Ríkisstjórnin sé upptekin við innbyrðis rifrildi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 20:29 Kristrún Frostadóttir. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur ríkisstjórnina ekki hafa notað kjörtímabilið til góðs fyrir fólkið í landinu. Mikil orka fari í innbyrðis rifrildi og stjórnmálin snúist um eitthvað annað en það sem brennur á fólki. Þetta sagði Kristrún í ræðu við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Kristrún sagði að Samfylkingin tæki ekki þátt í svona hegðun og fólk geti treyst Samfylkingunni. „Við viljum mæta til leiks með raunsæjar lausnir sem endurspegla þau skref sem meirihluti þjóðar vill að verði tekin í grundvallarmálaflokkum. Fólkið í landinu skilur vel að það er ekki hægt að gera allt. Það vill bara að stjórnmálafólk sé hreinskilið um þá vegferð sem það treystir sér í. Eða eins og ágætur maður sem ég rakst á á kaffihúsi um daginn sagði: „Maður gerir ekki miklar kröfur til stjórnmálamanna. Bara að þau geri það sem þau segjast ætla að gera.“,“ sagði Kristrún. Samfylkingin mælist með mest fylgi allra flokka í könnunum þessa dagana. Flokkurinn mældist til að mynda með 28,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúls Gallup. Næstur var Sjálfstæðisflokkurinn með 21,1 prósent. Píratar mældust með 10,3 prósent, Miðflokkurinn með 8,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 7,5 prósent, Viðreisn með 7,2 prósent, Flokkur Fólksins með 6,3 prósent, Vinstri græn með 5,9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 4,4 prósent. Kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn Í ræðunni sagði Kristrún að Samfylkingin hefði viðurkennt að forgangsraða þyrfti á næsta kjörtímabili og að undirbúningsvinna stæði yfir. Efnahagurinn, velferð og öryggi fólk væri í fyrstu sætunum hjá flokknum. Kristrún sagði að flokkurinn myndi kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála. „Við höfum hlustað, meðtekið og sett á blað hvernig við viljum tryggja að grunnurinn sé í lagi; að fólk finni fyrir öryggi, hvar sem það býr og hafi fastan tengipunkt við heilbrigðiskerfið; hvernig við drögum úr skriffinnsku og tryggjum að heilbrigðisstarfsfólk hafi meiri tíma með sjúklingnum, svo dæmi séu nefnd.“ Kristrún sagði að þetta væri Samfylkingin að gera, á meðan ríkisstjórnin væri upptekin við að rífast við sjálfan sig um eigin vandamál. Eigið stjórnleysi í útlendingamálum, eigið virkjanastopp og endalaust hringl með hvalveiðar. Þá sagði hún að svo virtist sem það eina sem meðlimir ríkisstjórnarinnar væru sammála um innbyrðis væri að halda áfram að reka skaðlega efnahags- og velferðarstefnu, sem græfi undan stöðugleika. „Þetta blasti við landsmönnum síðast í gær, þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um bót og betrun þegar kemur að stjórn efnahagsmála. Fjárlögin afhjúpa þau. Ríkisstjórnin heldur sig við óbreytta stefnu frá fjármálaáætlun í vor og árið þar á undan, að því er virðist óháð aðstæðum í samfélaginu. Á tímum viðvarandi verðbólgu og eftir fjórtán vaxtahækkanir í röð.“ Kristrún sagði ríkisstjórnina um að kalla hærri vexti yfir heimilin með því að velta allri ábyrgð á baráttunni við verðbólguna í fang Seðlabankans. Einnig væri verið að kynda undir óróa á vinnumarkaði, sem gæti leitt til enn meiri verðbólgu. Hún sagði aðhaldið eiga nú að koma næstum því allt frá efsta stjórnsýslulaginu og það væri í besta falli broslegt, eftir markvissa fjölgun ráðherra stóla. Á sama tíma væri ekkert gert til að koma í veg fyrir að kjarabætur verði eingöngu sóttar í gegnum launaliðinn. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í ræðu við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Kristrún sagði að Samfylkingin tæki ekki þátt í svona hegðun og fólk geti treyst Samfylkingunni. „Við viljum mæta til leiks með raunsæjar lausnir sem endurspegla þau skref sem meirihluti þjóðar vill að verði tekin í grundvallarmálaflokkum. Fólkið í landinu skilur vel að það er ekki hægt að gera allt. Það vill bara að stjórnmálafólk sé hreinskilið um þá vegferð sem það treystir sér í. Eða eins og ágætur maður sem ég rakst á á kaffihúsi um daginn sagði: „Maður gerir ekki miklar kröfur til stjórnmálamanna. Bara að þau geri það sem þau segjast ætla að gera.“,“ sagði Kristrún. Samfylkingin mælist með mest fylgi allra flokka í könnunum þessa dagana. Flokkurinn mældist til að mynda með 28,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúls Gallup. Næstur var Sjálfstæðisflokkurinn með 21,1 prósent. Píratar mældust með 10,3 prósent, Miðflokkurinn með 8,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 7,5 prósent, Viðreisn með 7,2 prósent, Flokkur Fólksins með 6,3 prósent, Vinstri græn með 5,9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 4,4 prósent. Kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn Í ræðunni sagði Kristrún að Samfylkingin hefði viðurkennt að forgangsraða þyrfti á næsta kjörtímabili og að undirbúningsvinna stæði yfir. Efnahagurinn, velferð og öryggi fólk væri í fyrstu sætunum hjá flokknum. Kristrún sagði að flokkurinn myndi kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála. „Við höfum hlustað, meðtekið og sett á blað hvernig við viljum tryggja að grunnurinn sé í lagi; að fólk finni fyrir öryggi, hvar sem það býr og hafi fastan tengipunkt við heilbrigðiskerfið; hvernig við drögum úr skriffinnsku og tryggjum að heilbrigðisstarfsfólk hafi meiri tíma með sjúklingnum, svo dæmi séu nefnd.“ Kristrún sagði að þetta væri Samfylkingin að gera, á meðan ríkisstjórnin væri upptekin við að rífast við sjálfan sig um eigin vandamál. Eigið stjórnleysi í útlendingamálum, eigið virkjanastopp og endalaust hringl með hvalveiðar. Þá sagði hún að svo virtist sem það eina sem meðlimir ríkisstjórnarinnar væru sammála um innbyrðis væri að halda áfram að reka skaðlega efnahags- og velferðarstefnu, sem græfi undan stöðugleika. „Þetta blasti við landsmönnum síðast í gær, þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um bót og betrun þegar kemur að stjórn efnahagsmála. Fjárlögin afhjúpa þau. Ríkisstjórnin heldur sig við óbreytta stefnu frá fjármálaáætlun í vor og árið þar á undan, að því er virðist óháð aðstæðum í samfélaginu. Á tímum viðvarandi verðbólgu og eftir fjórtán vaxtahækkanir í röð.“ Kristrún sagði ríkisstjórnina um að kalla hærri vexti yfir heimilin með því að velta allri ábyrgð á baráttunni við verðbólguna í fang Seðlabankans. Einnig væri verið að kynda undir óróa á vinnumarkaði, sem gæti leitt til enn meiri verðbólgu. Hún sagði aðhaldið eiga nú að koma næstum því allt frá efsta stjórnsýslulaginu og það væri í besta falli broslegt, eftir markvissa fjölgun ráðherra stóla. Á sama tíma væri ekkert gert til að koma í veg fyrir að kjarabætur verði eingöngu sóttar í gegnum launaliðinn.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent