„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. september 2023 12:09 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. Vísir/Egill Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina Sautján ára piltur og móðir hans stigu fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær og gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt. Drengurinn, sem er dökkur á hörund, fór ásamt vini sínum á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ og voru þeir ný mættir að sögn drengsins þegar hópur lögreglumanna veittist að honum á harkalegan hátt. Lögreglan hafi gengið á hann og spurt hvort hann væri með efni eða vopn á sér, beint honum upp að vegg og látið hund leita á honum. Á meðan hafi vinur hans sem er hvítur staðið afskiptalaus fyrir aftan. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp og sérstaklega í tengslum við Ljósanótt sem að öðru leyti tókst mjög vel. Þetta er kannski svartur blettur á Ljósanóttinni. Mér þykir þetta leitt og sorglegt að viðkomandi skyldi þurfa lenda í þessu og fjölskylda hans og bara sýni þeim fullan stuðning,“ segir Kjartan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í fréttum okkar í gær að málið væri litið alvarlegum augum og að vinnubrögð lögreglu yrðu rannsökuð. Málið hefur vakið upp mikil viðbrögð og segja margir það ekki einsdæmi á Suðurnesjum. Kjartan segist ekki hafa heyrt um mörg sambærileg dæmi. „Með því er ég ekki að segja að þau hafi ekki átt sér stað en ég hef ekki fengið upplýsingar eða kvartanir sjálfur beint vegna þess nei.“ Hann bíði nú niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu vegna málsins og vonar að mál að þessu tagi endurtaki sig ekki. Reykjanesbær Lögreglan Kynþáttafordómar Ljósanótt Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Sautján ára piltur og móðir hans stigu fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær og gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt. Drengurinn, sem er dökkur á hörund, fór ásamt vini sínum á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ og voru þeir ný mættir að sögn drengsins þegar hópur lögreglumanna veittist að honum á harkalegan hátt. Lögreglan hafi gengið á hann og spurt hvort hann væri með efni eða vopn á sér, beint honum upp að vegg og látið hund leita á honum. Á meðan hafi vinur hans sem er hvítur staðið afskiptalaus fyrir aftan. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp og sérstaklega í tengslum við Ljósanótt sem að öðru leyti tókst mjög vel. Þetta er kannski svartur blettur á Ljósanóttinni. Mér þykir þetta leitt og sorglegt að viðkomandi skyldi þurfa lenda í þessu og fjölskylda hans og bara sýni þeim fullan stuðning,“ segir Kjartan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í fréttum okkar í gær að málið væri litið alvarlegum augum og að vinnubrögð lögreglu yrðu rannsökuð. Málið hefur vakið upp mikil viðbrögð og segja margir það ekki einsdæmi á Suðurnesjum. Kjartan segist ekki hafa heyrt um mörg sambærileg dæmi. „Með því er ég ekki að segja að þau hafi ekki átt sér stað en ég hef ekki fengið upplýsingar eða kvartanir sjálfur beint vegna þess nei.“ Hann bíði nú niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu vegna málsins og vonar að mál að þessu tagi endurtaki sig ekki.
Reykjanesbær Lögreglan Kynþáttafordómar Ljósanótt Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03