Hefur fengið fjölda skeyta þar sem kennarar eru sakaðir um innrætingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 22:10 „Gott samfélag er samfélag þar sem við virðum hvert annað og vinnum saman að því að við öll fáum að blómstra á okkar eigin forsendum,“ segir Katrín meðal annars í færslu sinni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur umræðu síðustu daga um hinsegin fræðslu vera hluta af bakslagi sem orðið hafi gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks. Hún segir mikilvægt að fólk fræðist um fjölbreytileika samfélagsins, og skilji hann. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birti nú í kvöld. „Að undanförnu hefur blossað upp umræða um að allt of langt sé gengið í að fræða börn og ungmenni um fjölbreytileika samfélagsins þegar kemur að kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu,“ skrifar Katrín. Kennarar sakaðir um innrætingu „Ég hef fengið fjölda skeyta um þessi mál þar sem kennarar og starfsfólk skóla er sakað um innrætingu á þessu sviði. Þessi umræða hefur blossað upp með ógnarhraða – en er vissulega vel þekkt víða um heim. Hún er hluti af hinu ótrúlega dapurlega bakslagi sem hefur orðið gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks – einmitt þegar við höfum náð fram langþráðum umbótum í lögum og regluverki þegar kemur að réttindum þessa hóps. Og þetta bakslag er ekki bara á Íslandi – það er víða um heim,“ skrifar Katrín. Í gær birtist á Vísi viðtal við fræðslustýru Samtakanna '78, sem segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. „Samfélagið sem við langflest viljum“ Katrín segir það ekki svo að réttindi hinsegin og kynsegin fólks skerði annarra manna réttindi, né heldur að fræðsla um fjölbreytileika sé innræting, eða að slíkri fræðslu sé ætlað að þvinga fólk í ákveðnar áttir. „Sonur minn lærði til dæmis um túrverki í dag. Það er ekki vegna þess að hann sé endilega að upplifa þá sjálfur í sínu lífi – heldur er einmitt mikilvægt að hann viti um hvað þeir snúast. Vegna þess að við viljum skilja allar þær ólíku manneskjur sem skapa eitt stykki samfélag. Þá skiptir máli að skilja að reynsluheimur þeirra er ólíkur. Þess vegna er fræðsla um þessi mál mikilvæg.“ Mikilvægt sé að fræðast um ólíka kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu, svo hægt sé að læra um fjölbreytileika samfélagsins og skilja hann. „Við erum ólík en við eigum öll okkar drauma, þrár og langanir. Og gott samfélag er samfélag þar sem við virðum hvert annað og vinnum saman að því að við öll fáum að blómstra á okkar eigin forsendum. Ég trúi því að það sé samfélagið sem við langflest viljum,“ skrifar Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birti nú í kvöld. „Að undanförnu hefur blossað upp umræða um að allt of langt sé gengið í að fræða börn og ungmenni um fjölbreytileika samfélagsins þegar kemur að kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu,“ skrifar Katrín. Kennarar sakaðir um innrætingu „Ég hef fengið fjölda skeyta um þessi mál þar sem kennarar og starfsfólk skóla er sakað um innrætingu á þessu sviði. Þessi umræða hefur blossað upp með ógnarhraða – en er vissulega vel þekkt víða um heim. Hún er hluti af hinu ótrúlega dapurlega bakslagi sem hefur orðið gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks – einmitt þegar við höfum náð fram langþráðum umbótum í lögum og regluverki þegar kemur að réttindum þessa hóps. Og þetta bakslag er ekki bara á Íslandi – það er víða um heim,“ skrifar Katrín. Í gær birtist á Vísi viðtal við fræðslustýru Samtakanna '78, sem segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. „Samfélagið sem við langflest viljum“ Katrín segir það ekki svo að réttindi hinsegin og kynsegin fólks skerði annarra manna réttindi, né heldur að fræðsla um fjölbreytileika sé innræting, eða að slíkri fræðslu sé ætlað að þvinga fólk í ákveðnar áttir. „Sonur minn lærði til dæmis um túrverki í dag. Það er ekki vegna þess að hann sé endilega að upplifa þá sjálfur í sínu lífi – heldur er einmitt mikilvægt að hann viti um hvað þeir snúast. Vegna þess að við viljum skilja allar þær ólíku manneskjur sem skapa eitt stykki samfélag. Þá skiptir máli að skilja að reynsluheimur þeirra er ólíkur. Þess vegna er fræðsla um þessi mál mikilvæg.“ Mikilvægt sé að fræðast um ólíka kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu, svo hægt sé að læra um fjölbreytileika samfélagsins og skilja hann. „Við erum ólík en við eigum öll okkar drauma, þrár og langanir. Og gott samfélag er samfélag þar sem við virðum hvert annað og vinnum saman að því að við öll fáum að blómstra á okkar eigin forsendum. Ég trúi því að það sé samfélagið sem við langflest viljum,“ skrifar Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16