Innlent

Einar Guð­berg lög­reglu­full­trúi látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Guðberg Jónsson lögreglufulltrúi ræddi reglulega við fjölmiðla sem hluta af starfi sínu.
Einar Guðberg Jónsson lögreglufulltrúi ræddi reglulega við fjölmiðla sem hluta af starfi sínu. Vísir/Arnar

Einar Guðberg Jónsson lög­reglu­full­trúi er látinn 45 ára að aldri. Hann lést á líkn­ar­deild Land­spít­ala í Kópa­vogi hinn 5. sept­em­ber. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag.

Einar Guðberg lauk námi frá Lögregluskóla ríkisins árið 2000. Hann starfaði hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík til dauðadags ef frá er talið árið 2001 þegar hann leysti af sem lögreglumaður hjá Sýslumanninum á Eskifirði.

Hann færði sig yfir í rannsóknarlögregluna árið 2006 og vann lengi í kynferðisbrotadeild. Hann leiddi starfið í ofbeldisrannsóknum og síðan manssals- og vændisrannsóknum sem lögreglufulltrúi. Þá leysti hann af sem aðstoðaryfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild.

Einar Guðberg kom meðal annars fram fyrir hönd lögreglunnar í tengslum við umfjöllun Kompás árið 2021 þar sem vændi og mansal var til skoðunar.

Einar Guðberg lætur eftir sig eiginkonu og þrjár dætur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×