Mál Alberts komið til ákærusviðs Árni Sæberg skrifar 19. september 2023 11:55 Rannsókn á máli Alberts Guðmundssonar er lokið. Vísir/Jónína Rannsókn á máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar er lokið og það er komið á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Albert, sem leikur með Genóa á Ítalíu og öllu jöfnu íslenska karlalandsliðinu, var kærður fyrir kynferðisbrot um miðjan ágúst síðastliðinn og fær ekki að koma fram fyrir Íslands hönd á fyrr en mál hans hefur verið leitt til lykta. Albert hefur hefur hafnað öllum ásökunum um kynferðisbrot. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í stuttri yfirlýsingu til fjölmiðla þann 24. ágúst. Stuttur rannsóknartími Bylgja Hrönn segir að rannsókn á máli Alberts hafi formlega verið lokið í gær og það sent áfram til ákærusviðs. Rannsóknartími málsins var því aðeins um einn mánuður, en fáheyrt er að rannsóknir kynferðisbrota taki svo skamman tíma. Í skýrslu starfshóps Ríkissaksóknara um málsmeðferðartíma kynferðisbrota segir að meðalafgreiðslutími lokinna mála hjá í lögregluhluta kerfisins hafi verið 342,9 dagar árið 2021. Bylgja Hrönn segir að ýmislegt geti skýrt skamman rannsóknartíma en að hún geti ekki tjáð sig um einstök mál. Mál Alberts er sem áður segir komið á borð ákærusviðs. Þar verður ákveðið hvort það þarfnist frekari rannsóknar, rannsókn verði hætt eða það verði sent áfram til héraðssaksóknara til ákærumeðferðar. Kynferðisofbeldi Fótbolti Lögreglumál KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Þetta staðfestir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Albert, sem leikur með Genóa á Ítalíu og öllu jöfnu íslenska karlalandsliðinu, var kærður fyrir kynferðisbrot um miðjan ágúst síðastliðinn og fær ekki að koma fram fyrir Íslands hönd á fyrr en mál hans hefur verið leitt til lykta. Albert hefur hefur hafnað öllum ásökunum um kynferðisbrot. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í stuttri yfirlýsingu til fjölmiðla þann 24. ágúst. Stuttur rannsóknartími Bylgja Hrönn segir að rannsókn á máli Alberts hafi formlega verið lokið í gær og það sent áfram til ákærusviðs. Rannsóknartími málsins var því aðeins um einn mánuður, en fáheyrt er að rannsóknir kynferðisbrota taki svo skamman tíma. Í skýrslu starfshóps Ríkissaksóknara um málsmeðferðartíma kynferðisbrota segir að meðalafgreiðslutími lokinna mála hjá í lögregluhluta kerfisins hafi verið 342,9 dagar árið 2021. Bylgja Hrönn segir að ýmislegt geti skýrt skamman rannsóknartíma en að hún geti ekki tjáð sig um einstök mál. Mál Alberts er sem áður segir komið á borð ákærusviðs. Þar verður ákveðið hvort það þarfnist frekari rannsóknar, rannsókn verði hætt eða það verði sent áfram til héraðssaksóknara til ákærumeðferðar.
Kynferðisofbeldi Fótbolti Lögreglumál KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira