„Verðum að hafa hugrekki til að stoppa þegar við erum komin út í algjöran skurð.“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2023 13:16 Katrín Oddsdóttir er lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Stöð 2/Arnar Stofnandi True North er uggandi vegna hvalveiða við Íslandsstrendur og hefur verulegar áhyggjur af vaxandi andstöðu áhrifafólks í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu vegna málsins. Lögmaður fyrirtækisins segir skilningsleysi einkenna viðbrögð stjórnvöld eftir að krafa þeirra um lögbann á starfsemina var send til baka. Rétt fyrir lokun á föstudag sendi sýslumaðurinn á Vesturlandi Katrínu Oddsdóttur, lögmanni framleiðslufyrirtækisins True North, kröfu þeirra um lögbann á hvalveiði til baka og það tiltekið að skilyrði til lögbanns væru ekki uppfyllt en að þau hefðu tækifæri til að rökstyðja kröfuna betur. Sjá nánar: True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns „Þannig að þetta er kannski bara eitthvað sem við þurfum þá annað hvort rökstyðja enn betur til að gera það skýrara eða kannski horfast í augu við þá staðreynd að það er nú erfitt að fá niðurstöðu hjá íslenskum stjórnvöldum þegar það kemur að ýmsu sem tengist náttúruvernd og öðru og kannski er skilningsleysi að einhverju leyti það sem einkennir okkar stjórnvöld og núna hef ég miklar áhyggjur - hvað þessi stóru mál varðar - að fólk sé ekki að grípa alvöruna og í raun og veru hversu miklir hagsmunir raunverulega eru undir fyrir okkar framleiðslufyrirtæki.“ Undirskriftalisti gengur um netheima þar sem fjölmargir leikarar, leikstjórar, höfundar, framleiðendur og áhrifafólk í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu fullyrða að ef Hvalur hf. hefði veiðar á langreyðum að nýju muni þeir ekki lengur koma með verkefni sín til Íslands. Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North vill lögbann á starfsemi Hvals hf. Honum líst ekki á blikuna.Aðsend Fréttastofa ræddi við Leif Dagfinnsson, stofnanda True North í morgun og var hljóðið í honum þungt vegna stöðunnar. Hann sagðist hafa verulegar áhyggjur af þróun mála og að mikil alvara væri á bakvið yfirlýsingar stórstjarna og áhrifafólks í Hollywood um hvalveiðar á Íslandi. Hann óttist hreinlega sniðgöngu. Katrín tekur undir þetta og segir að það hefði grafalvarlegar afleiðingar að lenda á svörtum lista innan kvikmyndaiðnaðarins. „Fólkið sem er á þessum undirskriftarlista þetta eru ekki bara einhverjar stórstjörnur hvað varðar leikara og annað heldur er þetta fólk sem hefur rosalega mikið um það að segja hvernig fjármagni er dreift og í hvað fjármagn er sett og við hvað það leggur nafn sitt við þannig að margföldunaráhrifin sem þetta getur haft ef af verður eru gríðarleg og ég heyri það að þessum nöfnum er að fjölga.“ Fólk þurfi að átta sig á þeim hagsmunum sem séu í húfi og horfa á stóru myndina. „Það kom fram í yfirlýsingu sem Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda sendi frá sér fyrir helgi að þarna héngu milljarðar á spýtunni, bara í fyrra var tveir og hálfur milljarður sem þessi bransi velti, og mjög mikið af útflutningstekjum. Við getum síðan borið þetta saman við hvalveiðar ef við viljum leggjast yfir þá grimmu mynd sem þessi samanburður er og séð að þarna eru í rauninni engar útflutningstekjur, varla hægt að koma þessu kjöti á markað og ofboðslega mikil andstaða og hvernig sem á þetta mál er litið þá er þetta algjör rökleysa að vera að stunda veiðar á langreyðum árið 2023 og við verðum að hafa hugrekki til þess að stoppa þegar við erum komin út í algjöran skurð.“ Hvalveiðar Hvalir Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04 True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. 29. ágúst 2023 09:02 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Rétt fyrir lokun á föstudag sendi sýslumaðurinn á Vesturlandi Katrínu Oddsdóttur, lögmanni framleiðslufyrirtækisins True North, kröfu þeirra um lögbann á hvalveiði til baka og það tiltekið að skilyrði til lögbanns væru ekki uppfyllt en að þau hefðu tækifæri til að rökstyðja kröfuna betur. Sjá nánar: True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns „Þannig að þetta er kannski bara eitthvað sem við þurfum þá annað hvort rökstyðja enn betur til að gera það skýrara eða kannski horfast í augu við þá staðreynd að það er nú erfitt að fá niðurstöðu hjá íslenskum stjórnvöldum þegar það kemur að ýmsu sem tengist náttúruvernd og öðru og kannski er skilningsleysi að einhverju leyti það sem einkennir okkar stjórnvöld og núna hef ég miklar áhyggjur - hvað þessi stóru mál varðar - að fólk sé ekki að grípa alvöruna og í raun og veru hversu miklir hagsmunir raunverulega eru undir fyrir okkar framleiðslufyrirtæki.“ Undirskriftalisti gengur um netheima þar sem fjölmargir leikarar, leikstjórar, höfundar, framleiðendur og áhrifafólk í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu fullyrða að ef Hvalur hf. hefði veiðar á langreyðum að nýju muni þeir ekki lengur koma með verkefni sín til Íslands. Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North vill lögbann á starfsemi Hvals hf. Honum líst ekki á blikuna.Aðsend Fréttastofa ræddi við Leif Dagfinnsson, stofnanda True North í morgun og var hljóðið í honum þungt vegna stöðunnar. Hann sagðist hafa verulegar áhyggjur af þróun mála og að mikil alvara væri á bakvið yfirlýsingar stórstjarna og áhrifafólks í Hollywood um hvalveiðar á Íslandi. Hann óttist hreinlega sniðgöngu. Katrín tekur undir þetta og segir að það hefði grafalvarlegar afleiðingar að lenda á svörtum lista innan kvikmyndaiðnaðarins. „Fólkið sem er á þessum undirskriftarlista þetta eru ekki bara einhverjar stórstjörnur hvað varðar leikara og annað heldur er þetta fólk sem hefur rosalega mikið um það að segja hvernig fjármagni er dreift og í hvað fjármagn er sett og við hvað það leggur nafn sitt við þannig að margföldunaráhrifin sem þetta getur haft ef af verður eru gríðarleg og ég heyri það að þessum nöfnum er að fjölga.“ Fólk þurfi að átta sig á þeim hagsmunum sem séu í húfi og horfa á stóru myndina. „Það kom fram í yfirlýsingu sem Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda sendi frá sér fyrir helgi að þarna héngu milljarðar á spýtunni, bara í fyrra var tveir og hálfur milljarður sem þessi bransi velti, og mjög mikið af útflutningstekjum. Við getum síðan borið þetta saman við hvalveiðar ef við viljum leggjast yfir þá grimmu mynd sem þessi samanburður er og séð að þarna eru í rauninni engar útflutningstekjur, varla hægt að koma þessu kjöti á markað og ofboðslega mikil andstaða og hvernig sem á þetta mál er litið þá er þetta algjör rökleysa að vera að stunda veiðar á langreyðum árið 2023 og við verðum að hafa hugrekki til þess að stoppa þegar við erum komin út í algjöran skurð.“
Hvalveiðar Hvalir Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04 True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. 29. ágúst 2023 09:02 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58
DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. 29. ágúst 2023 09:02