Hlýr og óvenju hægviðrasamur ágúst Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2023 11:58 Íþróttaiðkendur nýta sér veðurblíðu í ágúst til þess að gera æfingar sínar utandyra við Arnarhól í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Ágúst var hlýr, óvenju hægviðrasamur og tiltölulega þurr víðast á landinu. Víða féll meirihluti mánaðarúrkomunnar á aðeins einum til tveimur sólarhringum seint í mánuðinum. Sumarmánuðirnir voru afar ólíkir veðurfarslega. Mánuðurinn var sjötti hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga í Reykjavík, 12,2 stig. Það var 1,1 stigi yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 en 1,2 stigi yfir meðaltali síðustu tíu ára samkvæmt samantekt Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst og í sumar. Á Akureyri var hitinn 0,7 stigum yfir meðaltali. Hlýindin náðu þó ekki til austasta hluta landsins, á Austfjörðum og anneskjum norðaustanlands. Á Egilsstöðum var meðalhitinn 0,1 stigi undir meðaltali undanfarinna tíu ára og 0,3 stigum undir meðaltali síðustu þriggja áratuga. Mesti hitinn í ágúst mældist 26,4 stig á Torfum í Eyjafirði 25. ágúst. Hæsti meðalhitinn í ágúst var við Reykjanesvita, 12,9 stig. Júní alls ólíkur júlí og ágúst Á sama tíma og sumarið á norðurhveli var það hlýjasta frá upphafi mælinga var meðalhiti sumarmánaðanna þriggja í Reykjavík aðeins í 22. sæti á lista yfir hlýjustu sumur í borginni. Á Akureyri var sumarið það átjánda til nítjánda hlýjasta sem beinar mælingar ná til. Sumarmánuðirnir voru einnig afar ólíkir innbyrðis. Í júní var óvenjulega hlýtt og sólríkt á norðaustan- og austanverðu landinu. Þannig var júní hlýjasti júnímánuður frá upphafi mælinga á Akureyri og Egilsstöðum. Á sunnan- og vestanverðu landinu var aftur á móti sérstaklega úrkomusamt og sólarlítið. Umskipti urðu í júlí þegar suðvestlægar átti véku fyrir norðan- og norðaustanátt. Þá var hlýrra suðvestanlands en svaralar á Norður- og Austurlandi. Óvenju þurrt og sólríkt var einnig á sunnan- og vestanverðu landinu. Júlí var víða þurrasti júlímánuður frá upphafi mælinga þar. Það spillti ekki gleði þessara ferðamanna á Skólavörðustíg að júní hafi verið óvenjuúrkomusamur í borginni. Meira en helmingur allrar úrkomu í sumar féll í júní.Vísir/Vilhelm Tiltölulega fáir úrkomudagar Mjög þurrt var fram eftir ágúst, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Dagar þegar úrkoma mældist millimetri eða meiri voru óvenjufáir víða jafnvel þó að heildarúrkoma mánaðarins hafi oft verið minni. Á Dalatanga rigndi þannig aðeins milliímetra eða meira þrjá daga í ágúst. Rigningardagar hafa ekki verið færri þar í áratugi. Í Reykjavík var úrkoman í ágúst um níutíu prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Níu daga gerði millímetra úrkomu eða meira, tveimur færri en í meðalári. Þegar litið er til sumarsins í heild var úrkoman í höfuðborginni um tíu prósent umfram meðaltal. Meira en helmingur úrkomunnar féll í júní. Úrkomudagar voru átta færri en á meðalsumri. Á Akureyri var úrkoman um sjötíu prósent af meðaltalinu í ágúst en meirihluti úrkomunnar mældist að morgni 27. ágústs. Úrkomudagar voru þrír, fimm færri en í meðalágústmánuði. Í sumar var úrkoman um sjötíu og fimm prósent af meðaltalinu. Á Stykkishólmi var úrkoman aðeins rúmur þriðjungur af meðaltali síðustu þriggja áratuga og á Höfn í Hornafirði mældist ein minnsta úrkoma sem þekkist þar í ágústmánuði. Sólskinsstundir voru einnig yfir meðaltali bæði í höfuðborginni og fyrir norðan. Í Reykjavík voru 208,7 sólskinsstundir í ágúst, tæpum 44 stundum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Sólskinsstundirnar voru 80,7 stundum yfir meðaltali í sumar. Á Akureyri voru sólarstundirnar 176,8, 38,8 stundum yfir fyrrnefndu meðaltali. Í sumar voru þær 63,7 stundum fleiri en í meðalári undanfarinna þriggja áratuga. Árið svalara en að meðaltali í borginni fram að þessu Það sem af er ári er meðalhiti í Reykjavík lítillega undir meðaltali síðustu þriggja áratuga og 0,3 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Hitinn mældist 5,5 stig fyrstu átta mánuði ársins. Miðað við það væri árið í ár aðeins það 41. hlýjasta frá upphafi mælinga fyrir 143 árum. Fyrstu þrír mánuðir ársins voru óvenjukaldir í höfuðborginni, 1,2 stigum undir meðaltali síðustu þrjátíu ára og 1,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Á Akureyri er meðalhitinn það sem af er ári hins vegar 0,4 stigum yfir meðaltali síðustu þrjátíu ára og jafn meðalhita síðustu tíu ára. Það gerir árið til þessa það nítjánda hlýjasta frá upphafi þar. Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Mánuðurinn var sjötti hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga í Reykjavík, 12,2 stig. Það var 1,1 stigi yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 en 1,2 stigi yfir meðaltali síðustu tíu ára samkvæmt samantekt Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst og í sumar. Á Akureyri var hitinn 0,7 stigum yfir meðaltali. Hlýindin náðu þó ekki til austasta hluta landsins, á Austfjörðum og anneskjum norðaustanlands. Á Egilsstöðum var meðalhitinn 0,1 stigi undir meðaltali undanfarinna tíu ára og 0,3 stigum undir meðaltali síðustu þriggja áratuga. Mesti hitinn í ágúst mældist 26,4 stig á Torfum í Eyjafirði 25. ágúst. Hæsti meðalhitinn í ágúst var við Reykjanesvita, 12,9 stig. Júní alls ólíkur júlí og ágúst Á sama tíma og sumarið á norðurhveli var það hlýjasta frá upphafi mælinga var meðalhiti sumarmánaðanna þriggja í Reykjavík aðeins í 22. sæti á lista yfir hlýjustu sumur í borginni. Á Akureyri var sumarið það átjánda til nítjánda hlýjasta sem beinar mælingar ná til. Sumarmánuðirnir voru einnig afar ólíkir innbyrðis. Í júní var óvenjulega hlýtt og sólríkt á norðaustan- og austanverðu landinu. Þannig var júní hlýjasti júnímánuður frá upphafi mælinga á Akureyri og Egilsstöðum. Á sunnan- og vestanverðu landinu var aftur á móti sérstaklega úrkomusamt og sólarlítið. Umskipti urðu í júlí þegar suðvestlægar átti véku fyrir norðan- og norðaustanátt. Þá var hlýrra suðvestanlands en svaralar á Norður- og Austurlandi. Óvenju þurrt og sólríkt var einnig á sunnan- og vestanverðu landinu. Júlí var víða þurrasti júlímánuður frá upphafi mælinga þar. Það spillti ekki gleði þessara ferðamanna á Skólavörðustíg að júní hafi verið óvenjuúrkomusamur í borginni. Meira en helmingur allrar úrkomu í sumar féll í júní.Vísir/Vilhelm Tiltölulega fáir úrkomudagar Mjög þurrt var fram eftir ágúst, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Dagar þegar úrkoma mældist millimetri eða meiri voru óvenjufáir víða jafnvel þó að heildarúrkoma mánaðarins hafi oft verið minni. Á Dalatanga rigndi þannig aðeins milliímetra eða meira þrjá daga í ágúst. Rigningardagar hafa ekki verið færri þar í áratugi. Í Reykjavík var úrkoman í ágúst um níutíu prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Níu daga gerði millímetra úrkomu eða meira, tveimur færri en í meðalári. Þegar litið er til sumarsins í heild var úrkoman í höfuðborginni um tíu prósent umfram meðaltal. Meira en helmingur úrkomunnar féll í júní. Úrkomudagar voru átta færri en á meðalsumri. Á Akureyri var úrkoman um sjötíu prósent af meðaltalinu í ágúst en meirihluti úrkomunnar mældist að morgni 27. ágústs. Úrkomudagar voru þrír, fimm færri en í meðalágústmánuði. Í sumar var úrkoman um sjötíu og fimm prósent af meðaltalinu. Á Stykkishólmi var úrkoman aðeins rúmur þriðjungur af meðaltali síðustu þriggja áratuga og á Höfn í Hornafirði mældist ein minnsta úrkoma sem þekkist þar í ágústmánuði. Sólskinsstundir voru einnig yfir meðaltali bæði í höfuðborginni og fyrir norðan. Í Reykjavík voru 208,7 sólskinsstundir í ágúst, tæpum 44 stundum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Sólskinsstundirnar voru 80,7 stundum yfir meðaltali í sumar. Á Akureyri voru sólarstundirnar 176,8, 38,8 stundum yfir fyrrnefndu meðaltali. Í sumar voru þær 63,7 stundum fleiri en í meðalári undanfarinna þriggja áratuga. Árið svalara en að meðaltali í borginni fram að þessu Það sem af er ári er meðalhiti í Reykjavík lítillega undir meðaltali síðustu þriggja áratuga og 0,3 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Hitinn mældist 5,5 stig fyrstu átta mánuði ársins. Miðað við það væri árið í ár aðeins það 41. hlýjasta frá upphafi mælinga fyrir 143 árum. Fyrstu þrír mánuðir ársins voru óvenjukaldir í höfuðborginni, 1,2 stigum undir meðaltali síðustu þrjátíu ára og 1,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Á Akureyri er meðalhitinn það sem af er ári hins vegar 0,4 stigum yfir meðaltali síðustu þrjátíu ára og jafn meðalhita síðustu tíu ára. Það gerir árið til þessa það nítjánda hlýjasta frá upphafi þar.
Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira