Innlent

„För­um af stað til veiða um leið og lygn­ir“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kristján kallar nýjar handbækur skrásetningu „heilbrigðrar skynsemi“.
Kristján kallar nýjar handbækur skrásetningu „heilbrigðrar skynsemi“. Stöð 2/Egill

„Ég veit það ekki, það er spáð vit­lausu veðri næstu daga, en við för­um af stað til veiða um leið og lygn­ir,“ seg­ir Kristján Lofts­son, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast.

Kristján ræddi við Morgunblaðið í gær og virðist nokkuð sáttur við ákvörðun ráðherra að þessu sinni að heimila veiðar með skilyrðum.

„Við fljót­an yf­ir­lest­ur reglu­gerðar­inn­ar sýn­ist mér að við get­um al­veg lifað með þessu,“ seg­ir Kristján. „„Ég er ekki bú­inn að lús­lesa reglu­gerðina mörg­um sinn­um en mér sýn­ist að ákvæði henn­ar kveði að mestu leyti á um það sem við höf­um verið að gera hvort eð er. Núna vilja menn fá þetta á blaði, sem er ekki eins og verið hef­ur, en við mun­um auðvitað fara að þeim fyr­ir­mæl­um.“

Kristján segir gæðahandbækur sem kveðið er á um í raun aðeins lýsa verklagi. Nú vilji menn að „heilbrigði skynsemi“ verði sett niður á blað. Námskeið hafi verið haldið í vor með erlendum sérfræðingi þar sem farið hafi verið yfir flest það sem stendur í reglugerðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×