Innlent

Ör­tröð í Leifs­stöð vegna undir­mönnunar

Árni Sæberg skrifar
Ferðalangar stóðu í löngum röðum í Leifsstöð í morgunsárið.
Ferðalangar stóðu í löngum röðum í Leifsstöð í morgunsárið. Aðsend

Miklar biðraðir mynduðust í Leifsstöð í morgun vegna tímabundinnar undirmönnunar. Röð í öryggisleit náði alla leið niður í komusal.

Þetta má sjá á myndum sem Vísi bárust í morgun. Sá sem tók myndirnar segir röðina í öryggisleit hafa teygt sig um alla flugstöð og ferðalangar hvorki komist lönd né strönd í langan tíma.

Ferðalangar hafa vafalítið verið óþreyjufullir í morgun.Aðsend

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að ekki megi rekja örtröðina til nokkurs konar bilunar. Einfaldlega hafi verið um tímabundna undirmönnun vegna veikinda að ræða en nú sé búið að finna afleysingarstarfsmenn. Verið sé að vinna töfina upp og því ætti ástandið að vera komið í eðlilegt horf fljótlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×