Innlent

Skil­yrðum fyrir blóð­mera­haldi breytt

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Skjáskot úr heimildarmynd alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation sem gáfu út heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi fyrir tæpum tveimur árum. 
Skjáskot úr heimildarmynd alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation sem gáfu út heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi fyrir tæpum tveimur árum. 

Reglu­gerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóð­mera­hald verður felld úr gildi og verður starf­semin felld undir reglu­gerð um vernd dýra sem notuð eru í vísinda­skyni. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Mat­væla­ráðu­neytinu.

Þar segir þessar breytingar hafi verið gerðar í kjöl­far sam­skipta milli eftir­lits­stofnunar EFTA (ESA) og mat­væla­ráðu­neytisins. Reglu­gerðin um vernd dýra sem notuð eru í vísinda­skyni inn­leiðir til­skipun sem felld var inn í EES samninginn árið 2014.

Í til­kynningu á vef Mat­væla­ráðu­neytisins kemur fram að í form­legu á­minningar­bréfi ESA frá 10. maí komi fram af­staða stofnunarinnar um að Ís­land hafi brotið gegn á­kvæðum framan­greindar til­skipunar og á­kvæðum EES samningsins með setningu sér­reglna um mál­efnið.

Þar segir að málið snúi að túlkun á gildis­sviði reglu­verksins sem um ræðir. Ís­lensk stjórn­völd hafi fallist á að blóð­taka úr fyl­fullum merum fyrir fram­leiðslu á PMGS/eCG hormóni falli innan gildis­sviðs reglu­verksins.

Kröfur vegna starfs­leyfa muni breytast

Enn­fremur segir mat­væla­ráðu­neytið að nú­verandi reglu­gerð um blóð­töku úr fyl­fullum hryssum, nr. 900/2022 verði felld úr gildi frá 1. nóvember næst­komandi.

„Lögð er á­hersla á að gæta meðal­hófs og að hag­aðilum sé gefið tæki­færi til að að­laga sig að nýrri lagaum­gjörð. Eftir 1. nóvember mun reglu­gerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísinda­skyni gilda um starf­semina.“

Segir ráðu­neytiða að það að fella starf­semi blóð­mera­halds undir um­rædda reglu­gerð feli í sér að form­kröfur til á­kveðinna þátta starf­seminnar muni breytast. Til dæmis varðandi starfs­leyfi sem Mat­væla­stofnun annast sam­kvæmt reglu­gerðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×