Latur í Þorlákshöfn mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2023 12:59 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segist vona að Latur fái brátt andstætt hlutverk þegar hann muni standa við umferðargötuna og verði ökumönnum hvatning til að vera latir við bensíngjöfina í stað þess að hvetja sjómenn til að vera ekki latir við áratogið. Vísir/Egill Bæjaryfirvöld í Ölfus hafa samþykkt að sögulegur steinn í Þorlákshöfn, sem kallaður er Latur og var lengi einn af siglingarmerkjum í bænum, verði fundinn nýr staður við innkomuna í bæinn og steininum þannig gert hærra undir höfði. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segist mjög ánægður með fundinn hafi verið nýr staður fyrir steininn og gerir ráð fyrir að hann verði fluttur á næstu mánuðum. Steininum verður komið fyrir við „skeifuna“ fyrir norðan Hnjúkamóa 8-10 og segir bæjarstjórinn að steinninn muni þar bjóða bæjarbúa og gesti velkomna. Í bókun skipulags- og umhverfisnefndar Ölfus segir að kominn sé tími til að hefja Lat til vegs og virðingar á ný með því að færa steininn á meira áberandi stað sem hæfir sögulegu gildi hans. Var lagt til að steininum verði fundinn staður við aðkomuna að bænum ásamt upplýsingaskilti um steininn. Steinninn vegur um sextíu tonn og var stækkun hafnarinnar árið 2004 færður þannig að hann varð fjarri alfaraleið. Lat er nú að finna sunnan Egilsbrautar, utan alfaraleiðar.Elliði Vignisson „Róa Lat fyrir Geitafell“ Elliði segir að eitt af því sem sé svo skemmtilegt við framkvæmdina sé að örnefnið Latur sé nokkuð þekkt. Þannig veit hann til þess að bæði í Þorlákshöfn, í Vestmannaeyjum, í Ögmundarhrauni og á Vestfjörðum sé þetta sama örnefni að finna. „Og það sem meira er þá á það sér sömu eða svipaða skírskotun. Oftast stendur það í sjó fram og vísar þá til þess að í þungum straumi gátu ræðarar á gömlu árabátunum virkað latir þegar illa gekk að komast fyrir þessi örnefni. Einnig hefur verið vísað til þess að staðurinn sjálfur væri „latur“ að hverfa sjónum. Hér í Þorlákshöfn var talað um að „róa Lat fyrir Geitafell“. Þá voru áraslögin talin í hvert eitt sinn, frá því að Geitafell fór að hverfa bak við Lat þar til það sást allt hinum megin. Þannig var Latur í raun hraðamælir árabátanna,“ segir Elliði. Skolaði honum tíu metra frá landi Bæjarstjórinn segir að í Þorlákshöfn hafi þetta löngum verið eitt af þekktari örnefnum en lengst af hafi hann staðið austur af urðum og verið notaður sem viðmið um sjófærð og veður. Þannig hafi þurft níu til tólf áratog til að róa fyrir Lat í góðu veðri en þegar verra var í sjó hafi áratogin auðveldlega verið níutíu til hundrað. „Þótt Latur sé mikið grettistak, um sextíu tonn, þá hefur hafaldan stundum skolað honum til sem steinvölu. Áður en elstu menn muna hefur einhver voðalda skolað þessu bjargi á land. Árið 1977 tók svo sterk alda hann í faðm sér og skolaði honum um tíu metra á innar á land þar sem hann lá svo marflatur. Hann var svo fluttur til árið 2004, og honum fundinn staður sunnan Egilsbrautar,“ segir Elliði. Latur vegur um sextíu tonn.Elliði Mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna um ókomna tíð Elliði segir að með vaxandi byggð þyki bæjarbúum ástæða til að minna á að Þorlákshöfn eigi sér ríka sögu, þótt bærinn sé eitt yngsta þéttbýli á Íslandi – rétt liðlega sjötíu ára. „Tengslin við hafið, sjósóknina og óblíð náttúruöfl eru sterk og fólkið hér stolt af sinni sögu. Þess vegna höfum við fundið Lat nýjan stað í andyri Þorlákshafnar í skeifunni við Ölfusbrautina. Þar mun hann bjóða bæjarbúa og gesti velkomna um ókomna tíð, líkt og hann fagnaði sjófarendum í fyrndinni. Kannski að hann fái andstætt hlutverk nú þegar hann stendur við umferðargötuna og verði ökumönnum hvatning til að vera latir við bensíngjöfina í stað þess að hvetja sjómenn til að vera ekki latir við áratogið.“ Ölfus Styttur og útilistaverk Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segist mjög ánægður með fundinn hafi verið nýr staður fyrir steininn og gerir ráð fyrir að hann verði fluttur á næstu mánuðum. Steininum verður komið fyrir við „skeifuna“ fyrir norðan Hnjúkamóa 8-10 og segir bæjarstjórinn að steinninn muni þar bjóða bæjarbúa og gesti velkomna. Í bókun skipulags- og umhverfisnefndar Ölfus segir að kominn sé tími til að hefja Lat til vegs og virðingar á ný með því að færa steininn á meira áberandi stað sem hæfir sögulegu gildi hans. Var lagt til að steininum verði fundinn staður við aðkomuna að bænum ásamt upplýsingaskilti um steininn. Steinninn vegur um sextíu tonn og var stækkun hafnarinnar árið 2004 færður þannig að hann varð fjarri alfaraleið. Lat er nú að finna sunnan Egilsbrautar, utan alfaraleiðar.Elliði Vignisson „Róa Lat fyrir Geitafell“ Elliði segir að eitt af því sem sé svo skemmtilegt við framkvæmdina sé að örnefnið Latur sé nokkuð þekkt. Þannig veit hann til þess að bæði í Þorlákshöfn, í Vestmannaeyjum, í Ögmundarhrauni og á Vestfjörðum sé þetta sama örnefni að finna. „Og það sem meira er þá á það sér sömu eða svipaða skírskotun. Oftast stendur það í sjó fram og vísar þá til þess að í þungum straumi gátu ræðarar á gömlu árabátunum virkað latir þegar illa gekk að komast fyrir þessi örnefni. Einnig hefur verið vísað til þess að staðurinn sjálfur væri „latur“ að hverfa sjónum. Hér í Þorlákshöfn var talað um að „róa Lat fyrir Geitafell“. Þá voru áraslögin talin í hvert eitt sinn, frá því að Geitafell fór að hverfa bak við Lat þar til það sást allt hinum megin. Þannig var Latur í raun hraðamælir árabátanna,“ segir Elliði. Skolaði honum tíu metra frá landi Bæjarstjórinn segir að í Þorlákshöfn hafi þetta löngum verið eitt af þekktari örnefnum en lengst af hafi hann staðið austur af urðum og verið notaður sem viðmið um sjófærð og veður. Þannig hafi þurft níu til tólf áratog til að róa fyrir Lat í góðu veðri en þegar verra var í sjó hafi áratogin auðveldlega verið níutíu til hundrað. „Þótt Latur sé mikið grettistak, um sextíu tonn, þá hefur hafaldan stundum skolað honum til sem steinvölu. Áður en elstu menn muna hefur einhver voðalda skolað þessu bjargi á land. Árið 1977 tók svo sterk alda hann í faðm sér og skolaði honum um tíu metra á innar á land þar sem hann lá svo marflatur. Hann var svo fluttur til árið 2004, og honum fundinn staður sunnan Egilsbrautar,“ segir Elliði. Latur vegur um sextíu tonn.Elliði Mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna um ókomna tíð Elliði segir að með vaxandi byggð þyki bæjarbúum ástæða til að minna á að Þorlákshöfn eigi sér ríka sögu, þótt bærinn sé eitt yngsta þéttbýli á Íslandi – rétt liðlega sjötíu ára. „Tengslin við hafið, sjósóknina og óblíð náttúruöfl eru sterk og fólkið hér stolt af sinni sögu. Þess vegna höfum við fundið Lat nýjan stað í andyri Þorlákshafnar í skeifunni við Ölfusbrautina. Þar mun hann bjóða bæjarbúa og gesti velkomna um ókomna tíð, líkt og hann fagnaði sjófarendum í fyrndinni. Kannski að hann fái andstætt hlutverk nú þegar hann stendur við umferðargötuna og verði ökumönnum hvatning til að vera latir við bensíngjöfina í stað þess að hvetja sjómenn til að vera ekki latir við áratogið.“
Ölfus Styttur og útilistaverk Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda