Milljarða framkvæmdir á fangelsinu á Litla-Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2023 20:05 Guðrún með númeraplötuna, sem fangarnir gáfu henni í tilefni af heimsókninni á Litla Hraun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Milljarða framkvæmdir eru hafnar við fangelsið á Litla Hrauni en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Dómsmálaráðherra kynnti sér framkvæmdirnar og fékk í leiðinni einkanúmer að gjöf frá fangelsinu með nafni sínu en hún má þó ekki nota númerið því önnur er með nafnið hennar á bíl sínum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra hefur verið að heimsækja fangelsi landsins og kynna sér starfsemi þeirra. Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur verið með henni, ásamt starfsfólki ráðuneytisins og fangelsanna. Guðrún segir að nú eigi að fara af stað með miklar framkvæmdir í fangelsinu á Litla Hrauni á Eyrarbakka en byggingarnar þar eru margar hverjar orðnar mjög lúnar. „Enda höfum við í huga ríkisstjórnin að fara hér í miklar umbætur og endurbætur hér á húsnæðinu. Við ætlum að endurbæta hér allan húsakost þannig að hann uppfylli þær kröfur, sem gerðar er til fangelsa í dag,” segir Guðrún. Og þetta mun breyta öllu eða hvað? „Já, þetta mun breyta öllu, þetta mun breyta aðstæðum fanga, þetta mun breyta aðstöðu fangavarða og þeirra heilbrigðisstarfsmanna, sem hér eru. Hér þurfum við að efla og bæta húsnæði undir alla geðheilbrigðisþjónustu, heilbrigðisþjónustu, sem og annað,” segir Guðrún. Búið er að koma upp vinnubúðum við fangelsið nú þegar framkvæmdirnar eru að hefjast.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að kostnaður við framkvæmdirnar hlaupi á milljörðum króna. Þá segir hún að nú séu á þriðja hundrað manns að bíða eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. Hvernig heldur þú að fólki líði í fangelsi, getur þú sett þig í þeirra spor? „Ég held að í langflestum tilvikum að þá séu það hörmulegar aðstæður að fólk sé komið í fangelsi. Það á sér alltaf einhvern aðdraganda sem er sorglegur. Í einhverjum tilfellum er fólk á þeim stað í lífinu að það er ákveðin lausn að koma í fangelsi og við viljum grípa utan um fólk, taka utan um það.” Guðrún ásamt Páli Winkel, fangelsismálastjóra og Halldóri Val Pálssyni, forstöðumanni á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og aðeins meira frá Litla Hrauni því dómsmálaráðherra fékk þar gefins númeraplötu með nafni sínu. „Hér leystu fangarnir mig út með gjöf, gáfu mér þessa flottu númeraplötu en ég held að ég verði að hafa hana á skrifstofunni í ráðuneytinu því ég má ekki setja á bílinn því það var einhver á undan mér að taka Guðrún á bílinn sinn,” sagði Guðrún. Flaggað var fyrir ráðherrann og hennar fólk þegar það mætti á Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra hefur verið að heimsækja fangelsi landsins og kynna sér starfsemi þeirra. Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur verið með henni, ásamt starfsfólki ráðuneytisins og fangelsanna. Guðrún segir að nú eigi að fara af stað með miklar framkvæmdir í fangelsinu á Litla Hrauni á Eyrarbakka en byggingarnar þar eru margar hverjar orðnar mjög lúnar. „Enda höfum við í huga ríkisstjórnin að fara hér í miklar umbætur og endurbætur hér á húsnæðinu. Við ætlum að endurbæta hér allan húsakost þannig að hann uppfylli þær kröfur, sem gerðar er til fangelsa í dag,” segir Guðrún. Og þetta mun breyta öllu eða hvað? „Já, þetta mun breyta öllu, þetta mun breyta aðstæðum fanga, þetta mun breyta aðstöðu fangavarða og þeirra heilbrigðisstarfsmanna, sem hér eru. Hér þurfum við að efla og bæta húsnæði undir alla geðheilbrigðisþjónustu, heilbrigðisþjónustu, sem og annað,” segir Guðrún. Búið er að koma upp vinnubúðum við fangelsið nú þegar framkvæmdirnar eru að hefjast.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að kostnaður við framkvæmdirnar hlaupi á milljörðum króna. Þá segir hún að nú séu á þriðja hundrað manns að bíða eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. Hvernig heldur þú að fólki líði í fangelsi, getur þú sett þig í þeirra spor? „Ég held að í langflestum tilvikum að þá séu það hörmulegar aðstæður að fólk sé komið í fangelsi. Það á sér alltaf einhvern aðdraganda sem er sorglegur. Í einhverjum tilfellum er fólk á þeim stað í lífinu að það er ákveðin lausn að koma í fangelsi og við viljum grípa utan um fólk, taka utan um það.” Guðrún ásamt Páli Winkel, fangelsismálastjóra og Halldóri Val Pálssyni, forstöðumanni á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og aðeins meira frá Litla Hrauni því dómsmálaráðherra fékk þar gefins númeraplötu með nafni sínu. „Hér leystu fangarnir mig út með gjöf, gáfu mér þessa flottu númeraplötu en ég held að ég verði að hafa hana á skrifstofunni í ráðuneytinu því ég má ekki setja á bílinn því það var einhver á undan mér að taka Guðrún á bílinn sinn,” sagði Guðrún. Flaggað var fyrir ráðherrann og hennar fólk þegar það mætti á Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent