að Baum­gar­tner flytji út

Christine Baumgartner fór í síðasta mánuði fram á skilnað við bandaríska leikarann Kevin Costner. Nú segist Costner sjálfur eiga í vandræðum með að fá Baumgartner til að flytja út af heimilinu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×