„Átti bara leið hjá og fékk þessa flugu í hausinn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 23:26 „Go home and shame on you“ eða „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboð Einars við Reykjavíkurhöfn. Hann fékk stuðning frá áhöfnum hvalveiðibáta Hvals hf. vísir/ívar fannar „Ég átti nú bara leið hjá þarna hjá höfninni og fékk þessa flugu í hausinn,“ segir Einar Jes Guðmundsson, stuðningsmaður hvalveiða, sem mætti með skýr skilaboð að Reykjavíkurhöfn í kvöld. „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboðin til hvalveiðimótmælenda sem hlekkjuðu sig við hvalveiðibáta Hvals hf. í morgun. Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði á höfninni. Hann mætti á smábát að hvalveiðibátunum um klukkan níu í kvöld. Þær Elissa og Anahaita krefjast þess að hvalveiðum verði hætt. Einar er á öndverðum meiði. „Ég er bara hlynntur hvalveiðum og finnst þetta yfirgangur og valdníðsla sem hvalveiðar hafa þurft að sæta,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mótmælin voru í beinni útsendingu á Vísi og náðist innkoma Einars því á myndband: „Það er öllum frjálst að mótmæla en ég hef grun um að þetta sé nú svona hávær minnihluti. Ég hef það á tilfinningunni en hef auðvitað ekkert fyrir mér í því.“ Hvað er það við hvalveiðarnar sem gerir þig fylgjandi þeim? „Ég er bara fylgjandi því að við nýtum okkar náttúruauðlindir, það gildir um alla nytjastofna í hafinu,“ segir Einar. Þá finnst honum uppátæki Hollywood-leikara, sem hóta því að taka ekki upp bíómyndir hér á landi verði hvalveiðum ekki hætt, kjánalegt. „Ég held að þeir ættu nú bara að snúa sér að einhverju heima fyrir. Það er ýmislegt þar sem væri þeim nærtækara að skipta sér að. Þetta er ekkert merkilegra fólk en hvað annað.“ Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði.vísir/ívar fannar Kristján Loftsson eigi heiður skilinn Mótmælin hafi samt ekki farið í taugarnar á honum. „Ég átti nú bara leið þarna hjá í höfninni og fékk þessa flugu í hausinn. Ég er bara stoltur af þessu, ég vil standa með þessu. Þó Kristján Loftsson sé ríkur kall og ýmsir séu á móti honum, finnst mér hann eiga heiður skilinn fyrir það hvað hann hefur nennt að halda þessu uppi og eyða í þetta peningum. Láta ekki vaða yfir sig.“ Hann myndi því sjá eftir hvalveiðunum. „Það á að nýta alla þá stofna og auðlindir á sjálfbæran hátt, ég sé ekki að hvalir séu eitthvað virðulegri skepnur en beljur og svín. Þarf þá ekki líka að stoppa hreindýraveiðar og gæsaveiðar og allt hvað það heitir?“ spyr Einar sem er sjálfur mikill veiðimaður. Fékk stuðning frá bátnum „Þetta er ein af grunnþörfum mannskepnunnar, að veiða. En sumir eru einhvern veginn komnir svo langt frá því og eru bara kátir að fá þetta allt út í búð. Vilja helst sem minnst vita hvaðan það kemur.“ Einar segist sjaldan hafa mótmælt fyrr, kannski þrisvar. „Þetta tók nú bara fimm mínútur, og lítið fyrir því haft. Ég nennti nú ekki að dvelja lengi við.“ Hver voru viðbrögðin? „Ég varð bara var við þá þarna um borð sem voru virkilega jákvæðir á þetta. Tóku mér fagnandi. Þeim fannst sennilega þörf á því að það kæmi sjónarmið úr annarri átt,“ segir Einar að lokum. Hvalveiðar Reykjavík Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Hann mætti á smábát að hvalveiðibátunum um klukkan níu í kvöld. Þær Elissa og Anahaita krefjast þess að hvalveiðum verði hætt. Einar er á öndverðum meiði. „Ég er bara hlynntur hvalveiðum og finnst þetta yfirgangur og valdníðsla sem hvalveiðar hafa þurft að sæta,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mótmælin voru í beinni útsendingu á Vísi og náðist innkoma Einars því á myndband: „Það er öllum frjálst að mótmæla en ég hef grun um að þetta sé nú svona hávær minnihluti. Ég hef það á tilfinningunni en hef auðvitað ekkert fyrir mér í því.“ Hvað er það við hvalveiðarnar sem gerir þig fylgjandi þeim? „Ég er bara fylgjandi því að við nýtum okkar náttúruauðlindir, það gildir um alla nytjastofna í hafinu,“ segir Einar. Þá finnst honum uppátæki Hollywood-leikara, sem hóta því að taka ekki upp bíómyndir hér á landi verði hvalveiðum ekki hætt, kjánalegt. „Ég held að þeir ættu nú bara að snúa sér að einhverju heima fyrir. Það er ýmislegt þar sem væri þeim nærtækara að skipta sér að. Þetta er ekkert merkilegra fólk en hvað annað.“ Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði.vísir/ívar fannar Kristján Loftsson eigi heiður skilinn Mótmælin hafi samt ekki farið í taugarnar á honum. „Ég átti nú bara leið þarna hjá í höfninni og fékk þessa flugu í hausinn. Ég er bara stoltur af þessu, ég vil standa með þessu. Þó Kristján Loftsson sé ríkur kall og ýmsir séu á móti honum, finnst mér hann eiga heiður skilinn fyrir það hvað hann hefur nennt að halda þessu uppi og eyða í þetta peningum. Láta ekki vaða yfir sig.“ Hann myndi því sjá eftir hvalveiðunum. „Það á að nýta alla þá stofna og auðlindir á sjálfbæran hátt, ég sé ekki að hvalir séu eitthvað virðulegri skepnur en beljur og svín. Þarf þá ekki líka að stoppa hreindýraveiðar og gæsaveiðar og allt hvað það heitir?“ spyr Einar sem er sjálfur mikill veiðimaður. Fékk stuðning frá bátnum „Þetta er ein af grunnþörfum mannskepnunnar, að veiða. En sumir eru einhvern veginn komnir svo langt frá því og eru bara kátir að fá þetta allt út í búð. Vilja helst sem minnst vita hvaðan það kemur.“ Einar segist sjaldan hafa mótmælt fyrr, kannski þrisvar. „Þetta tók nú bara fimm mínútur, og lítið fyrir því haft. Ég nennti nú ekki að dvelja lengi við.“ Hver voru viðbrögðin? „Ég varð bara var við þá þarna um borð sem voru virkilega jákvæðir á þetta. Tóku mér fagnandi. Þeim fannst sennilega þörf á því að það kæmi sjónarmið úr annarri átt,“ segir Einar að lokum.
Hvalveiðar Reykjavík Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira