Innlent

Forseti borgarstjórnar í veikindaleyfi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir á borgarstjórnarfundi við hlið Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir á borgarstjórnarfundi við hlið Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Vísir/Vilhelm

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, er komin í veikindaleyfi.

Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar í dag, en þar var vísað til bréfs til borgarskrifstofu þar sem tilkynnt var um leyfið, sem barst með læknisvottorði.

Fram kemur að Þórdís Lóa, sem er oddviti Viðreisnar í borginni, verði fjarverandi frá og með gærdeginum til loka nóvembermánaðar.

Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, sat fund forsætisnefnar, en hann er einnig varafulltrúi nefndarinnar.

Ekki náðist í Þórdísi Lóu við vinnslu fréttarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×