Innlent

Al­var­legt bíl­slys í Borgar­firði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tvær þyrlur hafa verið sendar á slysstað.
Tvær þyrlur hafa verið sendar á slysstað. Vísir/Vilhelm

Hring­vegurinn er lokaður í Norður­ár­dal vegna al­var­legs um­ferðar­slyss. Tveir bílar skullu saman á Vestur­lands­vegi til móts við Hvamms­kirkju, skammt frá Bif­röst. Fjórir voru í bílunum.

RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru tvær þyrlur kallaðar út á þriðja tímanum vegna slyssins.

Beita þurfti tækja­búnaði slökkvi­liðsins til þess að koma einum farþeganna út. Fyrri þyrlan lenti fyrir skömmu við Landspítalann í Fossvogi. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru þrír farþegar fluttir með þyrlunum. Að öðru leyti hafði gæslan ekki upplýsingar um líðan farþega.

Við­bragðs­aðilar eru enn við störf á vettvangi. Í til­kynningu Vega­gerðarinnar segir að hring­vegurinn sé lokaður í Norður­ár­dal vegna um­ferðar­ó­happs. 

Bent er á hjá­leið um Norður­ár­dals­veg 528. Sá vegur er malar­vegur og ber ekki þunga um­ferð. Eru veg­far­endur beðnir um að fara var­lega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×