Linda Íris Emilsdóttir lögmaður var ein þeirra sem mættu að Reykjavíkurhöfn í dag til þess að mótmæla hvalveiðum og styðja tvær konur, sem fóru upp í tunnur hvalveiðiskipa í skjóli nætur í morgun.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagðist hún fyrst og fremst hafa gert það til þess að krefja lögreglunna svara á því hvers vegna bakpoki með mikilvægum vistum og hlýjum fatnaði var tekinn af annarri konunni snemma í dag. Viðtal við hana má sjá í lok innslagsins hér að neðan:
Hún segir að hún hafi engin svör fengið frá lögreglumönnum á vettvangi sem hafi bent henni á að hafa samband í gegnum tölvupóst. Hún bíði enn eftir svörum við þeim tölvupósti.
Ekki venjan að taka vatn af mótmælendum
Linda Íris segir að hún þekki ekki dæmi um það að lögregla taki vatn og mat af mótmælendum hér á landi.
„Ég get ekki séð hver grundvöllurinn er hjá lögreglu að taka hennar eigur sem hún er með með sér. Maður getur bara ímyndað sér af hverju það er gert en ég ætla ekki að gefa mér neitt.“