Innlent

Al­var­legt um­­­ferðar­­slys í Lækjar­­götu

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um slysið barst um klukkan 13:25 í dag.
Tilkynning um slysið barst um klukkan 13:25 í dag. Vísir/Viktor

Alvarlegt umferðarslys varð í Lækjargötu í Reykjavík um klukkan 13:25 í dag. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins rákust þar tvö ökutæki saman. Einungis ökumenn voru í ökutækjunum tveimur. 

Slysið varð á mótum Lækjargötu og Vonarstræti, en lögregla hefur girt af svæði í kringum slysstað. 

Sjúkrabílar mættu á staðinn upp úr klukkan 13:30. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem send var á fjölmiðla skömmu fyrir klukkan 14, segir að um alvarlegt slys hafi verið að ræða. 

„Viðbragðsaðilar eru við störf á vettvangi, en lokað er fyrir umferð við slysstaðinn og í næsta nágrenni hans.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.

Vísir/BEB
Vísir/Viktor


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×