Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 13:18 Rúna Mjöll Helgadóttir segist ekki hafa getað annað en stigið fram og sagt sína hlið, enda hafi frásögn Hannesar af uppákomunni í Leifsstöð í gærkvöldi verið fjarri sannleikanum. Aðsend/Vísir Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. Rúna Mjöll Helgadóttir, starfsmaður í Leifsstöð, var á næturvakt í fyrrinótt. Það var mikið að gera í komusal flugstöðvarinnar og í Fríhöfninni enda margir farþegar að lenda. Í samtali við Vísi segist Rúna allt í einu hafa heyrt óp, maður hafi öskrað „það er verið að stela töskunni, það er verið að stela töskunni, hringið á lögregluna!“ „Ég sný mér við og þá er þetta þessi maður, þessi Hannes og hann er að öskra á tvær ungar stelpur,“ segir Rúna. Maðurinn sem um ræðir er Hannes Hólmsteinn Gissurason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Hann lýsti atvikinu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann sagði konu í „múslimabúningi“ hafa reynt að stela töskunni sinni. Rúna segir að talsvert uppnám hafi skapast og Hannes hafi öskrað á konuna ásamt dætrum hennar þrátt fyrir að vera búinn að fá töskuna til baka. „Hún sagði að stelpurnar hefðu tekið töskuna í misgripum. Hann segir í færslunni að að það hafi verið rosa vesen að fá töskuna til baka en það var alls ekki þannig. Svo heldur hann áfram að krefjast þess að það verði hringt á lögguna og er að öskra á þessa konu. Svo segir hann „það á ekki að hleypa svona fólki eins og ykkur inn í landið.““ Hún segir Hannes því næst hafa farið inn í fríhöfnina og öskrað á starfsfólk og krafist þess að hringt væri á lögregluna. „Svo fer hann að röfla í starfsfólkinu að það eigi ekki að hleypa svona fólki inn í landið. Hann fer upp að alveg þremur mismunandi starfsmönnum og segir þetta. Svo fer hann á kassann og borgar fyrir dótið sitt. Þegar hann fer út öskrar hann á tollinn líka.“ Enginn hafi þorað að segja neitt Rúna fór ásamt starfsmönnum Tollsins og ræddi við konuna og dætur hennar. „Ég baðst endalaust afsökunar og sagði að mér þætti ömurlegt að þetta hafi gerst, en ég er svo pirruð að hafa ekki þorað að segja neitt á meðan þetta var að gerast. Hann var bara öskureiður og ég held að enginn hafi þorað að segja neitt.“ Aðspurð um hvernig konan og dætur hennar hafi tekið uppákomunni segir Rúna þær hafa verið miður sín og beðist afsökunar, allt þar til Hannes hafi sagt að það ætti ekki að hleypa fólki eins og þeim inn í landið. „Þá sagði eldri stelpan að þær væru fæddar á Íslandi og mamman sagði að þær væru með íslenskan ríkisborgararétt. Maðurinn var enn þá að öskra að það ætti að hringja á lögregluna. Þá segir mamman eitthvað á þá leið að þeim væri alveg sama um töskuna hans og hann ætti bara að taka hana því þær vildu ekkert með hana hafa.“ Viðbrögðin koma á óvart Rúna skrifaði athugasemd við færslu Hannesar í gærkvöldi sem hefur vakið mikið viðbrögð. Fjölmargir hafa líkað við færsluna og þekktir einstaklingar þakkað henni fyrir að segja frá sinni hlið. Rúna segir viðbrögðin hafa komið mikið á óvart. „Það var sagt við mig að þetta væri einhver frægur háskólakennari að hann væri mjög þekktur. Þannig ég fór inn á Háskóla Íslands og reyndi að finna hann og tókst það. Ég fór semsagt inn á Facebookið hans og sá þessa færslu. Og ég bara gat ekki leyft honum að komast upp með þetta því þetta er bara alls ekki það sem gerðist.“ Ég póstaði þessu kommenti og fór svo bara að sofa eftir tíu tíma næturvakt. Svo vaknaði ég og það var alveg fullt að gerast með þetta. Hún segist viss um að Hannes hefði ekki brugðist eins við ef um hvítar, íslenskar stúlkur hefði verið að ræða. „Hann öskraði bara á þær af því að hann sá að þær voru múslimar. Ég held að allir hafi séð að hann er rasisti“ Ekki náðist í Hannes Hólmstein við gerð fréttarinnar en frásögn hans af atvikinu á Facebook má sjá hér að neðan. Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Rúna Mjöll Helgadóttir, starfsmaður í Leifsstöð, var á næturvakt í fyrrinótt. Það var mikið að gera í komusal flugstöðvarinnar og í Fríhöfninni enda margir farþegar að lenda. Í samtali við Vísi segist Rúna allt í einu hafa heyrt óp, maður hafi öskrað „það er verið að stela töskunni, það er verið að stela töskunni, hringið á lögregluna!“ „Ég sný mér við og þá er þetta þessi maður, þessi Hannes og hann er að öskra á tvær ungar stelpur,“ segir Rúna. Maðurinn sem um ræðir er Hannes Hólmsteinn Gissurason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Hann lýsti atvikinu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann sagði konu í „múslimabúningi“ hafa reynt að stela töskunni sinni. Rúna segir að talsvert uppnám hafi skapast og Hannes hafi öskrað á konuna ásamt dætrum hennar þrátt fyrir að vera búinn að fá töskuna til baka. „Hún sagði að stelpurnar hefðu tekið töskuna í misgripum. Hann segir í færslunni að að það hafi verið rosa vesen að fá töskuna til baka en það var alls ekki þannig. Svo heldur hann áfram að krefjast þess að það verði hringt á lögguna og er að öskra á þessa konu. Svo segir hann „það á ekki að hleypa svona fólki eins og ykkur inn í landið.““ Hún segir Hannes því næst hafa farið inn í fríhöfnina og öskrað á starfsfólk og krafist þess að hringt væri á lögregluna. „Svo fer hann að röfla í starfsfólkinu að það eigi ekki að hleypa svona fólki inn í landið. Hann fer upp að alveg þremur mismunandi starfsmönnum og segir þetta. Svo fer hann á kassann og borgar fyrir dótið sitt. Þegar hann fer út öskrar hann á tollinn líka.“ Enginn hafi þorað að segja neitt Rúna fór ásamt starfsmönnum Tollsins og ræddi við konuna og dætur hennar. „Ég baðst endalaust afsökunar og sagði að mér þætti ömurlegt að þetta hafi gerst, en ég er svo pirruð að hafa ekki þorað að segja neitt á meðan þetta var að gerast. Hann var bara öskureiður og ég held að enginn hafi þorað að segja neitt.“ Aðspurð um hvernig konan og dætur hennar hafi tekið uppákomunni segir Rúna þær hafa verið miður sín og beðist afsökunar, allt þar til Hannes hafi sagt að það ætti ekki að hleypa fólki eins og þeim inn í landið. „Þá sagði eldri stelpan að þær væru fæddar á Íslandi og mamman sagði að þær væru með íslenskan ríkisborgararétt. Maðurinn var enn þá að öskra að það ætti að hringja á lögregluna. Þá segir mamman eitthvað á þá leið að þeim væri alveg sama um töskuna hans og hann ætti bara að taka hana því þær vildu ekkert með hana hafa.“ Viðbrögðin koma á óvart Rúna skrifaði athugasemd við færslu Hannesar í gærkvöldi sem hefur vakið mikið viðbrögð. Fjölmargir hafa líkað við færsluna og þekktir einstaklingar þakkað henni fyrir að segja frá sinni hlið. Rúna segir viðbrögðin hafa komið mikið á óvart. „Það var sagt við mig að þetta væri einhver frægur háskólakennari að hann væri mjög þekktur. Þannig ég fór inn á Háskóla Íslands og reyndi að finna hann og tókst það. Ég fór semsagt inn á Facebookið hans og sá þessa færslu. Og ég bara gat ekki leyft honum að komast upp með þetta því þetta er bara alls ekki það sem gerðist.“ Ég póstaði þessu kommenti og fór svo bara að sofa eftir tíu tíma næturvakt. Svo vaknaði ég og það var alveg fullt að gerast með þetta. Hún segist viss um að Hannes hefði ekki brugðist eins við ef um hvítar, íslenskar stúlkur hefði verið að ræða. „Hann öskraði bara á þær af því að hann sá að þær voru múslimar. Ég held að allir hafi séð að hann er rasisti“ Ekki náðist í Hannes Hólmstein við gerð fréttarinnar en frásögn hans af atvikinu á Facebook má sjá hér að neðan.
Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira