Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. Vísir

Þingveturinn hófst í dag þegar Alþingi var sett og fjármálaráðherra kynnti fjárlög næsta árs. Fjárlögin einkennast af aðhaldi sem á að vinna gegn verðbólgu og búa í haginn fyrir vaxtalækkun.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið ítarlega yfir ný fjárlög. Við verðum í beinni frá Alþingi og ræðum við ráðherra, þingmenn stjórnarandstöðunnar og forseta Alþingis. Þá kíkjum á Austurvöll þar sem fjöldi mótmælenda kom saman við þingsetningu.

Aðalfyrirlesari á evrópskri ráðstefnu um heimilisofbeldi varar ríki Evrópu við pólitískum þrýstihópum á hægri væng stjórnmálanna sem telja að hið opinbera hafi teygt sig of langt inn í einkalíf fólks með ofbeldisvörnum og lagasetningu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Kim Jung Un, leiðtogi Kóreu, er kominn til Rússlands þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta.Samúel Karl Ólason fréttamaður kemur í settið og fer yfir þennan sérstaka fund og þýðingu hans.

Þá verður Kristján Már Unnarsson í beinni frá Þorskafirði og fer yfir þáttaskil í framkvæmdum á Vestfjarðarvegi auk þess sem við hittum ungt par sem tók U-beygju í lífinu, keypti trillu og hélt út á miðin. Í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum hittum við rithöfundinn Yrsu Sigurðardóttur og ræðum við hana um hrollinn sem hún getur vakið upp hjá lesendum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×