Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 6. september 2023 18:40 Aðgerðasinnarnir Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou voru 33 klukkustundir í tunnum í möstrum hvalveiðiskipa Hvals hf. Vísir Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. Elissa og Anahita, konurnar sem komu sér fyrir í möstrum hvalveiðibáta Hvals í Reykjavíkurhöfn á mánudagsmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið mikla athygli. Alls mótmæltu þær í 33 klukkustundir og önnur þeirra Anahita var án drykkjar og vatns mest allan tímann eftir að lögreglan tók af henni bakpoka. Fréttakona náði tali af konunum í dag, sem enn voru að jafna sig eftir dvölina í möstrunum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Elissa og Anahita voru færðar í skýrslutöku á lögreglustöðina í gær eftir að mótmælunum lauk en eigandi hvals hefur kært þær fyrir hústöku samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þær gagnrýna vinnubrögð lögreglu í upphafi mótmælanna. Þær segja málið í ferli hjá lögmönnum en dómsmálaráðherra hefur verið látinn vita af því og umboðsmaður alþingis. Nánari upplýsingar gátu þær ekki gefið að svo stöddu. Ónauðsynleg hegðun Konurnar segjast hneykslaðar á aðgerðum lögreglu fyrstu klukkustund mótmælanna, áður en gestir og fjölmiðlar mættu á svæðið. Þær segja lögreglu hafa veist an Anahitu í körfubíl, sem ekki náði til mastursins sem Elissa dvaldi í. „Eins og þið hafið séð á myndskeiðunum voru þau ótrúlega áköf. Þau reyndu að lyfta mér á hettunni sem varð til þess að húðin á vörinni minni rifnaði og ég gat ekki andað. Ég sagði þeim að ég gæfi ekki eftir og bað þá um að hætta að meiða mig,“ segir Anahita. Þá segir hún lögreglumennina hafa slegið höfði hennar þrisvar í sætið í tunnunni sem hún faldi sig undir. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ bætir Anahita við. Hún segir áfallið sem fylgdi lögregluaðgerðunum hafa litað dvöl hennar í mastrinu og hún átt erfitt með að slaka á vegna hræðslu um að þeir kæmu og beittu sömu brögðum aftur. Anahita segist vita að samkvæmt íslenskum lögum hafi gjörðir lögreglunnar ekki verið nauðsynlegar. „Mér finnst þetta eiginlega óásættanlegt.“ Konurnar árétta að þær séu einungis hneykslaðar á viðbrögðum lögreglu í fyrstu, en eftir það hafi þeir lögreglumenn sem lögðu sér leið upp til þeirra verið kurteisir og sýnt þeim virðingu, þrátt fyrir að hafa ekki getað útvegað þeim vatn. Bjuggu sig undir salernisleysið Eflaust velta því margir fyrir sér hvernig hægt sé að dvelja í tunnu í svo langan tíma án þess að hafa aðgang að salerni. Konurnar gáfu opinskátt svar við því. „Mér varð í raun aldrei mál meðan við vorum þarna uppi. Við vorum í mjög flottum fullorðinsbleyjum,“ segir Elissa. Anahita tekur í sama streng. „Ég var ekki með neinn vökva í líkamanum þannig að mér varð aldrei mál.“ Anahita er listakona að írönskum uppruna og búsett í Mílanó á Ítalíu og Elissa er búsett í Lundúnum. Þær voru þreyttar en ánægðar eftir mótmælin í dag og ákváðu að vera í íslenskum lopapeysum sem ónefnd stuðningsmanneskja gaf þeim í mótmælunum. Þær segjast ekki tilheyra neinum hópum og mótmælin hafi verið árangursrík en þær ákváðu þau þegar hvalveiðibanninu var aflétt 1. september. Elissa segir þær þá hafa uppgötvað að friðsæl mótmæli myndu ekki nægja til þess að stöðva hvalveiðarnar og ákveðið að grípa til annarra ráða. Hvalveiðar Reykjavík Hvalir Lögreglan Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira
Elissa og Anahita, konurnar sem komu sér fyrir í möstrum hvalveiðibáta Hvals í Reykjavíkurhöfn á mánudagsmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið mikla athygli. Alls mótmæltu þær í 33 klukkustundir og önnur þeirra Anahita var án drykkjar og vatns mest allan tímann eftir að lögreglan tók af henni bakpoka. Fréttakona náði tali af konunum í dag, sem enn voru að jafna sig eftir dvölina í möstrunum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Elissa og Anahita voru færðar í skýrslutöku á lögreglustöðina í gær eftir að mótmælunum lauk en eigandi hvals hefur kært þær fyrir hústöku samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þær gagnrýna vinnubrögð lögreglu í upphafi mótmælanna. Þær segja málið í ferli hjá lögmönnum en dómsmálaráðherra hefur verið látinn vita af því og umboðsmaður alþingis. Nánari upplýsingar gátu þær ekki gefið að svo stöddu. Ónauðsynleg hegðun Konurnar segjast hneykslaðar á aðgerðum lögreglu fyrstu klukkustund mótmælanna, áður en gestir og fjölmiðlar mættu á svæðið. Þær segja lögreglu hafa veist an Anahitu í körfubíl, sem ekki náði til mastursins sem Elissa dvaldi í. „Eins og þið hafið séð á myndskeiðunum voru þau ótrúlega áköf. Þau reyndu að lyfta mér á hettunni sem varð til þess að húðin á vörinni minni rifnaði og ég gat ekki andað. Ég sagði þeim að ég gæfi ekki eftir og bað þá um að hætta að meiða mig,“ segir Anahita. Þá segir hún lögreglumennina hafa slegið höfði hennar þrisvar í sætið í tunnunni sem hún faldi sig undir. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ bætir Anahita við. Hún segir áfallið sem fylgdi lögregluaðgerðunum hafa litað dvöl hennar í mastrinu og hún átt erfitt með að slaka á vegna hræðslu um að þeir kæmu og beittu sömu brögðum aftur. Anahita segist vita að samkvæmt íslenskum lögum hafi gjörðir lögreglunnar ekki verið nauðsynlegar. „Mér finnst þetta eiginlega óásættanlegt.“ Konurnar árétta að þær séu einungis hneykslaðar á viðbrögðum lögreglu í fyrstu, en eftir það hafi þeir lögreglumenn sem lögðu sér leið upp til þeirra verið kurteisir og sýnt þeim virðingu, þrátt fyrir að hafa ekki getað útvegað þeim vatn. Bjuggu sig undir salernisleysið Eflaust velta því margir fyrir sér hvernig hægt sé að dvelja í tunnu í svo langan tíma án þess að hafa aðgang að salerni. Konurnar gáfu opinskátt svar við því. „Mér varð í raun aldrei mál meðan við vorum þarna uppi. Við vorum í mjög flottum fullorðinsbleyjum,“ segir Elissa. Anahita tekur í sama streng. „Ég var ekki með neinn vökva í líkamanum þannig að mér varð aldrei mál.“ Anahita er listakona að írönskum uppruna og búsett í Mílanó á Ítalíu og Elissa er búsett í Lundúnum. Þær voru þreyttar en ánægðar eftir mótmælin í dag og ákváðu að vera í íslenskum lopapeysum sem ónefnd stuðningsmanneskja gaf þeim í mótmælunum. Þær segjast ekki tilheyra neinum hópum og mótmælin hafi verið árangursrík en þær ákváðu þau þegar hvalveiðibanninu var aflétt 1. september. Elissa segir þær þá hafa uppgötvað að friðsæl mótmæli myndu ekki nægja til þess að stöðva hvalveiðarnar og ákveðið að grípa til annarra ráða.
Hvalveiðar Reykjavík Hvalir Lögreglan Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira