Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Jón Þór Stefánsson skrifar 31. ágúst 2023 09:31 Vilhjálmur Birgisson segist orðlaus yfir hræsni Hollywood-stjarna líkt og Leonardo Dicaprio Vísir/Samsett Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. „Ætlar þetta fólk að segja hvernig við Íslendingar eigum að nýta okkar auðlindir? Hvaða della er þetta?“ spyr Vilhjálmur í færslu á Facebook. „Væri ekki nær fyrir þessar Hollywood-stjörnur að byrja á að taka til í sínum garði áður en þau fara að hóta okkur Íslendingum og segja okkur hvernig við eigum að nýta okkar sjávarauðlind.“ Í gær var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að nokkrar erlendar stórstjörnur ætli sér að sniðganga landið verði hvalveiðum haldið áfram. Þar á meðal voru leikarar á borð við Leonardo DiCaprio, Jason Momoa, Hillary Swank og síðan hafa leikstjórarnir Jane Campion, James Cameron og Peter Jackson bæst í hópinn. Nöfn þessara einstaklinga má finna á undirskriftalista sem safnað er í Hollywood gegn hvalveiðum Íslendinga. Vilhjálmur vill að þessar stjörnur líti í eigin barm og leggur sjálfur til þess að þeir leggi niður störf uns byssulöggjöf Bandaríkjamanna verði breytt. „Takið eftir að skotárásir eru helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum en frá árinu 2020 til 2022 hafa 4.368 börn látist af völdum skotvopna í Bandaríkjunum,“ útskýrir Vilhjálmur sem sakar Hollywood-liða um hræsni. „Og já hræsnin í þessu liði er svo yfirgengileg að það hefur mestar áhyggjur af veiðum á 150 langreyðum við Íslandsstrendur. Ja hérna og þvílíkt rugl sem þetta er! Svo til að kóróna hræsnina í þessum Hollywood-stjörnum þá eru Bandaríkjamenn sjálfir að veiða hvali,“ bætir hann við. Hvalveiðar Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Stéttarfélög Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Ætlar þetta fólk að segja hvernig við Íslendingar eigum að nýta okkar auðlindir? Hvaða della er þetta?“ spyr Vilhjálmur í færslu á Facebook. „Væri ekki nær fyrir þessar Hollywood-stjörnur að byrja á að taka til í sínum garði áður en þau fara að hóta okkur Íslendingum og segja okkur hvernig við eigum að nýta okkar sjávarauðlind.“ Í gær var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að nokkrar erlendar stórstjörnur ætli sér að sniðganga landið verði hvalveiðum haldið áfram. Þar á meðal voru leikarar á borð við Leonardo DiCaprio, Jason Momoa, Hillary Swank og síðan hafa leikstjórarnir Jane Campion, James Cameron og Peter Jackson bæst í hópinn. Nöfn þessara einstaklinga má finna á undirskriftalista sem safnað er í Hollywood gegn hvalveiðum Íslendinga. Vilhjálmur vill að þessar stjörnur líti í eigin barm og leggur sjálfur til þess að þeir leggi niður störf uns byssulöggjöf Bandaríkjamanna verði breytt. „Takið eftir að skotárásir eru helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum en frá árinu 2020 til 2022 hafa 4.368 börn látist af völdum skotvopna í Bandaríkjunum,“ útskýrir Vilhjálmur sem sakar Hollywood-liða um hræsni. „Og já hræsnin í þessu liði er svo yfirgengileg að það hefur mestar áhyggjur af veiðum á 150 langreyðum við Íslandsstrendur. Ja hérna og þvílíkt rugl sem þetta er! Svo til að kóróna hræsnina í þessum Hollywood-stjörnum þá eru Bandaríkjamenn sjálfir að veiða hvali,“ bætir hann við.
Hvalveiðar Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Stéttarfélög Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira