Lífið samstarf

Kjóstu fal­legasta garð ársins 2023!

Fallegasti garðurinn á Vísi
Lesendur Vísis geta kosið um fallegasta garð ársins 2023. Valið stendur á milli sex fallegra garða.
Lesendur Vísis geta kosið um fallegasta garð ársins 2023. Valið stendur á milli sex fallegra garða.

Nú geta lesendur Vísis kosið um fallegasta garðinn 2023.

Keppnin um fallegasta garðinn hefur staðið yfir undanfarnar vikur á Vísi en frestur til að taka þátt rann út í lok ágúst. Dómnefnd Vísis hefur staðið í ströngu undanfarna daga og skoðað fjölda fallegra mynda af litríkum og fallega skipulögðum görðum víða um land.

Sigurvegarinn í leiknum hlýtur í verðlaun glæsilegan heitan pott að andvirði 285.000 kr. frá NormX. Um er að ræða pottinn Grettislaugu en hann er 1.400 lítra og tekur allt að sex manns í sæti.

„Grettislaug er sennilegast mest seldi potturinn á Íslandi í dag,“ segir Orri Stefánssonar, sölu- og verslunarstjóri NormX. „Við höfum yfir fjögurra áratuga reynslu af framleiðslu heitra potta sem hafa fengið góðar viðtökur enda sameinast þar góð gæði og gott verð. Hægt er að velja á milli þriggja lita, dökkgráan, ljósgráan og bláan.“

Dómnefnd Vísis hefur valið sex garða sem keppa til úrslita. Myndir frá görðunum eru hér fyrir neðan og hægt er að kjósa í lok greinarinnar.

Kosningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 14. september og verða úrslit tilkynnt degi síðar, föstudaginn 15. september.

Taktu þátt og kjóstu fallegasta garðinn 2023!


Dröfn Jónsdóttir og Stefán Pétursson búa í Dverghólum 17 á Selfossi. Hér eru myndir frá garðinum þeirra.

Garður Drafnar Jónsdóttur og Stefáns Péturssonar á Selfossi.

Alda Möller og Derek Mundell búa í Hjallabrekku 6 í Kópavogi. Hér eru myndir frá garðinum þeirra.

Garður Öldu Möller og Dereks Mundell í Hafnarfirði.  Myndir/Vilhelm.

Elín Anna Ellertsdóttir og Ingvi Friðriksson búa í Vesturtúni 35 á Álftanesi. Hér eru myndir frá garðinum þeirra.

Garður Elínar Önnu Ellertsdóttur og Ingva Friðrikssonar er á Álftanesi.  Myndir/Vilhelm.


Ágúst Þorri Tryggvason og Hulda Sesselja Sívertsen búa í Lyngbrekku 23 í Kópavogi. Hér eru myndir frá garðinum þeirra.

Ágúst og Hulda eiga þennan fallega garð sem er staðsettur í Kópavogi.  Myndir/Arnar.

Rannveig Guðleifsdóttir og Sigurjón Ingvason búa á Suðurgötu 70 í Hafnarfirði. Hér eru myndir frá garðinum þeirra.

Garður Rannveigar og Sigurjóns er staðsettur í Hafnarfirði.  Myndir/Arnar.


María Haukdal Styrmisdóttir og Pétur Þór Karlsson búa í Helgalandi 8 í Mosfellsbæ. Hér eru myndir frá garðinum þeirra.

Garður Maríu og Péturs er staðsettur í Mosfellsbæ.  Myndir/Arnar.

** Kosningu er lokið. Takk fyrir að taka þátt! **






Fleiri fréttir

Sjá meira


×