Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 22:30 Birgitta Líf og Enok eyddu greinilega miklu púðri í kynjaveisluna í kvöld. Instagram Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. Birgitta Líf, sem er markaðsstjóri World Class, og kærasti hennar, Enok , greindu frá því 16. ágúst að þau ættu von á barni. Parið byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þó nokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs. Foreldrarnir leituðu á náðir gesta með nafnakassa. Þar gat fólk skrifað tillögur að nöfnum á miða og sett í kassann.Instagram Parið hélt í kvöld svokallaða kynjaveisla að bandarískri fyrirmynd þar sem þau greindu frá kyni barnsins ófædda. Í slíkum veislum er opinberun kynsins aðalmálið og á netinu má sjá hvernig fólk hefur fundið stöðugt frumlegri leiðir til þess að greina frá kyninu. Í kynjatvíhyggjunni táknar bleikur að von sé á stelpu en blár að það sé strákur á leiðinni. Í hefðbundnustu kynjaveislum skera foreldrarnir köku sem er annað hvort blá eða bleik að innan, aðrir sprengja innibombur með lituðum glitpappír en í tilfelli Birgittu og Enoks var það þyrla sem dreifði bláum reyk úr lofti. Það var greinilega mikið lagt í veitingar og skraut í kynjaveislunni.Instagram Verknaðurinn vakti mikla athygli nágranna parsins og hafa sumir hneykslast á því að parið hafi eytt svo miklu púðri í tilkynninguna. Einn netverji deildi mynd af þyrlunni á Twitter og skrifaði við hana „Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega.“ Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega pic.twitter.com/1MjQOHtIid— Hekla Finns (@Heklaf) September 17, 2023 Í upphaflegu fréttinni stóð að um blátt duft væri að ræða þegar hið rétta er að um bláan reyk var að ræða. Tímamót Ástin og lífið Barnalán Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Birgitta Líf, sem er markaðsstjóri World Class, og kærasti hennar, Enok , greindu frá því 16. ágúst að þau ættu von á barni. Parið byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þó nokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs. Foreldrarnir leituðu á náðir gesta með nafnakassa. Þar gat fólk skrifað tillögur að nöfnum á miða og sett í kassann.Instagram Parið hélt í kvöld svokallaða kynjaveisla að bandarískri fyrirmynd þar sem þau greindu frá kyni barnsins ófædda. Í slíkum veislum er opinberun kynsins aðalmálið og á netinu má sjá hvernig fólk hefur fundið stöðugt frumlegri leiðir til þess að greina frá kyninu. Í kynjatvíhyggjunni táknar bleikur að von sé á stelpu en blár að það sé strákur á leiðinni. Í hefðbundnustu kynjaveislum skera foreldrarnir köku sem er annað hvort blá eða bleik að innan, aðrir sprengja innibombur með lituðum glitpappír en í tilfelli Birgittu og Enoks var það þyrla sem dreifði bláum reyk úr lofti. Það var greinilega mikið lagt í veitingar og skraut í kynjaveislunni.Instagram Verknaðurinn vakti mikla athygli nágranna parsins og hafa sumir hneykslast á því að parið hafi eytt svo miklu púðri í tilkynninguna. Einn netverji deildi mynd af þyrlunni á Twitter og skrifaði við hana „Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega.“ Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega pic.twitter.com/1MjQOHtIid— Hekla Finns (@Heklaf) September 17, 2023 Í upphaflegu fréttinni stóð að um blátt duft væri að ræða þegar hið rétta er að um bláan reyk var að ræða.
Tímamót Ástin og lífið Barnalán Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira