Innlent

Karl­maður lést í um­ferðar­slysinu í Lækjar­götu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð á öðrum tímanum í gær.
Slysið varð á öðrum tímanum í gær.

Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík á öðrum tímanum eftir hádegi í gær.

Þar varð árekstur sendibifreiðar og skotbómulyftara, en tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 13:23.

Ökumaður sendibifreiðarinnar var úrskurðaður látinn á vettvangi. Fréttamaður Vísis var á meðal vitna í Lækjargötu í gær þar sem sjá mátti að gaffall framan á lyftaranum var niðri og hafði farið inn í framhluta sendibifreiðarinnar. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×