Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Jón Þór Stefánsson skrifar 31. ágúst 2023 09:31 Vilhjálmur Birgisson segist orðlaus yfir hræsni Hollywood-stjarna líkt og Leonardo Dicaprio Vísir/Samsett Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. „Ætlar þetta fólk að segja hvernig við Íslendingar eigum að nýta okkar auðlindir? Hvaða della er þetta?“ spyr Vilhjálmur í færslu á Facebook. „Væri ekki nær fyrir þessar Hollywood-stjörnur að byrja á að taka til í sínum garði áður en þau fara að hóta okkur Íslendingum og segja okkur hvernig við eigum að nýta okkar sjávarauðlind.“ Í gær var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að nokkrar erlendar stórstjörnur ætli sér að sniðganga landið verði hvalveiðum haldið áfram. Þar á meðal voru leikarar á borð við Leonardo DiCaprio, Jason Momoa, Hillary Swank og síðan hafa leikstjórarnir Jane Campion, James Cameron og Peter Jackson bæst í hópinn. Nöfn þessara einstaklinga má finna á undirskriftalista sem safnað er í Hollywood gegn hvalveiðum Íslendinga. Vilhjálmur vill að þessar stjörnur líti í eigin barm og leggur sjálfur til þess að þeir leggi niður störf uns byssulöggjöf Bandaríkjamanna verði breytt. „Takið eftir að skotárásir eru helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum en frá árinu 2020 til 2022 hafa 4.368 börn látist af völdum skotvopna í Bandaríkjunum,“ útskýrir Vilhjálmur sem sakar Hollywood-liða um hræsni. „Og já hræsnin í þessu liði er svo yfirgengileg að það hefur mestar áhyggjur af veiðum á 150 langreyðum við Íslandsstrendur. Ja hérna og þvílíkt rugl sem þetta er! Svo til að kóróna hræsnina í þessum Hollywood-stjörnum þá eru Bandaríkjamenn sjálfir að veiða hvali,“ bætir hann við. Hvalveiðar Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Stéttarfélög Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
„Ætlar þetta fólk að segja hvernig við Íslendingar eigum að nýta okkar auðlindir? Hvaða della er þetta?“ spyr Vilhjálmur í færslu á Facebook. „Væri ekki nær fyrir þessar Hollywood-stjörnur að byrja á að taka til í sínum garði áður en þau fara að hóta okkur Íslendingum og segja okkur hvernig við eigum að nýta okkar sjávarauðlind.“ Í gær var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að nokkrar erlendar stórstjörnur ætli sér að sniðganga landið verði hvalveiðum haldið áfram. Þar á meðal voru leikarar á borð við Leonardo DiCaprio, Jason Momoa, Hillary Swank og síðan hafa leikstjórarnir Jane Campion, James Cameron og Peter Jackson bæst í hópinn. Nöfn þessara einstaklinga má finna á undirskriftalista sem safnað er í Hollywood gegn hvalveiðum Íslendinga. Vilhjálmur vill að þessar stjörnur líti í eigin barm og leggur sjálfur til þess að þeir leggi niður störf uns byssulöggjöf Bandaríkjamanna verði breytt. „Takið eftir að skotárásir eru helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum en frá árinu 2020 til 2022 hafa 4.368 börn látist af völdum skotvopna í Bandaríkjunum,“ útskýrir Vilhjálmur sem sakar Hollywood-liða um hræsni. „Og já hræsnin í þessu liði er svo yfirgengileg að það hefur mestar áhyggjur af veiðum á 150 langreyðum við Íslandsstrendur. Ja hérna og þvílíkt rugl sem þetta er! Svo til að kóróna hræsnina í þessum Hollywood-stjörnum þá eru Bandaríkjamenn sjálfir að veiða hvali,“ bætir hann við.
Hvalveiðar Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Stéttarfélög Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira