Innlent

Mikill viðúnaður vegna elds í íbúð á Hringbraut

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tilkynning barst slökkviliði upp úr klukkan fimm í dag.
Tilkynning barst slökkviliði upp úr klukkan fimm í dag. vísir

Mikill viðbúnaður er á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur vegna elds sem kviknaði í íbúðarhúsnæði.

„Þeir eru allir á leiðinni, ég veit ekki meir,“ segir Steinþór Darri Þorsteinsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við fréttastofu.

Fjórir dælubílar slökkviliðsins eru mættir á staðinn. Allt tiltækt slökkvilið var kallað til.

Uppfært klukkan 17:40:

„Það er búið að slökkva allt og verið að reykræsta núna. Þetta virðist hafa verið hellings eldur. Það fóru tvö reykkafarapör inn og sáu til þess að enginn væri í íbúðinni. Íbúðin hefur farið illa en engum varð meint af,“ segir Steinþór Darri í samtali við fréttastofu.

Fjórir dælubílar voru mættir fyrir skömmu.vísir
Mikill viðbúnaður er á staðnum.vísir

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×