Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Jón Þór Stefánsson skrifar 15. september 2023 16:11 Ferðirnar sem málið varðar áttu sér stað árið 2018 þegar maðurinn fór í nokkur skipti til og frá Íslandi til Ísrael og Sádí Arabíu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. Maðurinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til Ísrael og Sadí Arabíu árið 2018. Flugin sem málið varða voru því til og frá Íslandi til þeirra landa. Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til þess að greiða manninum fimm milljónir vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt mannsins til launa voru honum dæmdar 3.6 milljónir. Í málinu hafði verið leitað til EFTA-dómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að í máli sem þessu myndu ferðalög teljast til vinnutíma. „Sá tími sem fer til ferðalaga starfsmanns, eins og stefnanda í máli því sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaðar annars en fastrar eða hefðbundinnar starfsstöðvar, í því skyni að inna af hendi starf sitt eða skyldur á umræddum öðrum stað, að kröfu vinnuveitanda, telst „vinnutími“,“ sagði í svari dómstólsins. Óumdeilt er í málinu að Eyjólfur hafi farið í umræddar ferðir og að þær hafi verið vegna vinnu hans hjá Samgöngustofu. Í dómi sínum bendir Landsréttur á forsendur héraðsdóms í málinu. Héraðsdómur hélt því fram að almennt teljist ferðir til og frá vinnu ekki til vinnutíma. Annað eigi þó við um löng ferðalög til fjarlægra landi sem eigi sér stað að kröfu vinnuveitandans. Maðurinn hafi verið að sinna skyldum sínum í þágu vinnuveitanda síns og í öllum tilvikum hafi verið um verulegan ferðatíma og ferðalög að ræða sem tengdust ekki hefðbundinni starfsstöð hans hér á landi Uppfært - 16:30 Í samtali við Vísi segist Eyjólfur ánægður með niðurstöðuna. „Þetta er auðvitað ótrúlega fordæmisgefandi mál. Þetta snýst ekkert um mig persónulega, heldur snertir þetta fjöldan allan af fólki,“ segir hann. Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Vinnumarkaður Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til Ísrael og Sadí Arabíu árið 2018. Flugin sem málið varða voru því til og frá Íslandi til þeirra landa. Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til þess að greiða manninum fimm milljónir vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt mannsins til launa voru honum dæmdar 3.6 milljónir. Í málinu hafði verið leitað til EFTA-dómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að í máli sem þessu myndu ferðalög teljast til vinnutíma. „Sá tími sem fer til ferðalaga starfsmanns, eins og stefnanda í máli því sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaðar annars en fastrar eða hefðbundinnar starfsstöðvar, í því skyni að inna af hendi starf sitt eða skyldur á umræddum öðrum stað, að kröfu vinnuveitanda, telst „vinnutími“,“ sagði í svari dómstólsins. Óumdeilt er í málinu að Eyjólfur hafi farið í umræddar ferðir og að þær hafi verið vegna vinnu hans hjá Samgöngustofu. Í dómi sínum bendir Landsréttur á forsendur héraðsdóms í málinu. Héraðsdómur hélt því fram að almennt teljist ferðir til og frá vinnu ekki til vinnutíma. Annað eigi þó við um löng ferðalög til fjarlægra landi sem eigi sér stað að kröfu vinnuveitandans. Maðurinn hafi verið að sinna skyldum sínum í þágu vinnuveitanda síns og í öllum tilvikum hafi verið um verulegan ferðatíma og ferðalög að ræða sem tengdust ekki hefðbundinni starfsstöð hans hér á landi Uppfært - 16:30 Í samtali við Vísi segist Eyjólfur ánægður með niðurstöðuna. „Þetta er auðvitað ótrúlega fordæmisgefandi mál. Þetta snýst ekkert um mig persónulega, heldur snertir þetta fjöldan allan af fólki,“ segir hann.
Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Vinnumarkaður Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira